Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 94
92
vilji úr hverjum andlitsdrætti. Þessir menn hafa sett sér mark,
sem þeir, ef því væri að skifta, létu líf sitt til þess að ná. Það er
framtíð barnanna þeirra, sem þeir hugsa um. „Enn er dimmt í
híbýlum okkar“, má lesa úr augum þeirra. ,,En niðjar okkar, börn-
in okkar — þau eiga ekki að búa við sömu kjör og við. I sólskin-
inu eiga þau að vinna frjáls, hlekkjalaus. Og sól menningarinnar
á að skína inn í hugi þeirra.“
Einstöku drykkjumannsandlit lít ég. En þau eru fá í skrúð-
göngunni. En margur maðurinn er orðinn slitinn. Nú koma kon-
urnar. Saumakonufélagið. Fölar, kinnfiskasognar, niðurbeygðar.
Þokkalega en fátæklega klæddar.
Ég stend á Karl Johansgötunni. Við hlið mér stendur sælkera-
legur maður, ístrubelgur. Gullkeðjan dinglar á maganum. Hend-
ur hans, luralegar og ljótar, eru alsettar hringum. Auðsjáanlega
einn, sem grætt hefir á stríðinu. Hann hefir gullspangargleraugu.
Ekki á nefinu. Hann heldur á þeim í hendinni. Hann ber þau upp
að augunum annað veifið, þegar fánar eru bornir fram hjá. Hann
gerir það til þess að sýna gleraugun. Augun eru hvöss og bera
engin merki sjóndepru. En á spönginni, sem festir saman ,,augun“,
eru fimm smáir, skínandi steinar.
Ég fer að líta í kringum mig. Þeir eru margir, sem líkjast þess-
um náunga með gullspangagleraugun. Þeir hafa tekið konurnar
með. Þær eru klæddar í dýrindis skinnfeldi. Það er kalt enn þá.
Annað veifið heyri ég þær tala um hvernig þær klæði sig, verka-
mannakonurnar. Við og við leikur hæðnisbros um varir þeirra.
Sumar saumastúlkurnar líta til þeirra dálítið starandi. Þær horfa
beint fram aftur, á fánann sinn. Ég lít einkennilega drætti kring-
um munnvikin.
Annað veifið hlæja þeir, ístrubelgirnir. Þá kreppa þeir hnefana
— þeir með marmaraandlitin, en allt er rólegt. En vara þig, vara
þig, auðmaður. Hyldýpi gín við fætur þér. Hinum megin. krepptir
hnefar. Dagur réttlætisins er ekki fjarri.
— Ég geng þangað, sem fylkingin sveigir inn á Tullinlökken.
Ég heyri hlátur fyrir aftan mig og lít við. Það eru tvær konur,
fátæklega klæddar.
„Hví skyldi ekki liggja vel á okkur,“ segir önnur. „Þetta er