Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 91

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 91
 viðkomandi brots.30 Slík gögn eru hins vegar iðulega notuð til stuðn­ ings kröfum samkvæmt 26. gr. á meðan kröfur vegna kynferðisbrota á grundvelli 4. gr. virðast sem fyrr segir sjaldgæfar. Hefur Hæsti­ réttur þó sérstaklega vikið að möguleikum brotaþola til að krefjast slíkra bóta auk bóta samkvæmt 26. gr. Þannig sagði í dómi Hæsta­ réttar frá 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009, að við ákvörðun bóta sam­ kvæmt 26. gr. væri „meðal annars litið til þess að óvíst er hvort A kunni að auki að eiga kröfu til bóta fyrir varanlegan miska eða var­ anlega örorku samkvæmt öðrum ákvæðum skaðabótalaga“. Að skilunum á milli 4. gr. annars vegar og 26. gr. hins vegar verður nánar komið í 4. kafla. 2.5 Bætur fyrir varanlega örorku Í 1. mgr. 5. gr. skaðabótalaga kemur fram að valdi líkamstjón varan­ legri skerðingu á getu til að afla vinnutekna eigi tjónþoli rétt á bót­ um fyrir varanlega örorku. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. nema slíkar bætur margfeldi þriggja liða, þ.e. örorkustigi tjónþola samkvæmt 5. gr., árslaunum hans samkvæmt 7. gr. og svonefndum margfeldis­ stuðli, sem settur er fram í töflu í 6. gr. Skaðabótalögin hafa að tak­ mörkuðu leyti að geyma bein fyrirmæli um matið á örorkustiginu,31 en markmið slíks mats er að komast að niðurstöðu um það hvort og þá í hve miklum mæli tjónþoli tapi tekjum í framtíðinni vegna lík­ amstjóns síns.32 Matið fer fram á öðrum forsendum en matið á varan­ legum miska33 en á það sammerkt að tjónþoli getur ekki leitað til dómstóls og ætlast til þess að hann dragi ályktun um tiltekið ör­ orkustig út frá fyrirliggjandi gögnum heldur þarf að liggja fyrir matsgerð. Þá er það einnig sammerkt með þessum bótaliðum að afar sjaldgæft virðist að krafist sé bóta samkvæmt þeim í tilviki kyn­ 30 Svo litið sé til nýlegrar dómaframkvæmdar skal bent á dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2011 í máli nr. 602/2010, dóm Hæstaréttar frá 7. apríl 2011 í máli nr. 570/2010, dóm Hæstaréttar frá 3. febrúar 2011 í máli nr. 385/2010, dóm Hæstaréttar frá 28. október 2010 í máli nr. 204/2010, dóm Hæstaréttar frá 23. september 2010 í máli nr. 196/2010, dóm Hæstaréttar frá 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, dóm Hæstaréttar frá 20. maí 2010 í máli nr. 448/2009, dóm Hæstaréttar frá 20. maí 2010 í máli nr. 620/2009, dóm Hæstaréttar frá 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009, dóm Hæstaréttar frá 6. maí 2010 í máli nr. 25/2010, dóm Hæstaréttar frá 4. mars 2010 í máli nr. 672/2009, dóm Hæsta­ réttar frá 28. janúar 2010 í máli nr. 366/2009, dóm Hæstaréttar frá 17. desember 2009 í máli nr. 619/2009, dóm Hæstaréttar frá 1. október 2009 í máli nr. 141/2009, dóm Hæstaréttar frá 28. maí 2009 í máli nr. 58/2009, dóm Hæstaréttar frá 19. febrúar 2009 í máli nr. 569/2008 og dóm Hæsta­ réttar frá 5. febrúar 2009 í máli nr. 258/2008. 31 Í 2. mgr. 5. gr. segir þó að þegar tjón vegna örorku sé metið skuli líta til þeirra kosta sem tjónþoli eigi til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt sé að ætlast til að hann starfi við. Í 3. mgr. 5. gr. segir síðan að örorka tjónþola reiknist í hundraðshlutum (örorkustigum). 32 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 671. 33 Örorkumatið er ekki læknisfræðilegt heldur fjárhagslegt (félagslegt), auk þess sem það er ekki almennt heldur einstaklingsbundið, sjá Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 699­670.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.