Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 11

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 11 Óskum Vestlendingum gleðilegra jóla. Megi nýtt ár færa ykkur jöfnuð og réttlæti. Samfélag velsældar og tækifæra er þegar við öll njótum! Föstudaginn 16. desember braut­ skráðust ellefu nemendur frá Fjöl­ brautaskóla Snæfellinga í Grundar­ firði. Af félags­ og hugvísinda­ braut brautskráðust fjórir nem­ endur; Bjartur Bjarmi Barkar­ son, Dominika Borkowska, Guð­ mundur Óli Hafþórsson og Gunn­ laugur Páll Einarsson. Af náttúru­ og raunvísinda braut brautskráðust þau Íris Birta Bergmann Heiðars­ dóttir og Símon Andri Sævarsson Walter. Af opinni braut til stúd­ entsprófs brautskráðust fimm nem­ endur; Atli Ágúst Hermannsson, Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, María Líf Flosadóttir, Vaka Þorsteins­ dóttir og Þorvaldur Guðmunds­ son. Með hæstu meðaleinkunn við útskrift nú var Íris Birta Bergmann Heiðarsdóttir. Í útskriftarræðu Hrafnhildar Hallvarðsdóttur skólameistara kom m.a. fram að á haustönn voru 214 nemendur skráðir í nám við FSN. Af þeim voru 116 nemendur í fjar­ námi og 98 í staðnámi. Rifjaði hún upp sögu skólans, en það var árið 2003 sem menntamálaráðuneytið greindi frá undirritun samnings um nýjan framhaldsskóla í Grundar­ firði. Þar kom fram að í Fjöl­ brautaskóla Snæfellinga hafi verið þróuð ný hugsun í kennsluháttum, skipulagi skólastarfs og skólahús­ næði. „Þessi nýi skóli gaf vissu­ lega tækifæri til mikilla breytinga og innleiðingar á nýjum kennslu­ háttum. Nú hefur skólinn starfað í nær tvo áratugi en er samt enn frekar ungur, miðað við marga aðra skóla á sama skólastigi,“ sagði Hrafnhildur. „Skólinn var óskabarn sam­ félaganna sem að honum stóðu og við sem höfum verið með í þessu verk efni frá upphafi höfum séð hvað skólinn hefur haft mikil áhrif á sveitarfélögin á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég vona að ég þreytist aldrei á því að minna á að það er byggða­ stefna að hafa skóla á landsbyggð­ inni og það eru mikil forréttindi að geta haft börn heima í framhalds­ námi. Við höfum síðan séð áhrifin af því að nemendur FSN sem eru heima fram til tvítugs skjóta sterk­ ari rótum í heimabyggð og eru lík­ legri til að koma heim aftur eftir að framhaldsnámi er lokið,“ sagði skólameistarinn í ávarpi sínu. Að loknu ávarpi og útskrift skóla­ meistara veitti Sólrún Guðjóns­ dóttir aðstoðarskólameistari viður­ kenningar fyrir góðan náms­ árangur sem eru gefnar af sveitar­ félögum á norðanverðu Snæ­ fellsnesi og sunnanverðum Vest­ fjörðum, Danska sendiráðinu á Íslandi, Íslenska Stærðfræða­ félaginu, Háskóla Reykjavíkur, Arion banka, Landsbankanum og Soffanías Cecilsson hf. Þiðrik Örn Viðars son íslenskukennari var kynnir útskriftar, Áslaug Sigvalda­ dóttir myndlistar­ og raungreina­ kennari flutti kveðjuræðu fyrir hönd starfsfólks og Ísak Hilmars­ son 15 ára stúdent flutti ræðu á raf­ rænu formi. Kolbrún Júlía Erlends­ dóttir nýstúdent flutti ræðu fyrir hönd stúdenta. Því má bæta við að á útskriftar­ daginn barst skólanum gjafabréf frá Lionsklúbbi Stykkishólms en gjafa­ bréfið hljóðar upp á 600 þúsund krónur til tækjakaupa. mm/ Ljósm. sá Ellefu brautskráðir frá FSN í Grundarfirði Útskriftarhópurinn framan við skólann og við nýja listaverkið sem þau Olena Sheptytiska og Mykola Kravets frá Úkraínu gerðu. Þau eru nú búsett í Grundarfirði. Íris Birta Bergmann Heiðarsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn nemenda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.