Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 38

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 38
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202238 Fréttaannáll ársins 2022 í máli og myndum ensen og Jóni Thoroddsen sem báðir bjuggu á Leirá. Það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem afhjúpaði sögu­ skiltið, en hún er afkomandi Jóns Thoroddsen. Nú í haust var fjórða skiltið svo afhjúpað við Miðsand í Hvalfirði. Það gerði Gísli Einarsson sem ættir sínar á að rekja til bæjarins. Ungur Borgnesingur komst áfram í tónlistarkeppni Í apríl komst ungur Borgnesingur áfram í tónlistarkeppni Upptakts, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna sem haldin er í samstarfi Hörpunnar, Barnamenningarhátíðar, RÚV og Listaháskóla Íslands. Þar fær ungt fólk tækifæri til að senda tónsmíðar eða drög að þeim inn og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listnemenda og listamanna. Meðal þeirra sem náðu áfram var fimmtán ára piltur úr Borgar­ nesi, Ágúst Davíð Steinarsson. Hann sendi til keppninnar lag sem hann nefnir Vals í C­moll. Hann var fyrsti nemandi Tón­ listarskóla Borgarfjarðar sem nær þetta langt í keppninni. Sælureitur í Árbliki Sveitarfélagið Dalabyggð lét taka út nýtingu félags­ heimila í héraðinu árið 2021 og í kjölfarið bauð það félagsheimilið Árblik til leigu. Tvær röskar konur í Miðdölunum tóku húsið að sér og hafa rekið þar tjaldsvæði og kaffihús, auk þess sem húsið hefur áfram verið til útleigu vegna viðburða. Það eru þær Guðrún Esther Jónsdóttir í Miðskógi og Sigurdís E. L. Sigursteins­ dóttir í Neðri Hundadal sem tóku að sér reksturinn. Opnuðu þær með pompi og prakt á sumardaginn fyrsta undir heitinu Sælureitur. Tjaldsvæðið við Árblik hefur meðal annars boðið aðstöðu til að losa affall af húsbílum, eldunaraðstöðu, sturtur, salerni og rafmagn, auk útsýnisins út Hvammsfjörðinn. Því er nafngiftin Sælureitur nokkuð lýsandi. Áttatíu flóttamenn á Bifröst Í apríllok höfðu um 80 flóttamenn frá Úkraínu komið sér fyrir á Bifröst í samstarfi Borgarbyggðar og ríkisins. Um bráða­ birgðahúsnæði var að ræða meðan verið var að greiða götu fólksins varðandi framtíðar búsetu eða aðra valkosti. Það var Heiðrún Helga Bjarnadóttir sem var verkefnastýra fyrir mót­ töku flóttafólksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Sagði hún í við­ tali við Skessuhorn að í hópnum væru aðallega konur með börn og eitthvað af eldra fólki auk einstaklinga. Heiðrún Helga sinnti verkefnastjórn vegna komu flóttamanna á Bifröst fram eftir árinu en 1. október tók hún við prestsembætti á Borg á Mýrum. Aðalskipulagsbreyting vegna vindorkuvera Í byrjun maí var tilkynnt að Sigurður Ingi Jóhannsson inn­ viðaráðherra hefði ákveðið að synja aðalskipulagsbreytingum í Reykhólahreppi og Dalabyggð um staðfestingu, en bæði þessi sveitarfélög samþykktu á síðasta ári breytingar á aðal­ skipulagi vegna þriggja vindorkuvera. Voru þau fyrirhuguð í landi Garpsdals í Reykhólahreppi og jarðanna Hróðn­ ýjarstaða og Sólheima í Dölum. Um er að ræða stefnu um iðnaðar svæði þar sem áformað hefur verið að reisa vindmyllur til raforkuframleiðslu. Skipulagsstofnun hafði við vinnslu og afgreiðslu skipulagstillagnanna ítrekað bent sveitarfélögunum á tiltekin atriði sem bæta þyrfti úr, til að unnt væri að staðfesta aðalskipulagsbreytingarnar, sem sveitarfélögin féllust ekki á. Starfsmenntanám í garðyrkju Eftir deilur um stöðu og umgjörð garðyrkjunáms á milli yfir­ stjórnar á Hvanneyri og atvinnulífs garðyrkjunnar ákvað menntamálaráðherra á Þorláksmessu 2020 að flytja námið til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í maíbyrjun var svo skrifað undir samkomulag þriggja ráðuneyta um námið. Í samkomulaginu, sem mennta­ og barnamálaráðherra og háskóla­, iðnaðar­ og nýsköpunarráðherra kynntu kom fram að Fjölbrautaskóli Suðurlands myndi bjóða öllu starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands sem sinnt hafði störfum á starfsstöð garðyrkjunámsins á Reykjum ráðningu frá 1. ágúst. Nýr samningur ÍA og Akraneskaupstaðar Í maí var undirritaður nýr samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Mark­ mið hans var að viðhalda öflugu samstarfi kaupstaðarins og ÍA. Eins og áður var áhersla lögð á forvarna­ og uppeldisgildi íþrótta og virka samvinnu íþróttahreyfingarinnar við skól­ ana og almenning. Í samningnum kom fram að Akraneskaup­ staður myndi styrkja rekstur ÍA um 15 milljónir króna og aðildarfélög innan félagsins um 45 milljónir króna. Sauðburður í hámarki Í maí var sauðburður í hámarki víða í sveitum landsins. Steinunn Þorvaldsdóttir blaðamaður tók sannkallaða vormynd í fjárhúsunum í Bakkakoti í Stafholtstungum af ungu lambi sem komið var með merkið sitt, kind og lamb litamerkt til að auðvelda bændum störfin, og tilbúin að fara út í græna grasið. Löng bið eftir læknistíma Um miðjan maí birtist frétt í Skessuhorni um erfiðleika við að manna lausar stöður heilsugæslulækna á starfssvæði Heil­ brigðisstofnunar Vesturlands, meðal annars í Borgarnesi. Hafði Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga lagt mikla vinnu í að manna lausar stöður, en það gekk erfiðlega. Íbúar á starfssvæði HVE í Borgarnesi og á Akranesi höfðu kvartað yfir langri bið eftir læknistíma og var eins mánaðar bið í Borgarnesi og nokkrar vikur á Akranesi. Úr þessu leystist nokkuð síðar þegar tveir læknar af höfuborgarsvæðinu fluttu búferlum í Borgarnes og réðu sig í stöður þar. Síðla árs kom hins vegar upp vandi í Ólafsvík og var þar læknislaust í á þriðju viku. Læknir er væntanlegur til búsetu í Ólafsvík á nýju ári. Fimleikahúsið við Vesturgötu vígt Föstudaginn 6. maí fór fram formleg vígsla á nýju fimleikahúsi við Vesturgötu á Akranesi. Langur aðdragandi hafði verið að ákvörðun um byggingu hússins eða allt frá árinu 2010 þegar starfshópur skipaður af bæjarráði Akraness skilaði af sér skýr­ slu þar sem mat var lagt á aðstöðu íþrótta í eigu Akraneskaup­ staðar og mati á aðstöðu félaga innan ÍA. Niðurstaðan var í stuttu máli að efst á lista væri bygging fimleikahúss. Byggðasafnið í Görðum hlaut tilnefningu Í maí var tilkynnt hvaða söfn voru tilnefnd til íslensku safna­ verðlaunanna 2022 og var Byggðasafnið í Görðum á Akranesi eitt þeirra. Íslandsdeild alþjóðaráðs safna og Félag íslenskra safna og safnmanna standa saman að íslensku safnaverð­ laununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Fimm söfn voru tilnefnd og verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Alþjóðlega safnadaginn 18. maí. Þau hlotnuðust Minjasafninu á Akureyri. Úrslit úr sveitarstjórnarkosningunum Laugardaginn 14. maí gengu landsmenn að kjörborðinu og kusu sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Veðrið var prýði­ legt á kjördag sem þó varð ekki til þess að glæða kjörsókn neitt sérstaklega. Á Vesturlandi má segja að víðast hvar hafi kosningar farið á svipaða lund og fyrir fjórum árum sem þýðir að sömu meirihlutar gátu haldið áfram. Þó var undan­ tekning í Borgarbyggð þar sem meirihlutinn féll og Fram­ sóknarflokkur náði hreinum meirihluta í sveitarstjórn. Á Akranesi hófu Sjálfstæðismenn samstarf við Samfylk­ inguna, en Framsóknarflokkur með frjálsum er í aðhalds­ hlutverki minnihluta. Í fjórum sveitarfélögum fór fram persónukjör; í Skorradal, Eyja­ og Miklaholtshreppi, Dala­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.