Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 92
Ýmsir áhorfendur geta eflaust tengt við hug- myndina að klippa alfarið á samskipti við einhvern sem maður á ekki lengur samleið með. Svíar gapandi yfir gleðigeðveikinni KviKmyndir The Banshees of Inisherin Leikstjórn: Martin McDonagh Leikarar: Colin Farrell, Brendan Gleeson, Kerry Condon Arnar Tómas Valgeirsson The Banshees of Inisherin er fjórða mynd leikstjórans Martin McDo- nagh sem getið hefur sér gott orð fyrir kolsvartan húmor í bland við vel skrifað drama. Myndin á sér stað á írsku eyjunni Inisherin og segir frá þeim Pádraic og Colm sem voru einu sinni bestu vinir þar til einn daginn þegar sá síðarnefndi slítur vináttunni. Engin ástæða virðist vera fyrir vinslitunum en Colm ber því við að honum líki hreinlega ekki við Pádraic lengur. Colm biður Pádraic vinsamlegast að eiga engin sam- skipti við sig framvegis, vinalega í fyrstu en síðar meir hótar Colm að skaða sig ef Pádraic svo mikið sem yrði á hann. Þvermóðska á Inisherin Gleeson og Farrell snúa aftur til liðs við McDonagh en þeir léku eftirminni- lega saman í fyrstu mynd hans, In Bruges. Líkt og fyrri myndir McDonagh er The Banshees of Inisherin í senn mjög fyndin og ansi tragísk. Þver- móðska og tilgangslausar erjur eru leiðarstef í myndinni sem gerist einmitt í írsku borgarastyrjöldinni. Ýmsir áhorfendur geta eflaust tengt við hugmyndina að klippa alfarið á samskipti við einhvern sem maður á ekki lengur samleið með, en myndu þó ekki leggja í jafn harkalegar aðgerðir og Colm til þess. Brendan Gleeson og Colin Farrell fara á kostum saman og þau Kerry Condon og Barry Keoghan standa sig prýðilega í aukahlutverkum. Írska landslagið á skálduðu eyjunni er gullfallegt og þótt söguupp- byggingin sé örlítið hæg þá ætti áhorfendum aldrei að leiðast þegar augnayndið er svo ríkulegt. Á heild- ina litið er fjórða mynd McDonagh vel heppnuð tragikómedía sem gæti réttilega verið í uppáhaldi fólks á katalóg leikstjórans. n niðurstaða: Vel heppnuð tragikómedía um þvermóðsku, vinslit og tilgangslausar erjur. Íslendingar voru mun hressari utan vallar en innan á HM í handbolta þar sem mörg kunnugleg andlit dúkkuðu upp. „Stemningin var stórkostleg,“ segir grínarinn Hjálmar Örn Jóhannsson og bendir á að Svíar hafi haft á orði að þeir hafi aldrei séð neitt í líkingu við það þegar bláa hafið skall á stúkunni með sína kátínublöndnu íslensku geðveiki. benediktboas@frettabladid.is toti@frettabladid.is Fótboltamæðg- inin Ragnhildur Sveinsdóttir og Daníel Tristan Guðjohnsen, sem leikur með Malmö, skelltu sér á leik í fullum skrúða með gleðina að vopni. Myndir/Matthías Finns Hjálmar Örn Jóhanns- son var pínu áhyggju- fullur á Svíaleiknum en segist þrátt fyrir allt hafa farið kátur heim eftir sigur á Brössum í loka- leiknum. Baldur Guð- mundsson var blaða- maður Fréttablaðsins, DV og svo Morgunblaðs- ins. Hann hafði puttana á púlsinum lengi og leit við í Svíþjóð þar sem þjóðarpúlsinn sló. Þeir Bjarki Sigurðsson, fyrrverandi landsliðshetja og Hörður Sveinsson, fyrr- verandi marka- skorari Kefl- víkinga, voru eiturhressir í stúkunni gegn Svíum. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 26. jAnúAR 2023 fiMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.