Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 95
93
dagur verkamanna. Og við eigum að vera kátar á okkar degi. Ég
tek ofan fyrir konunni og óska þeim til hamingju með daginn.
Hún verður hissa. „Hélt ekki, að þér væruð úr okkar flokki“.
Ég ætlaði að svara henni, en þá er kallað með hárri raust:
„Bravo. Bravo“. Það er hrópað aftur og aftur. Það er hávaxinn,
ungur stúdent. Ég lít „fána“ 1 fylkingunni. Á honum stendur:
„Niður með Oddmund Vik!“ *
Það er letrað með rauðum stöfum. Enginn tekur undir. Það er
ekki af því, að þeim sé hlýtt til Oddmundar. Öðru nær. En stúd-
entinn er ekki af þeirra sauðahúsi, sem þarna standa.
En þegar inn á Tullinlökken er komið er húrrað fyrir þessum
sama fána.
Annar ,,fáni“ vekur eftirtekt. Hann er borinn af fjórum mönn-
úm. Öðrum megin er máluð mynd af ungum manni í fangaklefa.
Hann byrgir andlitið í höndum sér. Hinum megin er vel klæddur
maður í ,,pels“ með pípuhatt á höfði. Hann situr í fyrsta flokks
járnbrautarvagni og reykir góðan vindil. Þessi maður brosir.
Sá í fangaklefanum er ungur Norðmaður, sem hefir neitað að
gegna herþjónustu sinni. Hinn er njósnarinn barón von Rosen.
Undir myndinni stendur:
Réttlætistilfinning norskra stjórnvalda á því Herrans ári 1917
— eða í þá átt.
Þegar þessi fáni er borinn fram hjá er eins og fari segulstraum-
ur um mannþröngina, þúsund augu stara á fánann. Ég lít allra
varir bærast, en orðaskil heyri ég engin. Það er eins og allir bæli
niður eitthvað, sem vill brjótast út. — En verum þolinmóðir . . .
Seinna! Seinna!
Ég kemst ekki þangað inn, sem ræðurnar eru haldnar; þröngin
er svo mikil. Svo ég sný við. Hár, þrekinn maður, með dálítið bréf-
sPjald reynir að troðast gegnum þröngina. Hann ar auðsjáanlega
hýrgaður af víni. Þegar það misheppnast, að troðast gegnum fylk-
mguna, þá bölvar hann. Hann er blaðamaður. Þann mann einan
leit ég drukkinn þennan dag. Vínsala er að vísu bönnuð, á þessum
* Oddmund Vik matvælaráðherra Norðmanna. Árásimar á hann hafa verið
miög svæsnar.