Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 57
Axel Thorsieinson:
ENDURMINNINGAR
SVIPMYNDIR ÚR BERNSKU
Fyrir nokkrum dögum rifjaðist upp fyrir mér gömul minning
frá bernskuárum mínum, mynd af reykvískum konum, sem gengu
í röð upp bryggju, hver með sinn kolapoka á bakinu, margar
kvennanna nokkuð við aldur og slitnar. Það var verið að skipa
upp kolum. Þau voru flutt frá kolaskipi í uppskipunarbátum að
einni bátabryggjunni. Pokunum var lyft á bök kvennanna, sem
urðu að rogast með þá upp langa bryggju og í „kolaport“, all-
langa leið.
Ég man ekki dæmi um notkun handvagna við þetta starf á þess-
um tíma. Mýkra hefir það verið við bakið, er konur báru þvotta-
pokana sína inn í laugar. Og konur dældu vatni úr vatnspóstinum
og báru í hús.
Minningarnar um konur við þessi og önnur útistörf komu eðli-
lega fram í hugann á Kvennafrídeginum nú fyrir skemmstu, glöð-
um og góðum degi, sem vonandi er eins og fyrirheit um bættan
hag og fullan rétt til allra landsins kvenna.*
Það hefir stundum flögrað að mér á langri ævi, að líkja mætti
þeim minningum, sem mörgum eru dýrmætastar, bernskuminning-
unum. við hina fögru og litauðugu steina Glerhallarvíkur undir
Tindastóli, sem eru arfur aldanna og náttúruaflanna, við dýrgripa-
safn, skilið eftir við hið yzta haf, fágað af mundum þeirra til hinn-
ar fullkomnustu æ skínandi fegurðar, áratugum, ef til vill öldum
saman. Og þeirri hugsun skaut upp í huga mínum, að mannshug-
inn ætti líka sína Glerhöll fagurra, litríkra steina, sem urðu æ
* Grein þessi birtist í Jólablctði Vikunnar í hitteð fyrra, að beiðni ritstjórans,
en aðeins að hluta, og er nú birt í heild, sem einn þáttur endurminninga minna,
en á þeim mun verða framhald, meðan aldur og heilsa leyfir,