Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 13

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 13
11 Þá sungu sólargeislarnir söngljóð um göngumanninn, sem hvirfilvindurinn svifti af kápunni og feykti henni burt á fljúg- andi ferð: „Hjúpnum náði vindurinn, en manninum ekki, þið afísins börn getið gripið manninn höndum, en ekki haldið honum; hann er andlegra eðlis en við enda sjálf. Hann stígur hærra heldur en hún móðir okkar, sólin sjálf. Hann hefir töfraorðið, sem bindur vind og vatn, svo að þau verða að hlýða honum. Þið leysið hann und- an hinu þunga, þrýstandi fargi og hann lyftir sér hærra.“ Dýrðlega hljómaði þessi klukkuómandi kórsöngur. Á hverjum morgni leituðu sólargeislarnir inn um gluggann þann hinn eina, sem var á húsi móðurafans, og skinu þá á barnið stilta dætur sólargeislanna, kystu það; þær vildu þíða, bræða og burt- nema ískossana, sem jökladrottningin hafði gefið því, þar sem það lá í fangi andaðrar móður sinnar niðri í ísgjánni, og frelsaðist þaðan svo undursamlega. II. FÖRIN TIL NÝJA HEIMKYNNISINS Nú var Rúði fullra átta ára; föðurbróðir hans í Rónedalnum vill taka hann til sín, svo að hann fengi lært eitthvað og komist áfram. Móðurafi hans lét sér það líka skiljast og slepti honum frá sér. Rúði varð því að fara. Voru nú fleiri en móðurafi hans, sem hann þurfti að kveðja og skal fyrst til nefna Ajola, hundinn gamla. ,,Hann faðir þinn var póstekill og eg var pósthundur," sagði Ajola. „Við höfum keyrt upp á móti og ofan í móti; eg þekki hund- ana og mannfólkið sömuleiðis t’yrir handan fjöllin. Eg hefi aldrei margmáll verið, en nú býst eg við að styttist í því, að við tölum mikið saman, og því mun eg tala dálítið meira en eg mundi gera annars; eg ætla að segja þér sögu, sem eg hefi dragnast með lengi og melt með sjálfum mér; eg botna ekkert í henni og það munt þú ekki gera heldur, en það kemur nú alt í sama stað niður, því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.