Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 63

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 63
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 63 við eitthvað og göngum á nýjum slóðum. Við höfum farið í göngu­ ferðir víða á höfuðborgarsvæðinu því við höfum áhuga á gömlum húsum og skipulagi. Við höfum jafnvel litið við í kirkjugörðum í þessum göngutúrum.“ Nú er á dagskrá hjá þeim að ganga um Heiðmörk og Álftanes og svo Reykjanesið. „Við höldum okkur í góðu formi með göngum,“ segja þau. „Það er verðmætt að auka þolið.“ Svo þið eruð ekki í golfinu? Þau brosa bæði og segjast oft vera spurð að þessu, en svo sé ekki núna, en kannski komi að því seinna. „Ferðirnar sem við förum í gera kröfur um að við getum gengið bratt, svo við verðum að labba líka á fjöll. Okkur finnst gott að kaupa okkur gönguferð og þjálfa okkur með því að undirbúa hana. Að fjár­ festa í gönguferð ýtir á okkur að halda okkur í forminu. Svo förum við líka öðru hvoru til Svíþjóðar að heimsækja dóttur okkar og hennar fjölskyldu. Þau búa í Gautaborg og þar göngum við þá líka ansi víða.“ Sambandið Kolbrún og Ásþór segja að hluti af þeirra góða sambandi sé að þau hafi verið í svo skyldum störfum um ævina. „Það var verðmætt þegar ég var kennari og hann skólasálfræðingur að fá handleiðslu hjá hvort öðru,“ segir Kolbrún. „Við ræddum vinnuna oft lengi og það var okkur báðum mikil­ vægur stuðningur.“ En þó þau séu svo góðir vinir þýði það ekki að lífið hafi alltaf verið dans á rósum í sambandinu. Gagnkvæm virðing og hlustun hafi hins vegar reynst vera lykilatriði. Ásþór segist minn­ ast þess hafa tekið ákvörðun um að hlusta lengur og betur á rök Kol­ brúnar í samræðum í stað þess að grípa fram í. „Þetta gerði það að verkum að ég hætti að slá rök hennar út af borðinu sem nöldur og ég fór að skilja hennar sjónar­ mið betur. Fólk verður að fá að halda skoðun sinni á lofti,“ segir hann af sannfæringu. „Við reynum að ræða hvert mál út í hörgul, sem er mest Kolbrúnu að þakka. Við reynum að fara aldrei frá einhverju máli ókláruðu.“ Langar þig ekki í jólaköku? Kolbrún heldur áfram með þráð­ inn. „Við vorum mjög ung þegar við kynntumst, ég var bara 17 ára og hann tvítugur.“ Ásþór skýtur inn í: „Þegar ég sá hana fyrst fannst mér að þessi granna litla stúlka ætti fátt sameiginlegt með vina­ hópnum mínum.“ Kolbrún segir: „Ég var nýbyrjuð í menntaskóla, saklaus, lítil og frekar barnaleg. Í ágúst síðast liðnum voru 50 ár síðan við byrjuðum saman og 47 ár síðan við giftum okkur. En erfið­ asta tímabilið var á fyrstu árunum okkar þegar hann var svo mikið út á við í alls kyns verkefnum og vinnu. Þá upplifði ég mig sem einstæða móður og þoldi það ekki. En hann hlustaði og minnkaði við sig til að bregðast við þessu.“ Hún segir að þau hafi aldrei verið ósátt. „Ég get hreinlega ekki sofið hafi slíkt komið upp á og hef jafnvel vakið Ásþór og sagt að ég sé andvaka svo hann verði að vakna, og hvort hann langi ekki í te,“ segir hún hlægj­ andi. „Það minnir á foreldra mína, mamma hló oft að því að ef pabbi gat ekki sofið vakti hann hana af værum svefni og spurði hvort hana langaði ekki í jólaköku!“ Borgarnes Þau eru bæði uppalin á höfuð­ borgarsvæðinu og bjuggu fyrstu búskaparárin sín í Árbæjarhverfinu. Þau voru þá komin með barn og fjarlægðirnar geta verið ansi miklar í borginni þegar þarf bæði að sækja Framhald á næstu opnu Á stíg guðanna í Sorrento á Ítalíu. Dásamlegt útsýni frá hótelherbergi í Sorrento. Á göngu í Slóveníu. Við tengjum þig við þína nánustu Með ábyrgð að leiðarljósi tryggjum við íbúum Vesturlands örugg samskipti við ættingja og vini allt árið um kring. Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.