Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 49
47
tímanum gæti orðið að framkvæmd? Hann hafði tapað hringnum
hennar og í því tapi einmitt hafði hún unnið hann aftur. Mundi hún
geta skriftað fyrir honum? Það var eins og hjarta hans ætlaði
að bresta, þegar hann hugsaði til hennar, það rifjuðust upp svo
margar endurminningar, hann sá hana ljóslifandi, hlæjandi í
barnslegri ofurkæti, margt ástríkt orð, sem hún hafði talað af
ríkri hjartans tilfinningu flaug nú eins og sólglampi í brjóst hon-
um og brátt var þar inni fyrir orðið eintómt sólskin utan um
Babettu.
Jú, hún hlyti að geta gengið til skrifta við sig og það skyldi
hún líka gera.
Hann kom í mylnuna og var tekið til skriftanna, þær byrjuðu
með kossi og kom það út að lokum, að Rúði var syndarinn; hans
mikla ávirðing var sú, að geta efast um trúnað Babettu; það var
andstyggilega gert af honum og slík tortryggni, slík ákefð gæti
steypt þeim báðum í ógæfu. Jú, það kynni nú að vera, og svo flutti
Babetta ofur lítið ræðukorn, sem sjálfri henni fanst ágætt og varð
líka yndislegt í hennar munni, en alt um það, í einu hafði Rúði
rétt fyrir sér, því sem sé, að frændi guðmóður væri api, en alt um
það, hún sagðist mundu brenna kverið sem hann hafði gefið sér
og ekkert vilja eiga í eigu sinni, sem gæti mint sig á hann.
,,Þá er það búið, sem betur fór,“ sagði stofukötturinn. ,,Rúði
er nú kominn hingað aftur; þau skilja hvort annað, og það á að
vera sú æðsta hamingja, að því er þeim þykir.“
,,En það heyrði eg rotturnar segja í nótt,“ sagði eldhúsköttur-
inn, „að sú æðsta hamingja væri að eta tólgarkerti og að hafa
kappnóg af skemmdu fleski. Hverjum á nú heldur að trúa, rottun-
um eða trúlofaða fólkinu?"
,,Hvorugum,“ svaraði stofukötturinn, ,,það er ævinlega það
vissasta.“
Hin æðsta hamingja var nú einmitt í vændum fyrir Rúða og
Babettu, sá æðsti unaðsdagur mannlegrar æfi að því er sagt er.
En ekki átti að gefa þau saman í kirkjunni í Bex og ekki á
heimili mylnumannsins; guðmóðir vildi láta brúðkaupið standa
hjá sér og að hjónavígslan færi fram í litlu kirkjunni prýðilegu
í Montreux. Mylnumaðurinn hélt því eindregið fram, að þetta væri
látið eftir henni; hann vissi einn, hvað guðmóðir hafði fyrirhugað