Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 68

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 68
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202268 ánægður með hann þar sem hann er núna, það er eins og hann sé á göngu yfir í ráðhúsið.“ Steinninn sem embættis maðurinn burðast með segir hann að hafi verið tekinn fyrir neðan Hafnarfjallið. Magnús sá sjálfur um að koma styttunni fyrir ásamt aðstoðarmanni. Að því verki loknu varð sérkennilegt atvik. „Þá kom Benjamín Eiríksson hag­ fræðingur og bankastjóri gang­ andi með regnhlíf og við sáum hvar hann notaði hana til að pota í manninn til að reyna að velta honum um koll. En það tókst ekki. En þetta var spaugilegt! Hann tók tilhlaup og reyndi og við horfðum undrandi á þetta.“ Sveitabær á hvolfi „Það verða hughrif af því að sjá lista­ verk,“ segir Magnús. „Það verður að vera eitthvað sem hrífur þig, þótt þú getir ekki endilega skilgreint það, listamaðurinn getur það ekki einu sinni sjálfur. Þótt listin hafi hér áður fyrr skipst í abstrakt og fígúratífa list var óravegur á milli þeirrar skil­ greiningar og að skilja myndlist. Fólk taldi sig skilja myndlist með því að það endurþekkti eitthvað, en verkið snerist ekki um það heldur hvernig hluturinn var gerður. Gamli Hallsteinn Sveinsson var skemmti­ legur karl. Hann hélt því fram að abstraktmyndir væru betri heldur en þær fígúratífu, því það væri hægt að hengja þær upp á fjóra mismunandi vegu ef um ferkantaða mynd væri að ræða. En aftur á móti væri ekki eins vinsælt að hengja upp mynd af landslagi eða sveitabæ á hvolfi.“ Fangar frelsisins Magnús er ekki mikið fyrir að hafa listaverk úti í náttúrunni; hann segir að þau eigi helst heima í borgum og bæjum. Ein undantekning er verkið Fangar frelsisins sem er á Hvera­ völlum. Það var gert til minningar um Fjalla Eyvind og Höllu. Magnús segir: „Ég hugsaði sem svo að þó þau hafi verið frjáls í óbyggðum hafi þau samt verið fangar því þau máttu hvergi koma innan um fólk. Svo þau voru í raun fangar frelsis­ ins.“ Hann segist ekki minnast þess að hafa gert verk án titils. „Nafnið er hluti af verkinu og oft slær hvoru tveggja niður í hugann í einu.“ Skalla-Grímur og Grettistak Fyrir um tuttugu árum sendi Magnús inn hugmynd að verki til Borgarbyggðar. Þetta var frumgerð verks sem hann nefndi Skalla­Grím. „Ég fékk þessa hugmynd til að bæjar félagið keypti þetta, en heyrði svo aldrei frá þeim,“ segir hann. Hann átti kost á skínandi fínni stál­ plötu til að forma skallann á verkinu en hún glataðist því miður. Platan var í vélsmiðjunni Orra og þar var Reynir Hjálmtýsson hægri hönd Magnúsar varðandi stærri verk eins og Þotuhreiðrið. Hann var Magn­ úsi einnig dygg hjálp þegar verkið Grettistak var sett upp við hjúkr­ unar­ og dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Bjargið sem þar hvílir á styrkum fótum er líklega um fjögur tonn að þyngd, svo ekki veitti af miklum hagleik við að koma því fyrir. Reynir lést árið 2021 og þegar það gerðist var hann nýkominn úr góðri heimsókn til vinar síns á Ökrum. „Hann dó frá mér,“ segir Magnús. Bílslys setti strik í reikninginn Magnús segist ekki lengur geta unnið að listsköpun sinni sem skyldi því hann á við meiðsli í hálsi og öxl að stríða eftir bílslys sem hann lenti í fyrir mörgum árum. Þessu fylgja verkir. „Það sprakk á bílnum á versta stað þegar ég var á ferð í Kolbeinsstaðahreppnum um vetur. Ég gat ekki bremsað; bílinn fór nokkra hringi og endaði svo á þakinu ofan í á. Tvær konur sáu þetta út um eldhúsglugga og komu mér til hjálpar þegar ég skreið út úr bílnum. Það var vatn í ánni og kaf­ snjór en mér tókst að brjótast sjálfur upp á bakkann. Þær fóru með mig heim í bæ og gáfu mér kaffi, en það kom ekki sjúkrabíll eða neitt slíkt. Ég tilkynnti þetta samt og það kom lögregluþjónn úr Stykkishólmi. Nágranni minn Unnsteinn í Laxár­ holti kom svo og sótti mig. Hann er gríðarlega duglegur, búinn að vera vinur minn síðan ég kom og hefur nýtt túnin hérna.“ Reykjavík fráhrindandi kostur Þegar rennt er heim að Ökrum fangar falleg birta augað, enda er sjórinn nærri og víðsýnt til allra átta. Þarna hefur Magnús búið í 35 ár og mikið til einn. Svo það er eðli­ legt að spyrja hvort honum finn­ ist gott að búa þarna. Það stendur ekki á svari. „Ég er voða háður því. Svo er Reykjavík að verða meira og meira fráhrindandi. Þar eru byggð þessi ósköp af ljótum byggingum og umferðin er hrikaleg. Ég held líka að ef ég væri í Reykjavík myndi ég bara hanga á börunum,“ svarar hann að bragði. „Ég hef senni­ lega verið þunglyndur alla ævina. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því sem barn eða unglingur og ekki heldur sem ungur maður. Ég sagði lækninum mínum eitt sinn að ég væri tóbakseitrað fyllisvín – líklega hefur hún tekið það bókstaflega.“ Samtalinu lýkur. Þegar ekið er úr hlaði er fallið að í Akraósi og birtan faðmar staðinn. Hér eru þeir Sínus og Kósínus víðs fjarri og eitt­ hvað allt annað svífur yfir vötnum. Það er skiljanlegt að skapandi lista­ maður vilji búa á svona stað. gj Fangar frelsisins á Hveravöllum. Á bak við rimlana eru tvö steinhjörtu, annað úr heimasveit Höllu og hitt af heimaslóðum Eyvindar. Ljósm. gj. Frumgerðin af Skalla-Grími sem Magnús sendi til Borgarbyggðar sem hugmynd að stóru verki á söguslóðum Egilssögu. Ljósmynd: Jóhanna Skúladóttir. Þotuhreiðrið við Leifsstöð. Trjóna þotu brýst eins og fuglsgoggur út úr stóru eggi sem stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þetta er stærsta verk Magnúsar og goggurinn er innblásinn af hljóðfráu þotunni Concorde. Verkið er um níu metrar á hæð og eggið sjálft vegur á sjötta tonn. Ljósmynd: Einar G.G. Pálsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.