Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 26

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 26
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202226 Á aðventunni er hefð fyrir því að ungir sem aldnir komi saman í kirkjunni þegar kveikt er á fyrsta aðventukertinu, sem er ljós vonar­ innar. Það er alltaf hátíðleg stund, að koma saman, syngja jólalög og upplifa friðinn og hátíðleikann sem færist yfir þegar jólin nálgast. Eftir tveggja ára samkomubann vegna heimsfaraldurs gefst okkur aftur tækifæri til að faðma hvert annað og upplifa snertingu jólanna í samverunni. Það færir okkur auk­ inn kraft og styrk. Í covid fárinu vorum við harkalega minnt á and­ stæðurnar í lífinu sem vert er að við drögum lærdóm af og minnum okkur á að við fáum ekki við allt ráðið og að ekkert af því sem við höfum ber að taka sem sjálfsögðum hlut. En í öllu annríkinu fer margt á yfirsnúning við undirbúninginn fyrir jólahaldið og við gleymum að njóta og upplifa. Börnum er hins vegar tamt að lifa í augnablikinu. Á fyrsta sunnudag í aðventu komum við saman í Stafholts­ kirkju þar sem börnin tendruðu fyrsta ljósið á aðventukransinum og reyndar voru þau svo áhugasöm að þau vildu fá að sjá ljósin á öllum kertunum í einu. Það er gott að sameinast yfir ljósinu og hugleiða allt það sem gerir líf okkar inni­ haldsríkara og betra. Í lofthvelfingunni í Stafholts­ kirkju eru 400 stjörnur sem minna okkur á nóttina þegar vitringarnir komu til Betlehem til að færa Jesú­ barninu gjafir, gull, reykelsi og myrru, sem á þeim tíma voru verð­ mætir gjaldmiðlar. Stjarnan sem vísaði þeim leiðina staðnæmdist yfir jötunni þar sem barnið lá. Það var stjarna vonarinnar, sem upp frá því fylgdi barninu frá vöggu til grafar. Með þessu vildu vitringarnir leggja sitt af mörkum til að ljós barnsins mætti vaxa. Ljós hans varð „ljós heimsins,“ sem ber vonina inn í líf okkar allra. Jólin eru tími barnanna, en þau eru ekki síður tími minninganna. Það er sérstakt að hugsa til þess hvað við virðumst geyma skýr­ ari minningar frá jólum en öðrum tímabilum lífsins. Þegar við vorum börn sáum við allt skýrar og allt varð stærra, betra og fallegra í ljósinu. Jólin eru kjörið tækifæri fyrir okkur til að tengja við rætur okkar og til að skilja betur hefðirnar sem hafa fylgt okkur í gegnum árin frá uppvextinum. En fyrir marga fylgir jólunum einnig sársauki vegna brostinna vona og væntinga. Það er mikilvægt að eiga uppgjör við erfiðar minningar og tilfinn­ ingar sem tengjast þessum tíma, að sættast við það erfiða en geyma það sem gott var áfram á hjartanu. Og þannig getum við haldið lífinu áfram í þeirri hugsun að við séum nóg eins og við erum og að Guð mætir okkur af kærleika hvar sem við erum stödd. Sá sem vill þekkja sjálfan sig þarf að þekkja von sína, segir í bók Gunnars Hersveins, Gæfuspor. Vonin er bæn hjartans, þrá sálar­ innar og ósk hugans – sem getur ræst. Sérhver einstaklingur þarf að þekkja von sína. (Gæfuspor) Vonin sem kviknar á jólum er sú að við megum gera betur, verða betri einstaklingar og upplifa sátt og frið innra með okkur. Á jólum er gott að gleðjast yfir því sem okkur er gefið en ekki síður að íhuga af alvöru hvað við eigum sjálf innra með okkur af gulli, reykelsi og myrru eða einhverjum þeim verð­ mætum sem eru svo dýrmæt fyrir lífið. Þau koma þó aðeins að fullu gagni ef við gefum þau til samferða­ fólks okkar til að líf þeirra verði far­ sælla. Þannig nýtist það Guði til að skapa betri heim. Tími aðventunnar er í mínum huga ætlaður til að við hlúum að lífi okkar og því sem mestu máli skiptir. Að við látum ljósin á aðventu­ kransinum bera með sér allt það sem jólin standa fyrir; að elska, umbera og aðstoða. Og nú þegar kveikt hefur verið á fyrsta kertinu og við horfum inn í ljós vonarinnar biðjum við Guð að blessa þá sem snert hafa líf okkar. Guð gefi að von þín megi vaxa og gleði og friður fylgi þér yfir aðventuna og inn í jólahátíðina. Anna Eiríksdóttir Sóknarprestur Stafholtsprestakalli Aðventuhugvekja – hvernig snerta jólin þig? Frá aðventustund í Stafholtskirkju í lok nóvember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.