Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 59

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 59
57 Ég var yngstur barna foreldra minna, mætti kallast aldamóta- barn, því að ég var að eins um það bil fimm ára á þessum tíma- mótum. Og meðal hinna fyrstu minninga minna eru sumar frá aldamótunum sjálfum, sumar óljósar, en Austurvöllur var orð- inn leikvöllur okkar fyrir þau. Það voru ekki nema tvö eða þrjú stökk yfir götuna (Thorvaldsensstræti) og gegnum girðinguna um völlinn, plankagirðingu, en ein aðalskemmtunin var að vega salt á miðslá hennar. Þá var styttan af Albert Thorvaldsen á miðj- um Austurvelli, gegnt Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, en aust- an megin syðst hús Kristjáns Jónssonar háyfirdómara, allt af kallaður assessor á þessum árum, þá hús athafnamannsins Thors Jensens (þar sem Borgin er), vöruskemmur (pakkhús) og Godt- haab (verzlun hans), þar sem Reykjavíkur Apótek er nú. Norðan megin vallarins Frönsku húsin, tjörguð, en þar voru til húsa franskir sjómenn, oft heilar skipshafnir skipbrotsmanna, á heim- leið. Það voru kátir karlar, sem sungu og spiluðu á munnhörpur og harmonikkur, yfirleitt ákaflega barngóðir. Á Austurvelli voru ræður haldnar og sungið á hátíðisdögum — leikið á horn, á slíkum dögum og góðviðrisdögum á sumrum — og orð eins og hornaflokkur og hornablástur enn algeng, — allt af streymdu menn að þegar eitthvað var um að vera niður á Austur- völl. Og þegar boðið var upp á hornamúsík þar, stóðu menn ekki eins og rígnegldir í sömu sporum, heldur var gengið kringum völlinn. Og hér var skautafélag starfandi, og fyrir kom, að spraut- að var á völlinn og farið á skauta, en annars oftast á Tjörninni. Austurvöllur var miðdepill alls á bernskuárunum, og oft gleðinnar. Og er hann það ekki enn í margra augum? Minningarnar um aldamótahátíðina urðu mér minnisstæðar og iðulega hefi eg rifjað þær upp. Margt stendur mér því enn skýrt fyrir hugskotsaugum, þótt sumt sé óljóst, einkum frá kvöldinu, þegar á það leið. Ég man vel hve andrúmsloftið var breytt, til- hlökkun, eftirvænting í allra brjóstum, ekki síður barnanna en hinna fullorðnu. Við systkinin vissum, að á Austurvelli átti allt að vera ljósum prýtt, og að viðbúnaður var til þess, að birtu bæri einnig úr gluggum húsanna við Austurvöll og víðar. Smíðaðar hÖfðu verið mjóar, lausar hillur, og boraðar í þær göt fyrir kerti,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.