Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Qupperneq 121
119
koma inn 1 herbergi nokkurt. Eg veit ekki hversu lengi þér verðið
að bíða. En eg er sannfærður um, að eg muni þurfa á aðstoð yðar
að halda, og þá kalla eg á yður. Hlutverk yðar verður að skoða
og tala við unga stúlku- Þér getið talað við hana á spönsku eða
ensku. Hlýðið á það, sem hún hefir að segja, og reynið að komast
að raun um, hvort henni hafa verið gefin eiturlyf að undanförnu.
Þér verðið svo að skera úr því, hvort heilsufari hennar sé þannig
háttað, að hún þurfi langrar hvíldar og hjúkrunar, þar til þér
getið með góðri samvizku sagt, að hún hafi „heilbrigða sál í
hraustum líkama“. Það er mjög mikilvægt fyrir velferð þessarar
stúlku, að hún nái sem fyrst fullri heilsu til þess að hún geti inn-
gengið í heilagt hjónaband — vitanlega að því tilskildu, að hún
sé sjálf til þess fús. Eg treysti ekki minna á hyggindi yðar og
góðvild en læknisfræðilega kunnáttu og reynslu. Ef þér komist
að þeirri niðurstöðu, að stúlkan sé nægilega hraust á sál og líkama,
til þess að taka það skref, sem eg gat um, skuluð þér fara með
hana inn í herbergið, sem er andspænis herbergi númer 9 — þ. e.
setustofu mína. Eg kem svo þangað sjálfur bráðlega. Yður er
þetta allt vel ljóst?“
Læknirinn ungi endurtók allt reiprennandi, eins og skólapiltur,
sem stendur sig vel, og Herkúles sagði með ánægjusvip:
„Þér hafið skilið þetta til hlítar. Gangi allt að óskum skal eg
vissulega hrósa yður í eyru yfirmanns yðar.“
Herkúles gekk nú aftur að ,,glerbrúinu“ og sagði við Madame
Bonnefon:
„Eg verð að fara fram á það, Madame Bonnefon, að þér biðjið
alla gesti yðar að sýna vegabréf sín. Þetta er skipun lögreglu-
stjórans.“
Hann veitti því eftirtekt þegar, að Madame Bonnefon varð
undrandi og skelfd á svip.
„Þér þurfið ekkert að óttast. Gistihúsið fær ekki óorð á sig af
því, sem gersast mun.“
„Eg varð óttaslegin, þegar þessir menn frá Surete komu,“ sagði
hún í hálfum hljóðum-
„Hér er um áríðandi mál að ræða,“ sagði Herkúles, „og mun eg
sjálfur fara með yður á fund gestanna.“
„Má ekki fresta þessu þar til maðurinn minn kemur?“