Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 49

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 49
47 tímanum gæti orðið að framkvæmd? Hann hafði tapað hringnum hennar og í því tapi einmitt hafði hún unnið hann aftur. Mundi hún geta skriftað fyrir honum? Það var eins og hjarta hans ætlaði að bresta, þegar hann hugsaði til hennar, það rifjuðust upp svo margar endurminningar, hann sá hana ljóslifandi, hlæjandi í barnslegri ofurkæti, margt ástríkt orð, sem hún hafði talað af ríkri hjartans tilfinningu flaug nú eins og sólglampi í brjóst hon- um og brátt var þar inni fyrir orðið eintómt sólskin utan um Babettu. Jú, hún hlyti að geta gengið til skrifta við sig og það skyldi hún líka gera. Hann kom í mylnuna og var tekið til skriftanna, þær byrjuðu með kossi og kom það út að lokum, að Rúði var syndarinn; hans mikla ávirðing var sú, að geta efast um trúnað Babettu; það var andstyggilega gert af honum og slík tortryggni, slík ákefð gæti steypt þeim báðum í ógæfu. Jú, það kynni nú að vera, og svo flutti Babetta ofur lítið ræðukorn, sem sjálfri henni fanst ágætt og varð líka yndislegt í hennar munni, en alt um það, í einu hafði Rúði rétt fyrir sér, því sem sé, að frændi guðmóður væri api, en alt um það, hún sagðist mundu brenna kverið sem hann hafði gefið sér og ekkert vilja eiga í eigu sinni, sem gæti mint sig á hann. ,,Þá er það búið, sem betur fór,“ sagði stofukötturinn. ,,Rúði er nú kominn hingað aftur; þau skilja hvort annað, og það á að vera sú æðsta hamingja, að því er þeim þykir.“ ,,En það heyrði eg rotturnar segja í nótt,“ sagði eldhúsköttur- inn, „að sú æðsta hamingja væri að eta tólgarkerti og að hafa kappnóg af skemmdu fleski. Hverjum á nú heldur að trúa, rottun- um eða trúlofaða fólkinu?" ,,Hvorugum,“ svaraði stofukötturinn, ,,það er ævinlega það vissasta.“ Hin æðsta hamingja var nú einmitt í vændum fyrir Rúða og Babettu, sá æðsti unaðsdagur mannlegrar æfi að því er sagt er. En ekki átti að gefa þau saman í kirkjunni í Bex og ekki á heimili mylnumannsins; guðmóðir vildi láta brúðkaupið standa hjá sér og að hjónavígslan færi fram í litlu kirkjunni prýðilegu í Montreux. Mylnumaðurinn hélt því eindregið fram, að þetta væri látið eftir henni; hann vissi einn, hvað guðmóðir hafði fyrirhugað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.