Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 59
57
Ég var yngstur barna foreldra minna, mætti kallast aldamóta-
barn, því að ég var að eins um það bil fimm ára á þessum tíma-
mótum. Og meðal hinna fyrstu minninga minna eru sumar frá
aldamótunum sjálfum, sumar óljósar, en Austurvöllur var orð-
inn leikvöllur okkar fyrir þau. Það voru ekki nema tvö eða þrjú
stökk yfir götuna (Thorvaldsensstræti) og gegnum girðinguna
um völlinn, plankagirðingu, en ein aðalskemmtunin var að vega
salt á miðslá hennar. Þá var styttan af Albert Thorvaldsen á miðj-
um Austurvelli, gegnt Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, en aust-
an megin syðst hús Kristjáns Jónssonar háyfirdómara, allt af
kallaður assessor á þessum árum, þá hús athafnamannsins Thors
Jensens (þar sem Borgin er), vöruskemmur (pakkhús) og Godt-
haab (verzlun hans), þar sem Reykjavíkur Apótek er nú. Norðan
megin vallarins Frönsku húsin, tjörguð, en þar voru til húsa
franskir sjómenn, oft heilar skipshafnir skipbrotsmanna, á heim-
leið. Það voru kátir karlar, sem sungu og spiluðu á munnhörpur
og harmonikkur, yfirleitt ákaflega barngóðir.
Á Austurvelli voru ræður haldnar og sungið á hátíðisdögum —
leikið á horn, á slíkum dögum og góðviðrisdögum á sumrum — og
orð eins og hornaflokkur og hornablástur enn algeng, — allt af
streymdu menn að þegar eitthvað var um að vera niður á Austur-
völl. Og þegar boðið var upp á hornamúsík þar, stóðu menn ekki
eins og rígnegldir í sömu sporum, heldur var gengið kringum
völlinn. Og hér var skautafélag starfandi, og fyrir kom, að spraut-
að var á völlinn og farið á skauta, en annars oftast á Tjörninni.
Austurvöllur var miðdepill alls á bernskuárunum, og oft gleðinnar.
Og er hann það ekki enn í margra augum?
Minningarnar um aldamótahátíðina urðu mér minnisstæðar og
iðulega hefi eg rifjað þær upp. Margt stendur mér því enn skýrt
fyrir hugskotsaugum, þótt sumt sé óljóst, einkum frá kvöldinu,
þegar á það leið. Ég man vel hve andrúmsloftið var breytt, til-
hlökkun, eftirvænting í allra brjóstum, ekki síður barnanna en
hinna fullorðnu. Við systkinin vissum, að á Austurvelli átti allt
að vera ljósum prýtt, og að viðbúnaður var til þess, að birtu bæri
einnig úr gluggum húsanna við Austurvöll og víðar. Smíðaðar
hÖfðu verið mjóar, lausar hillur, og boraðar í þær göt fyrir kerti,