Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 64

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 64
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202264 vinnu og koma barni í pössun. En þá kom það til að Ásþór vann verk­ efni fyrir Fræðsluskrifstofu Vestur­ lands í Borgarnesi og af því leiddi að þau ákváðu að flytja þangað. Þetta reyndist gæfuspor. Þau segja að einstaklega vel hafi verið tekið á móti þeim í bænum. Þau fengu íbúð gegnum kennarastöðu Kol­ brúnar og voru mjög heppin með samstarfsfólk og ekki síður með yfirmenn, þá Snorra Þorsteins­ son fræðslustjóra og Guðmund Sigurðs son skólastjóra Grunnskól­ ans í Borgarnesi. „En best var að við fengum meiri tíma sem mann­ eskjur við það að flytja í svona sam­ félag og eignuðumst góða vini, enda varð Borgarnesdvölin að 35 árum. Við teljum að börnin okkar búi að því að hafa alist upp á svona stað. Þetta gerði okkur að þeim manneskjum sem við erum. Í litlu plássi verður maður virkur og sam­ félagið elur fólk upp. Maður verður sáttari bæði við sig og lífið og fær ýmis tækifæri sem maður hefði ekki fengið að öðrum kosti.“ Nýja lífið Það er nokkuð ljóst hvað það er sem gefur lífinu gildi hjá Kolbrúnu og Ásþóri. Fyrir utan fjölskylduna er málið að eiga sameiginlegt áhugamál og að hafa heilsu til að sinna því. Strax ári eftir ferðina til Mont Blanc fóru þau í áhugaverða ferð á Ítalíu þar sem þau gengu gömlu pílagrímaleiðina til Rómar. Næst varð Slóvenía fyrir valinu, þá þriggja landa ferð þar sem gengið var í Austurríki, Sviss og Ítalíu. Þau hafa líka gengið um Portofino skagann á Ítalíu og Cinqua Terre auk Amalfi, Sorrento og Capri. Árið 2019 dvöldu þau í fjallaþorp­ inu Chamonix í Frakklandi þar sem gengið var í Ölpunum í kring og nýjasti leiðangurinn var um Dolomítafjöllin í septem ber síðast­ liðnum. Á milli slíkra ferða fara þau gjarnan til Tenerife og fleiri staða þar sem þau ganga mikið og njóta náttúrunnar. Sólböð eru ekki á dag­ skrá. Hér er ekki allt upp talið og ótaldar eru ferðirnar til að hitta Rögnu og fjölskyldu í Gautaborg. Þau segjast vissulega vera með samviskubit yfir kolefnissporinu. En þau viðhafa ýmsar mótvægis­ aðgerðir og umhverfisvænan lífs­ stíl til að vega upp á móti því. „Við erum ekkert ofur íþróttafólk og förum ekki á hæstu tindana, þetta eru bara heilbrigðar gönguferðir sem allir geta farið í,“ segir Ásþór. „Hér í blokkinni tökum við líka stundum stigana og gerum styrkta­ ræfingar, leikfimi og teygjur. Svo pössum við upp á mataræðið, erum farin að borða minna kjöt og höfum auga með vigtinni.“ „Það er notalegt að hafa frelsið, það er það sem gerist þegar farið er á eftirlaun. Við getum valið tím­ ann til að gera það sem hugurinn stendur til hverju sinni,“ segja þessi góðu hjón að lokum. gj Ljósmyndir með viðtalinu eru úr einkasafni (Ásþór Ragnarsson o.fl.). Ásþór í göngu frá Chamonix. Gönguhópurinn í Slóveníu. Víða er fallegt útsýni og Kolbrún gefur sér hér tíma til að njóta. Í frönsku ölpunum nálægt Chamonix. Í Dolomítunum í september. Kolbrún í frönsku ölpunum. Kolbrún og Ásþór í ferðinni um Dolomítafjöllin. Vernazza þorpið í Cinque Terre á Ítalíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.