Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 54
52
En kalt og djúpt var ísvatnið tæra úr jöklinum. Rúði leit niður
í það, rétt sem snöggvast, og þá þótti honum sem hann sæi gull-
hring renna blikandi og tindrandi — kom honum þá í hug týndi
trúlofunarhringurinn hans, og hringurinn varð stærri og víkkaði
út í ljómandi hvirfingu og innan í henni stirndi á frostglæjan
jökulinn — endalaus gjádýpi ginu þar alt í kring og vatnið draup
klingjandi álíkt klukknaspili og lýsandi með bláhvítum logum;
í einum svip sá hann þá þar það, sem vér fáum ekki sagt öðruvísi
en með mörgum orðum og í löngu máli. Ungir veiðimenn og ungar
stúlkur, menn og konur, sem einhvern tíma fyrrum höfðu hrapað
í jökulgjárnar, alt stóð nú þarna ljóslifandi með opin augun og
bros á vörum, og djúpt undir þeim ómaði kirkjuklukkna hringing
úr sokknum borgum; söfnuðurinn kraup á kné undir kirkjuhvelf-
ingunni, klakastykki mynduðu orgel-pípurnar og fjallastraumur-
inn beljandi gerði orgelsönginn. — Isjungfrúin sat á björtum, gagn-
sæjum botninum, hún reis upp á móti Rúða, hún kysti fætur hans,
fór þá ískaldur helstingur um limi hans — rafmagnskippur — ís
og eldur, það er ekki gott að greina í sundur, viðkoman var svo
snögg.
„Minn, minn,“ ómaði í kringum hann og innan í honum. „Eg
kysti þig, þegar þú varst lítill, kysti þig á munninn, nú kyssi eg
þig á tána og hælinn; minn ert þú allur.“
Og hann hvarf í vatninu blátæru. Alt var kyrt, kirkjuklukk-
urnar hættu að hringja, síðustu tónarnir hurfu með ljómanum á
hinum rauðu skýjum.
„Þú ert minn,“ hljómaði í djúpinu. „Þú ert minn,“ hljómaði frá
hinu óendanlega.
Dásamlegt er að fljúga frá kærleik til kærleika, frá jörðunni
inn í himininn.
Það brast strengur, það kvað við sorgarhljómur, ískoss dauðans
sigraði hið forgengilega, forslagurinn endaði til þess að lífs-sjón-
leikurinn gæti byrjað.
Kallarðu það raunasögu?
Vesalings Babetta! Fyrir hana var þetta angistar tími. Bátinn
rak æ lengra og lengra burt. Enginn vissi á landi, að ungu hjónin
voru úti á litlu eynni. Kvöldið seig yfir. Það þyknaði í lofti og
náttmyrkrið kom. Þarna stóð hún ein og kveinandi í örvæntingu