Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 2

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 2
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 20222 Forsetaheimsókn á Akranes 14–15 Brautskráð úr framhaldsskólum 11 og 18 Hvað er það besta við jólin? 24 Hugvekja prests 26 Jólamyndagáta 28 Jólakrossgáta 30 Fréttaannáll 32–45 Kveðjur úr héraði 46–54 Gleðina vantaði og úr því var bætt 56–57 Feigðarför Jóhannesar Helgasonar 58–59 Það er notalegt að hafa frelsið 62–64 Ég er háður því að vera hér 66–68 Sjómaður og harðfisksali 70–71 Hvítir sloppar henta ekki vel 72–74 Hugðarefni af hæstu gæðum 76–78 Svona er Villi Hjörleifs 80–82 Netagerðarmaður í Ólafsvík 84–85 Fólk þarf að viðra vængina til að læra að fljúga 86–88 Jólavísnahorn 89 Bankamaður og þrefaldur Íslandsmeistari 90–91 Hönnun snýst um fólk 92–94 Iddi Biddi og mamma hans í pod– og hláturskasti 95 Íslendingar þurfa að verða svangir 96–97 Það skemmtilega í tilverunni 98–99 „Hafðu trú á þér.“ 100–101 Að veita hversdagsleikanum athygli 102 Hlustar á jólalög allan desember 104–105 Birgir á vit nýrra ævintýra 106–107 Hundrað kindur og örlög Steina í Laxárholti 108–109 Þá mega jólin koma fyrir mér 110–111 Í sjúkraliðanám eftir þrjá áratugi á vinnumarkaði 112 Lítur stoltur til baka yfir ferilinn 114–115 Meðal efnis í Jólablaði Skessuhorns Akraneskaupstaður og Hvalfjarðar­ sveit lækka álagsprósentu fast­ eignaskatta á íbúðarhúsnæði milli áranna 2022 og 2023 til að koma til móts við íbúa vegna mikillar hækkunar á fasteignamati. Íbúar í Stykkishólmi munu einnig njóta prósentulækkunar á næsta ári en í Helgafellssveit er hækkun miðað við síðasta ár. Álagningarhlutfallið verður óbreytt milli ára í Borgar­ byggð, Dalabyggð, Grundar­ fjarðarbæ, Eyja­ og Miklaholts­ hreppi, Skorradalshreppi og Snæ­ fellsbæ. Íbúar þar geta því vænst hækkunar fasteignagjalda á nýju ári í ljósi hækkunar fasteignaverðs. Akranes Bæjarstjórn Akraness ákvað á fundi sínum 13. desember síðast­ liðinn að lækka álagningarprósentu íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Eftir þá breytingu eru greiðslur íbúa að hækka í takti við verðlag almennt, en ekki í takti við hækkun fast­ eignaverðs eitt og sér. Í færslu Sæv­ ars Freys Þráinssonar bæjarstjóra á Akranesi á Facebook í kjölfar fundarins kemur fram að Akranes komi afar vel út í samanburði fast­ eignagjalda á suðvesturhorni lands­ ins þar sem unnið er úr gögnum frá Byggðastofnun fyrir árið 2022. Akranes er þar með lægstu fast­ eignagjöld sveitarfélaga á þessu svæði, en tekið er fram að miðað er við að suðvesturhorn landsins nái frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Einnig er tekið fram af hálfu Byggðastofnunar að sum svæði innan viðkomandi sveitar­ félaga voru hagstæðari en sveitar­ félagið í heild. Hvalfjarðarsveit og Stykkishólmur Hvalfjarðarsveit lækkar álagningar­ hlutfall fasteignaskatts í A­flokki einnig, úr 0,380% af fasteigna­ mati yfir í 0,360% á næsta ári. Auk þess skal tekið fram að álagningar prósenta nýs sam­ einaðs sveitarfélags Stykkishólms og Helgafellsveitar verður 0,380% sem er lægra en var í Stykkishólmi áður, en hærra en var í Helgafells­ sveit, (sjá töflu hér neðar). Fasteignaverð hefur hækkað Ljóst er að fasteignamat hefur hækkað umtalsvert milli ára og má sem dæmi nefna að fasteigna­ mat í Borgarbyggð hækkar á milli áranna 2022 og 2023 um 17,6% að meðaltali skv. greinargerð sveitar­ stjóra með fjárhagsáætlun. Heildar­ mat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári, sam­ kvæmt nýju fasteignamati Þjóð­ skrár fyrir árið 2023. Nánar um fasteignaskatt Fasteignaskattur er annar stærsti tekjustofn sveitarfélaga og er lagður árlega á flestar fasteignir í landinu. Það er svokallaður A­skattur sem er lagður á íbúðarhúsnæði og getur verið allt að 0,5% af fasteignamati. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á Vesturlandi á íbúðahúsnæði árin 2022 og 2023 má sjá hér í saman­ burði. gj Álagningarprósenta lækkar í þremur sveitarfélögum en stendur í stað í sex Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðahúsnæði á Vesturlandi 2022 og 2023 2022 2023 Akraneskaupstaður 0,251% 0,231% Borgarbyggð 0,350% 0,350% Dalabyggð 0,500% 0,500% Eyja­ og Miklaholtshreppur 0,500% 0,500% Grundarfjarðarbær 0,500% 0,500% Helgafellssveit 0,360% Hvalfjarðarsveit 0,380% 0,360% Skorradalshreppur 0,450% 0,450% Snæfellsbær 0,440% 0,440% Stykkishólmur/Helgafellssveit 0,420% 0,380% Húseignir á Akranesi í skammdegissólinni þessa dagana. Ljósm. gj.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.