Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 69
Við höfum séð að starfsánægja í fyrri könnunum hefur mælst há og niðurstöður í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Heiða Halldórsdóttir Orkusalan hefur undanfarin ár styrkt könnun félagsins Konur í orkumálum þar sem líðan kvenna í orkugeir- anum hefur verið könnuð. Á dögunum voru birtar niður- stöður úr þriðju könnun félagsins Kvenna í orkumálum, KÍO, en sú breyting var í henni að svarendur voru öll kyn innan tólf stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Heiða Halldórsdóttir er markaðsstjóri Orkusölunnar en hjá fyrirtækinu starfa 27 einstakl- ingar með fjölbreyttan bakgrunn og er hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn þess jafnt. Hvers vegna var byrjað að kanna líðan kvenna í orkugeir- anum? „Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitu- geiranum á Íslandi eða hafa áhuga á honum en félagið var stofnað árið 2016. Síðustu þrjú ár hefur félagið staðið fyrir könnun um líðan starfsfólks og stöðu jafn- réttismála í orku- og veitugeir- anum. Orkusalan hefur styrkt þessa könnun frá upphafi en Orkusalan leggur mikla áherslu á starfsánægju og jafnréttismál,“ segir Heiða og bætir við: „Ástæðan fyrir því að fyrsta könnunin var gerð var í raun almenn upplýsingaöflun. Fyrstu tvö árin var áhersla lögð á að kanna líðan kvenna í orkugeir- anum en það hefur hallað á konur í geiranum og því er mikilvægt að taka stöðuna og kanna þeirra upplifun. Með könnuninni hefur KÍO stigið mikilvægt og þarft skref í upplýsingaöflun um geirann í heild sinni.“ Ánægjulegar niðurstöður Í síðustu könnun var svo könnuð líðan allra í geiranum. Var það krafa frá körlunum að fá að vera með? „Í síðustu könnun var ákveðið að kanna líðan alls starfsfólks óháð kyni þar sem eitt af mark- miðunum var að skoða mun á milli kynja. Það er bæði áhugavert að fá samanburðinn, hvort það er munur á upplifun kynjanna af starfi sínu og starfsumhverfi, og eins sá félagið tækifæri til að fá yfirsýn yfir heila starfsgrein. Svar- hlutfall í könnuninni var mjög hátt og ætti því að gefa góða mynd af stöðunni,“ segir Heiða. Hver er líðan fólks og hafa orðið einhverjar breytingar hjá kon- unum á milli ára? „Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Við höfum séð að starfsánægja í fyrri könnunum hefur mælst há og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Ég mæli með að fólk kynni sér könnunina enn betur á kio.is,“ segir Heiða. Mikil starfsánægja mælist hjá Orkusölunni „Við hjá Orkusölunni höfum síðustu tvö ár verið með mann- auðsmælingar innanhúss til að fá enn skýrari mynd af eigin starf- semi. Sú könnun kemur mjög vel út og er í góðu samræmi við könnun KÍÓ. Við sjáum í okkar könnunum að það sem skiptir starfsfólk miklu máli er sveigjanlegur vinnutími og möguleiki á fjarvinnu. Það skiptir einnig miklu máli að það ríki góð liðsheild innan fyrirtækisins og hvatning frá stjórnendum ýtir undir starfsánægju,“ segir Heiða. „Við sjáum líka að sjálfstæði til ákvarðanatöku er stór áhrifa- þáttur og kröfur um árangur er eitthvað sem starfsfólk kallar eftir. Við erum stöðugt að mæla og það skiptir gríðarlega miklu máli að við rýnum í niðurstöður og komum auga á hvar við getum bætt okkur. Við verðum að setja okkur háleit markmið þegar kemur að líðan starfsfólks og vinna stöðugt að úrbótum.“ Jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu Orkusalan hlaut í fyrra jafnlauna- vottun frá Jafnréttisstofu. „Jafnlaunavottun er mikilvægur þáttur í okkar velferð og er stefna Orkusölunnar að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn- verðmæt störf, þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Við hjá Orkusölunni erum stolt af þessum góða árangri í jafnréttismálum og fögnum því að vera komin í hóp fyrirtækja sem hafa stigið þetta mikilvæga skref í átt að auknu jafnræði í íslensku samfélagi,“ segir Heiða. Fjölbreyttur hópur starfsmanna Heiða segir að mikilvægt sé að starfsemi Orkusölunnar hafi á að skipa fjölbreyttum hópi starfs- manna, þar á meðal þegar kemur að kynjaskiptingu. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa fjölbreyttan hóp starfsmanna með ólíkan bakgrunn og reynslu. Fjölbreytni eykur þekkingu fyrirtækisins sem hjálpar okkur að auka samkeppnishæfni og ná markmiðum fyrirtækisins,“ segir Heiða. Orkusalan var stofnuð árið 2006 og er eina sölufyrirtæki raforku hér á landi sem hefur kolefnis- jafnað eigin framleiðslu. Rafmagn Orkusölunnar er eingöngu fram- leitt með vatnsafli og er því allt rafmagn fyrirtækisins framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það tekur aðeins eina mínútu að skipta yfir til Orkusöl- unnar en Orkusalan selur rafmagn um allt land. n Nánari upplýsingar má finna á vef- síðunni orkusalan.is Mikil starfsánægja í orkugeiranum  Heiða Halldórsdóttir er markaðsstjóri Orkusölunnar. MYNDIR/ElísabEt blöNDal Frá vinstri eru: Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Baldursdóttir, Sunneva Árnadóttir, Lilja Sóley Pálsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir og Áslaug Sól Sigurðardóttir. Þær starfa allar á fjármálasviði Orkusölunnar. kynningarblað 53FIMMTUDAGUR 26. janúar 2023 Félag kvenna í atvinnulíFinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.