Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 8

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 8
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 20228 Héraðsdóm- stólar verða sameinaðir LANDIÐ: Jón Gunnars­ son dómsmálaráðherra hefur byrjað undirbúning að sam­ einingu átta héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól. Forsenda sameiningarinnar að mati ráð­ herra er sú að héraðsdóm­ stóllinn hafi áfram starfs­ stöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum hér­ aðsdómstól, sem hefur aðsetur á höfuðborgarsvæðinu, megi ná fram einfaldari og skilvirk­ ari stjórnsýslu og bættu eftir­ liti. Störfum verði fjölgað á starfsstöðvum á landsbyggð­ inni og munu að lágmarki þrír starfa á hverri starfsstöð, þar af að minnsta kosti tveir héraðs­ dómarar eða einn héraðsdóm­ ari og einn dómarafulltrúi. Skýrsla hópsins hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórn­ valda og gefst þar kostur á að kynna sér efni hennar og koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum. -mm Fengu eingreiðslu fyrir helgi LANDIÐ: Alls fengu 24.900 manns greiðslu sl. föstu­ dag þegar Tryggingastofnun afgreiddi eingreiðslu til örorku­ og endurhæfingarlíf­ eyrisþega. Alþingi samþykkti frumvarp þess efnis síðast­ liðinn miðvikudag. Ein­ greiðsluna fá þeir sem eiga rétt á greiðslu örorku­ eða endur­ hæfingarlífeyris á árinu 2022 og er hún 60.300 kr. Hafi líf­ eyrisþegi fengið greitt hluta úr ári er eingreiðslan í hlut­ falli við greiðsluréttindi við­ komandi á árinu. Eingreiðslan telst ekki til tekna lífeyrisþega og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna. -mm Skagakonur héldu tónleika AKRANES: Söngdætur Akraness héldu vel heppnaða jólatónleika í Tónbergi síð­ astliðna helgi. Allir meðlimir sönghópsins eru söngkonur frá Akranesi en það eru þær Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Ylfa Flosa­ dóttir, Rósa Guðrún Sveins­ dóttir, Valgerður Jónsdóttir og Hulda Gestsdóttir sem fram komu ásamt Birgi Þórissyni sem spilaði undir á píanó. -sþ Ein opnun í viðbót AKRANES: Jólamarkaðurinn á Akratorgi hefur verið opinn nokkrar helgar á aðventunni en má þar finna ýmis hand­ verk, bækur og eitthvað matar­ kyns til sölu. Næst mun mark­ aðurinn vera opinn á Þor­ láksmessu kl.13­22 og mun það verða síðasta skipti sem færi gefst til að kíkja á markað­ inn á þessu ári. -sþ Aflatölur fyrir Vesturland 10. – 16. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 621.833 kg. Mestur afli: Hákon EA: 591.751 kg í einni löndun. Arnarstapi: 4 bátar Heildarlöndun: 109.376 kg. Mestur afli: Særif SH: 41.208 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 555.220 kg. Mestur afli: Kaldbakur EA: 211.228 kg í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 213.599 kg. Mestur afli: Egill SH: 49.121 kg í þremur róðrum. Rif: 13 bátar. Heildarlöndun: 527.123 kg. Mestur afli: Örvar SH: 115.154 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 7 bátar. Heildarlöndun: 26.670 kg. Mestur afli: Bára SH: 8.956 kg í fimm löndunum. Topp 5 landanir 1. Hákon EA – AKR: 591.751 kg. 13. desember. 2. Kaldbakur EA – GRU: 211.228 kg. 11. desember. 3. Örvar SH – RIF: 115.154 kg. 13. desember. 4. Tjaldur SH – RIF: 113.856 kg. 11. desember. 5. Rifsnes SH – RIF: 106.129 kg. 11. desember. -sþ Um liðna helgi voru öll tiltæk snjó­ ruðningstæki við vinnu í Grundar­ firði sem og annarsstaðar á Snæ­ fellsnesi. Snjó hafði kyngt niður víða um land og strax á laugar­ dagsmorgun var færð farin að spill­ ast innanbæjar. Þegar myrkrið var farið að dvína mátti sjá allskonar tæki og tól brúkuð til að fólk kæm­ ist leiðar sinnar. Hvort sem um var að ræða stórvirkar vinnuvélar eða fólk að handmoka tröppur og gang­ stíga hjá sér. tfk Lokapunktur á haustönn Bridge­ félags Borgarfjarðar er jafnan Jóla­ sveinatvímenningur á föstudegi í aðdraganda jóla. Þá draga spilarar spil úr stokknum og mynda þannig pör. Síðastliðinn föstudag var spilað á sjö borðum. Úrslit urðu þau að Skagamaðurinn Viktor Björns­ son ásamt Kristjáni Hallgrímssyni úr Borgarnesi báru sigur úr býtum með talsverðum yfirburðum, eða 62,92% skori. Í öðru sæti urðu Sveinbjörn Eyjólfsson og Magnús Magnússon með 57,08% og þriðju urðu Logi Sigurðsson og Sveinn Hallgrímsson með 56,25%. Stefnt er að Vesturlandsmóti í sveitakeppni laugardaginn 7. janúar á Akranesi en spilamennska í Loga­ landi hefst að nýju mánudaginn 9. janúar. mm Svo virðist sem mest hafi snjóað á Suðurnesjunum í lægðagangi sem gekk yfir landið frá föstudegi og fram yfir helgi með tilheyrandi truflun á samgöngum. Mjög miklar annir hafa verið hjá björgunar­ sveitum suður með sjó. Á sunnu­ dagsmorgun var kallaður út viðbót­ armannskapur m.a. frá Björgunar­ félagi Akraness til aðstoðar við að leysa úr fjölda verkefna sem safnast höfðu upp og heimamenn ekki náð að leysa úr sökum anna. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð til dæmis í ströngu frá því á föstudagskvöldið, ásamt m.a. Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Þar var mikill snjór og koma þurfti fjölda ökumanna til aðstoðar. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík. Mörg hundruð gestir voru auk þess strandaglópar í Bláa lóninu og/eða á leið þaðan. Flug raskaðist um helgina og lá niðri í gær, mánudag. mm Tónlistarmaðurinn Draugr er huldumaður á Vesturlandi sem byrjaður er að gefa út tónlist. Í samtali við Skessuhorn segir Draugr ástæðu nafnleyndarinnar vera þá að tónlistin eigi ekki að snúast um einstaklinginn heldur tónlistina sjálfa. ,,Einkenni minnar tónlistar er drungalegur hljómur sem leynist í lögunum ásamt því að ég bæti við léttum og björtum tónum til að jafna aðeins út þungann og drunga­ legan hljómheiminn. Fyrir mér skiptir tónlistin svakalega miklu máli, sama hvernig tónlistarstefnan er. Þó svo ég fylgi elektrónískri tón­ listarstefnu þá vil ég vekja athygli á að hvernig sem tónlistin er þá eru alltaf miklar pælingar á bak við hverja einustu nótu og hvert ein­ asta hljóð,“ segir Draugr í samtali við Skessuhorn. Hann hefur nú þegar gefið út eina smáskífu sem ber heitið RIG. Fimmtudaginn 15. desem­ ber kemur nýtt lag sem ber heitið Jötunn, laugardaginn 31. desember eru svo tvö tónverk væntanleg úr smiðju Draugs; Vision og Impact. sþ Gríðarlegt fannfergi víða Eyþór Garðarsson blæs burtu snjónum við heimilið sitt í Grundarfirði. Hér er verið að hreinsa hafnarsvæðið enda mikilvægt að flutningabílar og lyftarar komist leiðar sinnar. Sendir til aðstoðar á Suðurnesjum Jólasveinar briddsfélagsins Viktor Björnsson og Kristján Hall- grímsson með gullsleginn verðlauna- skjöld að launum. Tónlistarmaðurinn Draugr á sveimi um Vesturland
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.