Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 81
79
Jónas var fæddur 1887 og hélt á menntabrautina, en hætti námi
1905. Hann skipaði sér, gæddur eldlegum áhuga og baráttukjarki,
i raðir landvarnarmanna og festi ást á bláhvíta fánanum, djarf-
ur og heill og voru þeir kostir einkennandi fyrir hann á ritstjórnar-
tíma hans vestur á Isafirði, en þar var hann ritstjóri blaðsins
Valur 1906-1907, en hleypti þá heimdraganum, ferðaðist um Eng-
land, Þýzkaland, Noreg og Danmörku og var blaðamaður í Kaup-
mannahöfn um hríð, orti mikið og skrifaði, og var þetta eins og
forleikur að því, að hann settist að síðar í Danmörku og varð þar
vinsæll og kunnur rithöfundur, en áður en sú breyting varð, kom
hann heim og var ritstjóri blaðsins Reykjavík 1909. Þá sá ég Jónas
næstum daglega, því að hann bjó í húsi Kristjáns Ó. Þorgríms-
sonar kaupmanns, örskammt frá húsi foreldra minna. Mér, þá 14
ara dreng, fannst mikið til um Jónas, sakir glæsileika hans og
framkomu allrar, sem heillaði því að hann „skar sig úr“ sem sá,
sem fæddur er til að vera heimsborgari. Snyrtimennska var hon-
um í blóð borin og engum gat dulist, að þar sem Jónas fór var
maður trúr sinni skáldköllun og það hefir vafalaust ráðið örlög-
um hans, að hann síðar fór aftur utan, hér gat hann ekki notið
S1n og hæfileika sinna. Hann bjó hér með fyrri konu sinni, sem
var norsk.
Og það var ekki frá svo miklu að hverfa, því að þau bjuggu
hér í sárri fátækt, en það segir ekki nema brot sögunnar. Ég
uian, að skömmu eftir burtför Jónasar og konu hans, er ég var
a gangi með föður mínum, að hann innti Kristján Ó. Þorgríms-
son eftir því, hvað hafði valdið, að Jónas hvarf frá ritstjórn
ihaldsblaðsins, og Kristján svaraði: Við gátum ekki notað hann
lengur. Og það svar segir sína sögu. Það var með upphafi X. ár-
gangs Reykjavíkurinnar, sem Jónas tók við ritstjórninni, en
>>Magnús B. Blöndal, gamall Heimastjórnarmaður“, lét af henni.
Þess var að eins getið í stuttri tilkynningu, að „gamall mótstöðu-
maður, hr. Jónas Guðlaugsson, taki við, og sambandsmálið hafi
úregið hann að Heimastjórnarflokknum, eins og svo fjölmarga af
mætustu og gömlu mótstöðumönnunum". En í 46. tbl. sama ár-
§angs tilkynnti stjórnarnefnd blaðsins ritstjóraskipti. „Það hefir
atvikast svo, að Jónas Guðlaugsson hefir látið af ritstjórn