Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 54

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 54
52 En kalt og djúpt var ísvatnið tæra úr jöklinum. Rúði leit niður í það, rétt sem snöggvast, og þá þótti honum sem hann sæi gull- hring renna blikandi og tindrandi — kom honum þá í hug týndi trúlofunarhringurinn hans, og hringurinn varð stærri og víkkaði út í ljómandi hvirfingu og innan í henni stirndi á frostglæjan jökulinn — endalaus gjádýpi ginu þar alt í kring og vatnið draup klingjandi álíkt klukknaspili og lýsandi með bláhvítum logum; í einum svip sá hann þá þar það, sem vér fáum ekki sagt öðruvísi en með mörgum orðum og í löngu máli. Ungir veiðimenn og ungar stúlkur, menn og konur, sem einhvern tíma fyrrum höfðu hrapað í jökulgjárnar, alt stóð nú þarna ljóslifandi með opin augun og bros á vörum, og djúpt undir þeim ómaði kirkjuklukkna hringing úr sokknum borgum; söfnuðurinn kraup á kné undir kirkjuhvelf- ingunni, klakastykki mynduðu orgel-pípurnar og fjallastraumur- inn beljandi gerði orgelsönginn. — Isjungfrúin sat á björtum, gagn- sæjum botninum, hún reis upp á móti Rúða, hún kysti fætur hans, fór þá ískaldur helstingur um limi hans — rafmagnskippur — ís og eldur, það er ekki gott að greina í sundur, viðkoman var svo snögg. „Minn, minn,“ ómaði í kringum hann og innan í honum. „Eg kysti þig, þegar þú varst lítill, kysti þig á munninn, nú kyssi eg þig á tána og hælinn; minn ert þú allur.“ Og hann hvarf í vatninu blátæru. Alt var kyrt, kirkjuklukk- urnar hættu að hringja, síðustu tónarnir hurfu með ljómanum á hinum rauðu skýjum. „Þú ert minn,“ hljómaði í djúpinu. „Þú ert minn,“ hljómaði frá hinu óendanlega. Dásamlegt er að fljúga frá kærleik til kærleika, frá jörðunni inn í himininn. Það brast strengur, það kvað við sorgarhljómur, ískoss dauðans sigraði hið forgengilega, forslagurinn endaði til þess að lífs-sjón- leikurinn gæti byrjað. Kallarðu það raunasögu? Vesalings Babetta! Fyrir hana var þetta angistar tími. Bátinn rak æ lengra og lengra burt. Enginn vissi á landi, að ungu hjónin voru úti á litlu eynni. Kvöldið seig yfir. Það þyknaði í lofti og náttmyrkrið kom. Þarna stóð hún ein og kveinandi í örvæntingu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.