Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 36

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202236 Fréttaannáll ársins 2022 í máli og myndum fulltrúum Akraneskaupstaðar. Að því loknu upplýsti Óli Valur að til stæði að byggja upp græna íbúðabyggð með sérbýli í fjölbýli og með sameiginlegum grænum svæðum. Á svæð­ inu á að byggja 100 íbúðir af nokkrum stærðum og gerðum. Bílakjallarar verða hálfir undir húsum á reitunum en skilja á eftir jarðveg fyrir miðju til að auka möguleika á betri gróður­ svæðum í garðinum. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinast Laugardaginn 26. mars gengu íbúar í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit á Snæfellsnesi til kosninga þar sem þeir sam­ þykktu sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi kosningu. Í Helgafellssveit voru 56 á kjörskrá og kusu 52. Já sögðu 41, nei sögðu níu og auðir seðlar og ógildir voru tveir. Kjörsókn var 93%. Í Stykkishólmsbæ voru 837 á kjörskrá og kusu 460. Já sögðu 422, nei sögðu 34 og auðir seðlar voru fjórir. Kjör­ sókn var 55%. Við þetta varð til tæplega 1300 manna sveitar­ félag, blanda dreifbýlis og þéttbýli þar sem sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta og ýmis önnur þjónusta eru helstu atvinnugreinarnar sem stundaðar eru. Kosið var í hinu nýja sveitarfélagi 14. maí. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í Búðardal Nýsköpunar­ og frumkvöðlasetur Dalabyggðar var opnað í Búðardal í lok mars. Byrjað var að leggja drög að stofnun seturs ins árið 2020 og var það ætlað frumkvöðlum, námsmönnum eða öðru hugmyndaríku fólki sem gæti notað þar vinnuaðstöðu. „Markmið setursins er að efla atvinnulíf í Dalabyggð með sérstaka áherslu á nýsköpun og frumkvöðla­ starf ásamt því að skapa samfélag fyrir fyrirtæki og einstak­ linga sem eru að vinna að hugmyndum sínum og vilja full­ móta þær, sem og fyrir þá sem vilja skapa sér sín eigin atvinnu­ tækifæri,“ sagði á vef Dalabyggðar. Sjö Íslandsmeistaratitlar í hús Helgina 26.­27. mars fór fram Íslandsmót unglinga í badmin­ ton í húsum Tennis­ og Badmintonfélags Reykjavíkur. Bad­ mintonfélag Akraness sendi alls tólf keppendur á mótið og vann ÍA sjö Íslandsmeistaratitla og einn sigurvegara í U11 B. Máni Berg Ellertsson varð þrefaldur Íslandsmeistari U15. Í U11 A varð Guðrún Margrét Halldórsdóttir tvöfaldur Íslands­ meistari í tvíliða­ og tvenndarleik og í öðru sæti í einliðaleik. Davíð Logi Atlason varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U11 og í öðru sæti í einliða­ og tvenndarleik. Arnar Freyr Fannarsson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik U15. Andri Viðar Arnarsson sigraði í einliðaleik U11 B og Tinna María Sindradóttir varð í öðru sæti í einliðaleik U11 B. Fundu hvalbein í fjörunni við Búðardal Bræðurnir Aron Ívar og Almar Þór Baldursynir fundu hval­ bein í fjörunni í Búðardal í apríl. Þar voru þeir í heimsókn hjá ömmu sinni og afa, en sjálfir áttu þeir heima í Borgarnesi. Þeir hafa mjög gaman af að safna steinum og að finna bein er alltaf sérstakur bónus. Þeir duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fundu þetta stærðar bein sem mönnum þykir nokkuð víst að sé úr hval. Þeir roguðust með þetta heim til ömmu og afa, mjög spenntir að fá að vita hvort beinið væri úr hákarli eda hval, nú eða risaeðlu. Fundurinn var talsvert merkilegur þar sem fisk­ eða hvalgengd í Hvammsfirði er ekki algeng eða mikil. Það þótti t.a.m. merkilegt þegar háhyrningar sáust inni á firðinum um tíu árum áður. Hurð flutningabíls opnaðist og fiskur fór niður Borgarnes er ekki þekkt fyrir mikla útgerð né fiskvinnslu, en engu að síður er bæjarfélagið líklega sá staður landsins þar sem mestir fiskflutningar fara í gegn. Í byrjun apríl varð það óhapp að hurð á flutningabíl opnaðist í beygju á milli N1 og Hyrnutorgs í Borgarnesi með þeim afleiðingum að nokkur fiskkör runnu af bílnum. Sem betur fer var enginn á ferðinni á gangstéttinni þegar óhappið átti sér stað. Nýr bíll til Slökkviliðs Borgarbyggðar Slökkvilið Borgarbyggðar festi á útmánuðum kaup á nýjum bíl í flotann, Bens Sprinter árgerð 2015. Að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkvi­ liðsstjóra var bíllinn hugs­ aður bæði sem tækjabíll og til flutnings á mannskap og yrði staðsettur á slökkvistöð­ inni í Reykholti. Í honum er m.a. búnaður á rennibrautum til reykköfunar auk klippibúnaðar, en einnig er þar hafður til taks fatnaður og búnaður þeirra slökkviliðsmanna sem hafa aðsetur í Reykholti. Geta þeir því eftir atvikum farið beint á vettvang útkalls en búnaður þeirra verður í bílnum og honum ekið af þeim sem býr næst slökkvistöðinni. Kostn­ aður við bílinn var að sögn Bjarna um tólf milljónir króna. Grunnskóli Snæfellsbæjar farsímalaus Frá og með fyrsta degi aprílmánaðar varð Grunnskóli Snæfellsbæjar farsíma­ laus. Skólinn óskaði eftir góðu sam­ starfi við foreldra um að símar nem­ enda verði framvegis geymdir heima. „Við kynntum þessa hugmynd strax í haust en vegna Covid fannst okkur ekki ráðlegt að fara í þetta bann fyrr en nú,“ sagði Hilmar Már Arason skólastjóri í sam­ tali við Skessuhorn. „Í haust fengum við hugmyndir frá nem­ endum um hvernig mætti bæta aðstöðu nemenda í frímín­ útum. Í framhaldinu af þeirri umræðu voru keyptir nýir sófar, töflum komið fyrir á göngum skólans, spilum var fjölgað og nemendur gátu farið í valda leiki í íþróttahúsinu. Við munum halda áfram að hlusta eftir óskum nemenda og reyna að verða við þeim,“ sagði Hilmar Már. Guðríði og Snorra stolið Fimmtudag 7. apríl uppgötvaðist að búið var að stela af stalli sínum bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur, sem stóð á Laugarbrekku á Hellnum. Styttan er afsteypa af verki Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Guðríður Þorbjarnardóttir var uppi um árið 1000 og talin ein víðförlasta kona sinna tíma. „Þetta er ómerkilegur þjófnaður,“ sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ í samtali við Skessuhorn, sleginn yfir stuldinum. Styttan kom svo í leitirnar fyrir utan Nýlistsafnið í Reykjavík. Í ljós kom að tvær listakonur höfðu tekið hana ófrjálsri hendi og gert að hluta eigin listaverks, einhvers konar geimflaugar. Styttunni var náð út úr flauginni á Akranesi og Kristinn sótti hana þangað sjálfur og sá til þess að hún yrði sett á sinn stað. Þjófnaður inn var kærður til lögreglunnar. Skæð fuglaflensuveira fannst í haferni Í byrjun apríl barst Matvælastofnun tilkynning um að skæðar fuglaflensuveirur hefðu fundist í íslenskum haferni sem drapst í október 2021. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkar veirur fund­ ust hér á landi. „Þetta rennir stoðum undir það mat sér­ fræðinga að miklar líkur séu á að alvarleg afbrigði fuglaflensu­ veira berist með farfuglum hingað til lands. Það er því brýnt að alifuglaeigendur gæti sérstaklega vel að sóttvörnum sem lúta að því að koma í veg fyrir smit úr villtum fuglum. Jafn­ framt er mikilvægt að allir sem finna dauða villta fugla til­ kynni Matvælastofnun um þá,“ sagði í tilkynningu frá MAST. Lýsi dreifðist yfir Neðri Skagann Mánudaginn 18. apríl urðu íbúar á Neðri Skaganum á Akranesi varir við fituskelli á húsum sínum og einnig á bílum og götum. Síðar um daginn kom í ljós að sökudólgur­ inn var lýsistankur á bak við gamla Heimaskaga sem hafði dreift þó nokkru af lýsi yfir nágrennið og virðist hafa náð alla leið upp á Vitateig og þar í kring. Óhappið varð þegar verið var að hita upp lýsið fyrir útskipun og hringiða mynd­ aðist í gegnum dælustútinn ofan í tankinn. Lýsi frussað­ ist því út og vindáttin hjálpaði til að þetta fór víða. Mann­ skapur var fenginn til hreinsunarstarfs á vegum Brims. Forsætisráðherra afhjúpaði söguskilti við Leirá Á sumardaginn fyrsta bauð Hvalfjarðarsveit til samkomu á Leirá í Leirársveit þar sem söguskilti um staðinn var afhjúpað. Blíðskaparveður setti svip á samkomuna og dreif að fjölda fólks. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri bauð gesti velkomna og sagði að söguskiltið á Leirá væri þriðja af a.m.k. tíu sögu­ skiltum sem sett verða upp í sveitarfélaginu. Þar koma fram upplýsingar um sögu Leirárkirkju og prentsmiðjuna á Leirár­ görðum og á Beitistöðum. Einnig er sagt frá Magnúsi Steph­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.