Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 45

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 45
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 45 að fólki, síðan bættust tveir björgunarsveitarmenn við. Þyrla Landhelgisgæslunnar var mætt á vettvang skömmu síðar og sendi tvo menn niður í siglínu til björgunar. Flutti hún hinn látna til Reykjavíkur. Lögregla og sjúkrabíll biðu við fjallið til aðstoðar. Maðurinn sem lést var í fámennum hópi ferða­ manna sem var kominn hátt í fjallið þegar slysið varð. Í fram­ haldi af slysinu gripu landeigendur til aðgerða og bönnuðu göngu á fjallið yfir vetrarmánuðina og fram í júní. Stórbruni á sorpmóttökusvæði Eldur kom upp á geymslusvæði fyrir aflagða bíla á sorpmót­ tökusvæðinu við Höfðasel á Akranesi í lok október. Starfs­ menn endurvinnslufyrirtækisins Málma höfðu í umboði Terra verið að vinna við bílhræ og fóru ekki að settum verklags­ reglum. Eldurinn breiddist hratt út og um tuttugu slökkvi­ liðsmenn börðust við hann. Engum varð þó meint af í þessum stórbruna, en mikinn og dökkan reyk lagði frá honum. Auglýst eftir Breiðafjarðarferju Vegagerðin auglýsti á árinu útboð á Evrópska efnahagssvæð­ inu þar sem óskað er eftir tilboðum í skip til siglinga á Breiða­ firði, þ.e. Breiðafjarðarferju. Því skipi er ætlað koma í stað ferjunnar Baldurs sem stenst ekki nútímakröfur lengur. Á vef Vegagerðarinnar segir að áætlað væri að gera samning um leigu á skipi án áhafnar í fimm mánuði, frá 1. janúar 2023 til 31. maí 2023, með möguleika á að kaupa skipið. Útboð­ inu lauk 25. nóvember. Eitt tilboð barst, frá Torghatten Nord AS, Norway. Skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að setja fjár­ magn í verkefnið. Dalamaður ársins sendur heim Í lok október missti Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld á Hólum í Hvammssveit vinnu sína í einu matvöruversluninni sem starf­ rækt er í Búðardal. Var henni sagt upp störfum vegna skipulags­ breytinga innan fyrirtækisins. Hún fékk hins vegar einnig þá munnlegu skýringu að hún hefði talað of mikið við viðskipta­ vini. Ákvað hún að birta mynd af uppsagnarbréfinu á Facebook og vakti það mikil og sterk viðbrögð víðs vegar í þjóðfélaginu. Vestlendingar og íslensku menntaverðlaunin Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun nóvember. Voru þau veitt í fjórum flokkum, auk hvatningarverðlauna. Átthagafræði í Grunn­ skóla Snæfellsbæjar hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi þróunar verkefni, en það beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Menntaskóli Borgarfjarðar fékk hvatningarverðlaun fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir áskoranir í lífi og starfi í nútíð og framtíð. Við þetta má bæta að leikskólinn Akrasel á Akranesi var tilnefndur í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntunarumbóta. Fjórða tunnan væntanleg Talsvert var fjallað um nýja stöðu í sorpmálum á Vestur­ landi á árinu, enda verður um áramót skylt að auka sérsöfnun við heimili, svo eitthvað sé nefnt. Breytingarnar má rekja til nýrrar úrgangslöggjafar í Evrópu. Ábyrgð útfærslunnar liggur á herðum sveitarfélaga landsins, en þau bera ábyrgð á mála­ flokknum samkvæmt lögum. Nýju lögin kveða á um fjórðu tunnuna við hvert híbýli og þá verður plast, pappi, lífrænt og almennt sorp flokkað í aðskilda flokka á landsvísu. Nú keppast sveitarfélög við að finna lausn á innleiðingu flokkunarkerfis­ ins fyrir árslok og ljóst er að stórar áskoranir eru framundan í sorpmálum á landsvísu. Vörslusvipting á fjölda nautgripa Um miðjan nóvember var greint frá því að starfsmenn Mat­ vælastofnunar hefðu í nokkra daga unnið að því að fjarlægja vel á annað hundrað nautgripa frá Nýja Bæ í Borgarfirði. Ýmist var gripunum komið fyrir annars staðar eða sendir í sláturhús. Málið kom fyrst upp í ágúst þegar Steinunn Árna­ dóttir íbúi í Borgarnesi vakti athygli á óboðlegum aðstæðum hrossa í hesthúsahverfinu í Borgarnesi og tilkynnti að um dýraníð væri að ræða. Matvælastofnun ákvað nú að svipta eigendur dýrunum vegna þess að þeir gerðu ekki þær úrbætur sem krafist hafði verið og hafði fólkið áður bæði verið svipt fé og hrossum. Málið vakti mikla athygli á landsvísu. Tóku þyrluflug og ganga á Akrafjall Árgangur 1971 frá Akranesi er án efa samheldnasti árgangur fyrr og síðar og hópurinn sem slíkur hefur beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum í heimabæ sínum gegnum tíðina. Á árinu var komið að árgangsmóti, sem er fimmta hvert ár. Dag­ skráin hófst á fjallgöngu á Akrafjall og safnað hafði verið fyrir þyrluferð fyrir skólabræðurna Svenna og Benna Kalla svo þeir gætu hitt mannskapinn á toppi fjallsins, en þeir eiga aðeins erfiðara með gang en aðrir. Sama gilti um Sævar Frey bæjar­ stjóra sem samkvæmt læknisráði fer ekki í fjallgöngur. Nýr stigabíll til slökkviliðsins Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar tók í lok september á móti nýjum stigabíl. Bíllinn kemur frá þýska framleiðand­ anum Magirus, kostaði rúmlega 90 milljónir króna og mun leysa af hólmi eldri bíl sem orðinn var úreltur. Nýi bíllinn er mun betur útbúinn en sá eldri, stiginn nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber fimm manns. Í körfunni er fjar­ stýranlegur vatnsmonitor, myndavél og ýmis annar búnaður til björgunar­ og slökkvistarfa. Bíllinn er af Iveco gerð og í honum er rafstöð auk alls búnaðar sem nauðsynlegur þykir í dag. Úrskurðarnefnd ógilti byggingarleyfi Undir lok október felldi Úrskurðarnefnd umhverfis­ og auðlindamála úr gildi byggingarleyfi fyrir væntanlega þangskurðarverksmðju Asco Harvester við Nesveg 22a í Stykkis hólmi, en leyfið hafði verið veitt hálfum mánuði áður. Fjórir aðilar höfðu kært útgáfu byggingarleyfisins til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin taldi að umrædd bygging væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipu­ leggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Nú er unnið að því. Frístundasvæði verður íbúðarbyggð Skipulagsstofnun samþykkti 27. október í haust breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010­2022. Í breytingunni fólst að 30 hektara hluti frístundasvæðis verður skilgreint sem íbúðarbyggð. Þótt auglýsing þessi hafi ekki látið mikið yfir sér má búast við að hún hafi fordæmisgefandi gildi víða, ekki einvörðungu í Borgarbyggð, heldur á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um landið þar sem menn hafa sóst eftir að mega hafa skráða búsetu í frístundahúsum. Breytingu sem þessari fylgja þó ýmsar kvaðir. Við hönnun og skipulagningu húsa þarf vegghæð t.d. að vera meiri, skilgreindar geymslur sem hluti húsnæðis og sitthvað fleira umfram kvaðir sem settar eru við byggingu hefðbundinna frístundahúsa. Samhliða slíkri breytingu þarf svo viðkomandi sveitarfélag að uppfylla þjónustu á sama hátt og í öðrum íbúðarbyggðum, svo sem um sorphirðu, snjómokstur, skólasókn barna sem þar munu í framtíðinni búa og áfram mætti telja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.