Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 121

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 121
119 koma inn 1 herbergi nokkurt. Eg veit ekki hversu lengi þér verðið að bíða. En eg er sannfærður um, að eg muni þurfa á aðstoð yðar að halda, og þá kalla eg á yður. Hlutverk yðar verður að skoða og tala við unga stúlku- Þér getið talað við hana á spönsku eða ensku. Hlýðið á það, sem hún hefir að segja, og reynið að komast að raun um, hvort henni hafa verið gefin eiturlyf að undanförnu. Þér verðið svo að skera úr því, hvort heilsufari hennar sé þannig háttað, að hún þurfi langrar hvíldar og hjúkrunar, þar til þér getið með góðri samvizku sagt, að hún hafi „heilbrigða sál í hraustum líkama“. Það er mjög mikilvægt fyrir velferð þessarar stúlku, að hún nái sem fyrst fullri heilsu til þess að hún geti inn- gengið í heilagt hjónaband — vitanlega að því tilskildu, að hún sé sjálf til þess fús. Eg treysti ekki minna á hyggindi yðar og góðvild en læknisfræðilega kunnáttu og reynslu. Ef þér komist að þeirri niðurstöðu, að stúlkan sé nægilega hraust á sál og líkama, til þess að taka það skref, sem eg gat um, skuluð þér fara með hana inn í herbergið, sem er andspænis herbergi númer 9 — þ. e. setustofu mína. Eg kem svo þangað sjálfur bráðlega. Yður er þetta allt vel ljóst?“ Læknirinn ungi endurtók allt reiprennandi, eins og skólapiltur, sem stendur sig vel, og Herkúles sagði með ánægjusvip: „Þér hafið skilið þetta til hlítar. Gangi allt að óskum skal eg vissulega hrósa yður í eyru yfirmanns yðar.“ Herkúles gekk nú aftur að ,,glerbrúinu“ og sagði við Madame Bonnefon: „Eg verð að fara fram á það, Madame Bonnefon, að þér biðjið alla gesti yðar að sýna vegabréf sín. Þetta er skipun lögreglu- stjórans.“ Hann veitti því eftirtekt þegar, að Madame Bonnefon varð undrandi og skelfd á svip. „Þér þurfið ekkert að óttast. Gistihúsið fær ekki óorð á sig af því, sem gersast mun.“ „Eg varð óttaslegin, þegar þessir menn frá Surete komu,“ sagði hún í hálfum hljóðum- „Hér er um áríðandi mál að ræða,“ sagði Herkúles, „og mun eg sjálfur fara með yður á fund gestanna.“ „Má ekki fresta þessu þar til maðurinn minn kemur?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.