Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 5
 veruleg formbinding umræðna þar sé að öllu leyti af hinu góða. Finna verður eðlilegt jafnvægi á milli þess markmiðs að skapa gegnsæi um störf ríkisstjórnarinnar annars vegar og mikilvægi þess að ráðherrarnir séu ekki heftir í því að ræða opinskátt um mikilvæg málefni sem nauðsynlegt er að ræða á ríkisstjórnarfundum, sbr. 17. gr. stjórnarskrárinnar og 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 115/2011. Með þetta í huga er athyglisvert að rýna í forsendur nýlegs dóms Lands­ dóms frá 23. apríl 2012 í máli fyrrverandi forsætisráðherra. Þar er nokkuð rætt um eðli og tilgang ríkisstjórnarfunda, en ástæða er til að staldra við þessar forsendur þegar hugað er að framkvæmd 4. mgr. 7. gr. laga nr. 115/2011 um hljóðritanir á slíkum fundum. Eins og alkunna er var forsætisráðherrann fyrrverandi m.a. ákærður og sakfelldur af meirihluta Landsdóms fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að ræða mikilvæg stjórnarmálefni tengd banka­ hruninu í ríkisstjórn á árinu 2008. Var það talið í andstöðu við 17. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. c­lið 8. gr. laga nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð. Eðli máls samkvæmt gefst ekki tóm á þessum vettvangi til að reifa forsendur meiri­ og minnihluta Landsdóms í heild sinni. Í forsend­ um meirihlutans er eðli og tilgangur ríkisstjórnarfunda rakin. Þann­ ig segir á bls. 370 að við mat á hvort málefni telst mikilvægt í merk­ ingu 17. gr. stjórnarskrárinnar skipti „öðru fremur máli hversu miklu það varðar hagsmuni ríkisins og alls almennings að fjallað sé um mál á fundum ríkisstjórnarinnar, en það [sé] sá vettvangur sem ráðherrum ber eftir stjórnarskránni að nýta fyrir pólitískt samráð sín á milli um æðstu stjórn ríkisins og stefnumótun í mikilvægum málefnum þess“. Þessu til viðbótar segir svo á bls. 383: Umgjörð [ríkisstjórnarfunda] tekur ekki síst mið af því að á þeim vettvangi eigi ráðherrar sem æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins að geta ráðið ráðum sínum og rætt mikilvæg málefni í trúnaði og fyrir luktum dyrum, enda hvílir sem fyrr segir rík skylda á ráðherrum til að skýra ekki frá því, sem þar kemur fram um slík trúnaðarmál. Samkvæmt þessu er ljóst að stjórnskipunin gerir beinlínis ráð fyrir því að ráðherrar nýti ríkisstjórnarfundi til skrafs og ráðagerða um stefnumótandi málefni í þágu lands og þjóðar. Því verður að gæta þess að hljóðritanir á slíkum fundum skapi ekki það andrúms­ loft að ráðherrar veigri sér við að ræða þau málefni þar sem sam­ hæfing og samráð á milli þeirra kann að skipta verulegu máli fyrir rétta úrlausn mála. Nauðsynlegt er því að taka það til gaumgæfi­ legrar athugunar hvort og þá hvernig það fyrirkomulag, sem 4. mgr. 7. gr. laga nr. 115/2011 gerir ráð fyrir, samrýmist eðli og tilgangi ríkis­ stjórnarfunda eins og þeim er nú fyrir komið samkvæmt stjórnar­ skrá og öðrum ákvæðum sömu laga. Upp á það vantaði að nægileg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.