Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 46

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 46
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202246 tíma sem ég reyni að nýta í eitt­ hvað misgáfulegt með misgóðum árangri. En eftir þetta heims­ hornaflakk mitt þykja mér mikil lífsgæði fólgin í því að geta búið heima í firðinum fagra og á sama tíma hitt vini hvaðanæva af sem búa einnig í Grundarfirði. Einnig er ég svo heppin að hér býr ein systir mín, hún Guðbjörg Soffía og þau Davíð giftu sig í nóvember og var það án efa einn af hápunktum ársins! Í sumar fór ég til Grænlands í tvær vikur og vann við loðnuveiðar og ­verkun annað árið í röð. Yfirmað­ urinn minn sá hvað ég hámaði í mig aðrar afurðir sem hann og konan hans verkuðu og ákvað að mæta í heimsókn til Íslands í haust í vett­ vangsferð. Það var virkilega gaman að geta hringt hingað og þangað á Snæfellsnes, í fólk sem ég hafði sjálf aldrei talað við, og þau voru boðin og búin að fá okkur í heimsókn og kynna starfsemina. Það er hvetjandi að sjá hvað margir eru að gera frá­ bæra hluti og hafa ákveðið að fram­ kvæma þá á Snæfellsnesi, það er alls ekki sjálfgefið. Við erum ánægð að hafa valið Snæfellsnes sem stað fyrir kaffibrennsluna okkar og þökkum kærlega fyrir góðar viðtökur. Ég óska Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsællar kaffi­ drykkju á nýju ári. Marta Magnúsdóttir Grundarfirði Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til tíu valinkunnra kvenna víðsvegar af Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjölbreytni í þessum vinalega og góða sið. mm/ Umsjón: Steinunn Þorvaldsdóttir Kveðjan er skrifuð frá Kólumbíu hvar ég ætla að fagna jólahátíðinni með tengdafjölskyldunni í fyrsta skipti. Árið hefur verið viðburðaríkt, jólin 2021 fluttum við Jan mað­ urinn minn og gæludýrin okkar í hús sem við keyptum í Grundar­ firði og árið hófst því í nýja húsinu. Okkur líður vel í húsinu og eigum góða nágranna í allar áttir sem eiga rætur að rekja víðs vegar um Ísland og um veröld víða. Að kaupa hús hefur fjölbreyttari áhrif á tilveruna en ég bjóst við og ræturnar skjóta rótum hver af annarri með nýjum og öðruvísi hætti en áður. Mér líður stundum eins og í tímavél því nú bý ég aftur í Grundarfirði og kenni í grunnskólanum hér þrjá daga vik­ unnar, skólanum sem var stór og jákvæður hluti af tilverunni minni í heil tíu ár. En margt er öðruvísi. Á grunnskólaárum mínum upplifði ég bæjarfélagið mitt öðruvísi, ég talaði bara íslensku flesta daga og tók þátt í ýmsu tómstundastarfi af krafti og lék mikið við jafnaldra mína. Nú er ég flutt hingað aftur, ég bý með manninum mínum sem er að læra íslensku, við hófum rekstur í sumar, kaffibrennsluna Valeriu, og í gegnum það höfum við kynnst mörgu skemmtilegu fólki af Vest­ urlandi öllu sem hefur unun af góðu kaffi eða einfaldlega fólk sem hefur ánægju af því að styðja við hverskyns starfsemi í sinni heima­ byggð. Í dag umgengst ég fólk alls staðar að og tala íslensku og ensku til skiptis og ég umgengst fólk á öllum aldri. Ég lauk störfum sem formaður Bandalags íslenskra skáta í apríl og á þaðan frábærar minningar. Ég kynntist skátastarfinu þegar ég var 16 ára og hóf strax að elta skáta­ mót um heim allan. Frá Kasakstan, til Indlands, Aserbaídjan, Ekvador, Kólumbíu, Lúxemborg, Kenía o.fl. kynntist ég jafnöldrum um heim allan og það var akkúrat ung­ mennastarfið sem ég hafði áhuga á að taka þátt í þegar ég var yngri og það var gott og gaman að geta gefið til baka með því að sinna for­ mennsku fyrir landssamtökin í frí­ tíma mínum og óvænt urðu þau ár allt í einu fimm. Við þessi kaflaskil eignaðist ég því einnig aukinn frí­ Á krossgötum nýs árs er ekki laust við að ég sem einstaklingur líti yfir liðið ár og það sem ég hef áorkað. Sumt gat ég samviskusamlega hakað við í markmiðaboxið sem hafði lengi verið stefnt að og annað hef ég áorkað nokkuð óvænt. Þessi yfirsýn í lok árs leiðir manni fyrir sjónir að það er ýmislegt sem hefur drifið á dagana, þó það virðist smá­ vægilegt. Í miðju lífsgæðakapphlaupi þá virðist það svo að ekki sé neitt fréttnæmt nema það heiti bíla­ eða fasteignakaup, launahækkanir, enn eitt nýja frístundasportið svo ekki sjáist lengur í geymsluveggi fyrir snjósportbúnaði, reiðhjólum, hjólagöllum, reiðtygjum eða hvað það getur nú verið, svo ekki sé minnst á allar utanlandsferðirnar sem landinn hefur þurft að vinna sér upp frá því í covidpásunni. Jú, allt er þetta það sem fréttist á sam­ félagsmiðlum en mikið fór fyrir „tásumyndum á Tene“ nú síðla árs. En að persónulegu nótunum. Dauðinn knúði dyra hjá fjöl­ skyldunni í upphafi árs og árið hefur svolítið farið í að vinna úr þeim missi, sætta sig við orðinn hlut og tileinka sér þær breytingar sem hafa orðið á fjölskyldulíf­ inu í kjölfarið. Að aðlagast nýjum veruleika ásamt því að reyna að halda í allar góðar minningar, góð ráð og siði sem þetta góða fólk skildi eftir sig hefur reynst erfitt og afar sárt hlutskipti. Mér finnst þó persónulegur þroski og stórir sem smáir sigrar hafa skipt mig mestu máli. Um síðustu jól fékk ég hinar dásamlegustu jólagjafir; sæti á skólabekk eftir samkeppnispróf og jákvætt þungunarpróf. Þessir hlutir hafa auðgað líf mitt þetta árið. Ég er í námi sem ég elska og eignaðist lítinn augastein í sumarlok, yngri son minn. Árið mitt hefur því verið gjöf­ ult á sama tíma og það hefur ein­ kennst af sorg og söknuði. En þannig er litróf lífsins með öllum þeim hlýju og djúpu, óræðu, björtu og skæru tónum sem því fylgir, og alltaf stöndum við keik um áramót tilbúin á ferð um regnbogalöndin og það jafnvel þótt við höfum ekki átt efni á nýrri íbúð eða byrjað að stunda gönguskíðasport. Að endingu sendi ég Vest­ lendingum öllum mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð, frið og far­ sæld á nýju ári. Ásta Marý Stefánsdóttir Skipanesi Jólakveðja úr Grundarfirði Jólakveðja frá Kólumbíu Jólakveðja úr Hvalfirði Jólakveðja úr héraði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.