Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Qupperneq 32
30
Og Rúði lét kyssa sig, en auðséð var á andlitinu, að ekki var
honum um það. Það var smávegis heimilisböl, sem hann varð að
sætta sig við.
,,En hvað þú ert fallegur, Rúði,“ sagði sú gamla.
„Vertu ekki að telja mér trú um það,“ svaraði Rúði hlæjandi;
honum þótti þó hálfvænt um það.
,,Eg segi það aftur,“ mælti sú gamla, „hamingjan er með þér.“
„Já, það held eg þú segir satt, og því vil eg trúa,“ ansaði Rúði
og hugsaði til Babettu.
Aldrei hafði hann áður verið eins heimfús í dalinn sinn djúpa.
„Nú hljóta þau að vera komin heim,“ sagði hann við sjálfan
sig. „Það eru komnir tveir dagar yfir þann tíma, sem þau ætluðu
að vera komin heim. Eg verð að bregða mér til Bex.“
Og Rúði kom til Bex, og mylnufyrirfólkið var heima. Var hon-
um vel fagnað og kveðjur bornar frá skyldfólkinu í Interlaken.
Babetta var fátöluð. Hún var orðin svo þegjandaleg, en augun
töluðu, og það var Rúða nóg. Mylnumaðurinn var að jafnaði einn
um að tala; hann var því vanastur, að menn hlógu að skrítlum og
orðhnyttni hans, hins sterkríka mylnueiganda. En nú var eins og
hann vildi heldur heyra Rúða tala og hlýða á frásagnir hans um
veiðiæfintýri, vegarþrautir og mannhættur, sem gemsuveiðarar
eiga í á háf jöllum, og hversu þar verður að krafla sig áfram eftir
hinum ótryggu hengisköflum, sem veður og vindur hefir barið
saman utan í fjallsbrúnina, eða þá um hinar glæfralegu snjó-
brýr, sem skafbyljirnir hafa orpið saman yfir hyldýpis gjár og
sprungur.
Rúði var svo djarflegur ásýndum og ljómi stóð af augum hans,
er hann sagði af veiðimannalífinu, viturleik gemsanna og stökk-
fimi þeirra, aflsemi jökulvindanna og steypihruni snjóflóðanna;
hann fann það fullgjörla, að með hverri nýrri lýsingu vann hann
hylli mylnumannsins og það sem honum einkum geðjaðist að,
var frásögnin um lambagammana og kóngsernina.
Nú var arnarhreiður ekki ýkjalangs burtu í Wallis-kantónu;
það var mjög svo ha glega bygt inn undir framslútandi f jallabrún;
í því var ungi að sögn, og enginn vegur að ná honum. Orð lék á,
að Englendingur hefði fyrir fáum dögum boðið Rúða fulla lúku