Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 34

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 34
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202234 Hafði hún fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta var stór­ merkur fundur, því hér var um að ræða arfgerð sem er alþjóð­ lega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri. Jörð skalf í uppsveitum Í janúar urðu hundruðir jarðskjálfta á afmörkuðu svæði á Þór­ eyjartungum í ofanverðum Borgarfirði. Áttu þeir allir upp­ tök sín á fjalllendinu ofan við Flókadal og Lundarreykjadal en næstu bæir við upptökin voru í um níu kílómetra fjarlægð. Á þessum bæjum fann fólk vel fyrir skjálftunum og húsdýr urðu óróleg. Að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvár­ sérfræðings á Veðurstofu Íslands, voru þetta svokallaðir inn­ flekaskjálftar því þeir urðu utan flekaskila og flekamóta og ekki inni á eldvirku svæði. Líklega væru þeir vegna spennu­ breytinga svipað og þegar Borgarfjarðarskjálftinn varð árið 1974, en hann átti upptök sín í Síðufjalli í Hvítársíðu. Fékk net í hliðarskrúfuna Netabáturinn Brynjólfur VE kom til hafnar í Ólafsvík í lok janúar til að fá kafara til þess að skera net úr hliðarskrúfu báts­ ins. Skipsverjar voru rétt að byrja að draga netin um morgun­ inn í sínum fyrsta túr á Breiðarfirðinum og voru aðeins búnir að draga fjögur net þegar þeir fengu í hliðarskrúfuna. Þeir gátu siglt til Ólafsvíkur þar sem Víðir Haraldsson kafari skar úr skrúfu bátsins. Arion banki lokaði í Búðardal Í febrúarmánuði var viðskiptavinum Arion banka tilkynnt um væntanlega lokun bankaútibúsins þar og sameinaðist það úti­ búi bankans í Borgarnesi í lok mars. Tilkynningunni fylgdi að starfsfólk útibúsins yrði áfram hluti af teymi bankans á Vestur­ landi. Fram að lokun var útibúið opið átta tíma á viku, sem skiptist á tvo daga. Í frétt Skessuhorns var hins vegar tekið fram að grundvöllur þess að geta átt bankaviðskipti yfir netið væri gott netsamband, en því var á þeim tíma ekki að heilsa í Dölum. Sveitarstjórn Dalabyggðar fordæmdi lokun útibús­ ins. Rifjað var m.a. upp að forsvarsmenn bankans hefðu full­ yrt við síðustu breytingar á starfsemi útibúsins að ekki stæði til að loka útibúinu. Sameiningu hafnað á Snæfellsnesi Laugardaginn 19. febrúar gengu íbúar tveggja sveitarfélaga á Snæfellsnesi til kosninga um sameiningu þeirra, þ.e. Snæ­ fellsbæjar og Eyja­ og Miklaholtshrepps. Töluverðrar eftir­ væntingar gætti um niðurstöðuna. Voru úrslit talningar birt í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og á vef Skessuhorns síðar á laugardagskvöldið. Kom þá í ljós að sameiningin hafði verið naumlega samþykkt í Snæfellsbæ en kolfelld í Eyja­ og Miklaholtshreppi. Það varð því ekki af sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Aflétting allra takmarkana vegna heimsfaraldurs Í lok febrúar ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfar­ aldurs Covid­19 skyldi aflétt, jafnt innanlands og á landa­ mærunum. Þar með féllu brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýktust af Covid­19. „Við getum sannarlega glaðst á þessum tímamótum en ég hvet fólk engu að síður til að fara varlega, gæta að persónubundnum sóttvörnum og halda sig til hlés finni það fyrir einkennum,“ sagði heilbrigðisráðherra. Fæddist 22.02.2022 kukkan 02:22 Dóttir Idu Maríu Brynjars­ dóttur og Eysteins Arnar Stefánssonar úr Borgarfirði kom í heiminn á Heilbrigðis­ stofnun Vesturlands á Akra­ nesi þriðjudaginn 22.02.2022 klukkan 02:22. Verður þetta að teljast nokkuð ótrúleg til­ viljun. Aðspurð sagðist Ida María ekki hafa verið að hugsa sérstaklega út í þessa tímasetningu fyrir eða í sjálfri fæðingunni. „Ég var annað að hugsa og ekkert að pæla í þessu. En þetta er samt mjög gaman,“ sagði hún í samtali við Skessuhorn. Þetta var önnur dóttir þeirra Idu Maríu og Eysteins en Ylfa Lísa, eldri dóttir þeirra, fæddist 17. febrúar 2019. Vegir voru víða illa farnir Í marsmánuði kom í ljós að þjóðvegir, sem og götur í þétt­ býli, væru víða illa farnir eftir tíðarfarið um veturinn. Veg­ farendur könnuðust við slitlagsskemmdir og jafnvel djúpar og varasamar holur sem víða höfðu myndast í leysingunum. Starfsmenn Vegagerðarinnar voru því í önnum við viðgerðir. Töluvert var af holum sem fylla þurfti í ásamt því að lagfæra eða skipta um stikur sem farið höfðu úr skorðum vegna veð­ urs eða snjóruðnings. Raflínustrengur slitnaði ítrekað Rafmagnsleysis varð vart sunnan Búðardals laugardagskvöldið 4. mars og fram eftir aðfararnótt sunnudags. Vakti það nokkra undrun, þar sem veðrið var venju fremur gott og engar til­ kynningar höfðu borist um truflanir. Eftir miklar prófanir og inn­ og útslátt rafmagns kom í ljós að bilunin var á Skógar­ strönd. Starfsmenn Rarik gengu með línunni til að finna bilunina, en strengurinn sem rofnað hafði var það lélegur að hann slitnaði ítrekað og kalla varð eftir liðsauka og nýjum streng úr Búðardal. Rafmagnslaust var því á Skógarströnd í á fjórtándu klukkustund og var farið að kólna í húsum. Þessar bilanir voru þær síðustu í langri röð bilana og orsökuðust af samspili gamalla raflína og slæmri tíð. Víðtæk leit að ferðamanni á hálendinu Á þriðja hundrað björgunarveitarmenn, þar á meðal frá Vestur landi, tóku þátt í leit að ferðamanni að Fjallabaki 14. mars. Mikill snjór var á hálendinu og víða krapi og því aðstæður erfiðar. Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suð­ vesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vél­ sleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst ónákvæm stað­ setning og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Hátt í tvö hundruð leitarmenn voru komnir á vettvang þegar maður inn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaf­ legri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur. Voru síðustu björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm um nóttina. Altjón þegar verkstæðishús brann í Grundarfirði Á sjöunda tímanum þriðjudagskvöldið 9. mars var Slökkvilið Grundarfjarðar kallað út vegna elds í atvinnuhúsnæði við Sól­ velli 5 í Grundarfirði. Fljótlega var ljóst að um stórbruna væri að ræða og var kallað eftir liðsauka frá Slökkviliði Snæfells­ bæjar. Í húsinu voru þrjú fyrirtæki starfrækt. Húsið var mann­ laust þegar eldurinn gaus upp og var fólk því ekki í hættu. Vindátt var hagstæð að því leyti að vindur stóð af atvinnuhús­ næði Ragnars og Ásgeirs ehf. sem er skammt frá húsinu sem brann. Slökkvistarfi lauk á tíunda tímanum um kvöldið og var ljóst að um altjón var að ræða á húsinu og því sem í því var. Fyrsta skóflustungan tekin á Sementsreitnum Í mars hafði Akraneskaupstaður formlega gengið frá samn­ ingum við fyrirtækið Fastefli ehf., sem er í eigu Skagamanns­ ins Óla Vals Steindórssonar, um byggingarétt á uppbyggingar­ reit C og D á Sementsreitnum svokallaða. Fastefli ehf. hafi verið með hagstæðasta tilboðið og lagði fram fullnægjandi gögn. Var skóflustunga á reitnum tekin 19. mars af Óla Val og Fréttaannáll ársins 2022 í máli og myndum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.