Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 47
 stóll neitaði að beita ófrávíkjanlegri reglu erlends ríkis þar eð hún væri í andstöðu við góða siði og allsherjarreglu hér á landi. Sem dæmi um beitingu reglunnar í dómaframkvæmd má nefna enskan dóm, Kaufman gegn Gerson.86 Dómurinn féll fyrir gildistöku Rómarsamningsins en sýnir engu að síður hvernig reglunni er beitt í framkvæmd. Tveir franskir aðilar gerðu með sér samning um að annar þeirra greiddi hinum peninga gegn því að fallið yrði frá sak­ sókn í Frakklandi á hendur eiginmanni annars málsaðilans. Samn­ ingurinn, sem kom fyrir dóm í Englandi, var talinn gildur sam­ kvæmt frönskum lögum, en að mati dómsins fór hann hins vegar í bága við allsherjareglu í Englandi og náðu dómkröfur því ekki fram að ganga. Taka skal fram að íslenskum réttarfarslögum gæti verið beitt um þau tilvik sem heyra undir 16. gr. laga nr. 43/2000. Þannig er líka augljóst að ekki þarf erlenda skírskotun til þess að kröfur sem fara í bága við góða siði og allsherjarreglu nái ekki fram að ganga fyrir íslenskum dómstólum. Hér er vísað til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en samkvæmt ákvæðinu hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Kröfur sem fara augljóslega gegn grundvallarreglu, réttarvitund eða siðferðisvitund hér á landi njóta ekki lögverndar og kröfuhafi slíkrar kröfu telst ekki hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn máls þar sem slík krafa er höfð uppi. Ákvæði sambærilegt því sem hér hefur verið fjallað um, þ.e. það sem nefnt hefur verið public policy, er að finna í 21. gr. Róm­ arreglugerðarinnar sem leysir af hólmi 16. gr. Rómarsamningsins. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á ákvæðinu. 6. LOKAORÐ Í þessari grein hefur verið farið yfir meginreglur um lagaval innan samninga sem og undantekningar frá þessum meginreglum. Meg­ inreglur þessar og undantekningar frá þeim koma fram í lögum nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar. Setning laga nr. 43/2000 hafði það yfirlýsta markmið að samræma lagaskilareglur í samn­ ingarétti við lög landa sem voru aðilar að Rómarsamningnum, sem samþykktur var árið 1980, en lögin byggja að verulegu leyti á þeim samningi. Ákvæði 3. og 4. gr. laga nr. 43/2000 kveða á um helstu megin­ reglur um lagaval innan samninga. Í 3. gr. felst að samningsaðilar geta komið sér saman um hvaða lög gilda um samning þeirra og er 86 [1904] 1 KB 591.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.