Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 64
Það sem fyrst vakti áhuga minn við GG Verk var það einstak- lega góða fólk sem hér starfar. Við höfum innleitt viðurkenningar til starfsfólks en okkur er mikilvægt að viður- kenna og þakka fyrir framlag hvers og eins. Við metum það mikils að vera með gott sam- starfsfólk og hér starfar kröftugt til sem er að gera sitt allra besta á hverjum einasta degi. Guðrún Ólafía Tómasdóttir starfar sem mannauðsstjóri hjá GG Verki. Hún er ein sú fyrsta til að gegna þeirri stöðu hjá fyrirtækinu og verkefnin eru margvísleg, öll með það að markmiði að gera góðan vinnustað betri. „Það sem fyrst og fremst vakti áhuga minn við GG Verk var það einstaklega góða fólk sem hér starfar, það heillaði mig fyrst upp úr skónum, en að sama skapi var þetta tækifæri fyrir sjálfa mig að læra á mannvirkjageirann sem er mjög áhugaverður, og vaxa sjálf, það finnst mér hafa verið mjög skemmtileg áskorun,“ segir Guð- rún um ástæðu þess að hún sóttist eftir starfi hjá GG Verki. Síðasta ár hefur einkennst af miklum vexti hjá fyrirtækinu og Guðrún segir að það hafi verið mikið líf og fjör á vinnustaðnum. „Það er reyndar alltaf skemmti- legast þannig, þegar hægt er að keyra sig í gegnum verkefna- listana að mínu mati og hafa nóg fyrir stafni, en það er sér í lagi út af hröðum vexti. Við erum að vinna í nokkrum fjölbreyttum verk- efnum víðs vegar á höfuðborgar- svæðinu um þessar mundir og samhliða traustri verkefnastöðu og auknum verkefnum hefur starfsmannafjöldinn vaxið mjög hratt hjá okkur,“ segir hún. „Á árinu hefur helsta breytingin verið sú í mannauðsmálunum að við erum að leggja meiri áherslu á eigið starfsfólk í okkar verkefnum fremur en undirverktaka. Það gefur okkur ákveðið forskot bæði Hafa tekið ákvörðun um jafnrétti Guðrún Ólafía við eina af byggingunum sem GG Verk er að reisa í Gufunesinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hvað varðar stýringu, gæði og svo sömuleiðis áreiðanleika, en það er eitt af okkar gildum og þessi breyting styður við það.“ Guðrún hóf störf sem mann- auðsstjóri í júní í fyrra og segir að með ráðningu mannauðsstjóra sé félagið að einsetja sér að gera enn betur í mannauðsmálum og tryggja að þau mál séu í góðum farvegi á meðan það er í vexti. „Við höfum svo sannarlega staðið við það. Við höfum lagt áherslu á að efla alla umgjörð í kringum fólkið okkar með mark- vissum hætti og gera stöðugt betur í þeim efnum, eins og með bættri nýliðamóttöku, áherslum í ráðningum, meiri formfestu í mannauðsstefnu og sömuleiðis öllu verklagi. Í grunninn erum við fjölskyldufyrirtæki og viljum áfram halda í þær rætur, þó svo að við séum í vexti, svo það hefur verið áherslan sömuleiðis að halda í þá menningu. Við leggjum áherslu á að gera mjög vel og erum stöðugt að bæta okkur. Gæði eru í fyrirrúmi,“ segir hún. „Mín verkefni eru að halda vel um mannauðsmálin í fyrirtækinu í samvinnu við mitt teymi. Okkar helstu verkefni eru stuðningur við stjórnendur og starfsfólk, að tryggja góð samskipti og að upplýsingaflæðið sé gott um það sem er að gerast og er fram undan hjá okkur. Við höfum umsjón með fræðslu og starfs- þróun og þar höfum við til dæmis verið að bjóða upp á föstudags- fræðslu, sem hefur gefist mjög vel. Við erum einnig að byggja upp fræðsluáætlun svo það er margt spennandi fram undan í fræðslu á árinu. Guðrún segir að mannauðs- deildin sjái einnig um ráðningar og móttöku nýliða. Hún segir mikilvægt að nýtt starfsfólk fái góðar móttökur og þau styðji við það ferli fyrstu mánuðina en séu auðvitað til staðar allan starfs- ferilinn. Öll fá jöfn tækifæri GG Verk er heilsueflandi vinnu- staður og unnið er markvisst að aðgerðum þar að lútandi. „Við erum stödd í miðri heilsuáskorun sem dæmi um þessar mundir, þar sem starfs- fólk er ýmist að leggja áherslu á hreyfingu, andlega heilsu eða mataræði. Við höfum innleitt viðurkenningar til starfsfólks og munum áfram leggja áherslu á það en fyrir okkur er mikilvægt að viðurkenna og þakka fyrir fram- lag hvers og eins. Við metum það mikils að vera með gott samstarfs- fólk og hér starfar mjög kröftugt lið sem er að gera sitt allra besta á hverjum einasta degi,“ segir Guðrún. Hún bætir við að þau hjá GG Verki finni fyrir aukinni starfsánægju innan fyrirtækisins sem kemur einnig fram í nýlegri starfsánægjukönnun. „Þannig að starfsandinn hjá okkur er mjög góður. Á undan- förnum mánuðum höfum við einnig náð að hafa nokkra viðburði utan vinnustaðarins sem skapar góðan vettvang fyrir starfsfólkið til að kynnast betur í öðru umhverfi og byggja upp vináttu, en það hefur alltaf jákvæð áhrif á starfsandann,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Hjá okkur fá öll jöfn tækifæri og við erum einstaklega áhuga- söm um að fá f leiri konur til starfa hjá okkur, sér í lagi í fram- leiðslunni þar sem við erum með karlmenn í meirihluta starfa eins og staðan er í dag. En við höfum verið að skoða þessi mál sérstak- lega og myndum gjarnan vilja fá f leiri konur upp á fjölbreyti- leikann í teymunum. Við bjóðum öll velkomin. Gott dæmi um jöfn tækifæri hjá okkur er að nýlega fengum við viðurkenningu Jafn- vægisvogar FKA fyrir jafnt hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Jafnrétti er ákvörðun og hér er sannarlega búið að taka ákvörðun um jafnrétti.“ n 48 kynningarblað 26. janúar 2023 FIMMTUDAGURFélag kvenna í atvinnulíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.