Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 70

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 70
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202270 Að fæðast og alast upp í litlu sjávar­ plássi vestur á fjörðum fyrir seinna stríð var mögulega jafn ólíkt og hugsast getur aðbúnaði barna í dag. Lífið á Flateyri við Önundarfjörð snerist um veiðar og vinnslu á fiski, stórir sem smáir tóku þar virkan þátt strax og þeir gátu valdið vett­ lingi. Viðmælandi okkar var fimm ára þegar hann var sendur með kolafötuna til ömmu sinnar í næsta húsi og einungis tíu ára þegar hann var ráðinn í beitningu upp á stúf, eins og það var kallað. Ellefu ára var hann svo kominn um borð upp á hálfan hásetahlut ásamt vini sínum Villa Valla. Eftir góðan aflamánuð í september 1946 dugði útborg­ unin til að greiða fyrir skólagöngu í Héraðsskólanum í Reykholti allan næsta vetur. Að tveggja vetra námi í Borgarfirði loknu var aftur haldið vestur, sjórinn togaði og stofnað til fjölskyldu og útgerðar. Tveimur áratugum síðar þoldi bakið ekki meiri kulda og átök á sjónum og var þá söðlað um. Á sjöunda ára­ tugnum var haldið suður og fljót­ lega keypt rótgróin hverfisverslun við Framnesveg 44 í Reykjavík. Síð­ ari hluti starfsævinnar var unnið við kaupmennsku og sérstaðan í Sval­ barða var sala á harðfiski og öðrum rammíslenskum mat. Viðmælandi okkar er Hallur Kristján Stefánsson sem nú á 92. aldursári, býr í íbúð sinni við Frostafold í Reykjavík og unir hag sínum vel. Vestfirðingur í húð og hár „Foreldrar mínir kynntust á Flat­ eyri. Mamma hét Guðfinna Arn­ finnsdóttir og var frá Lamba­ dal, þriðja í röð sautján systk­ ina. Foreldrar hennar voru vel stæðir bændur á þeim tíma í Dýra­ firði. Pabbi var Stefán Brynjólfs­ son frá Mosvöllum í Önundarfirði. Mamma réði sig sem vinnukonu hjá Snorra Sigfússyni skólastjóra á Flateyri, en hann dýrkaði hún alla tíð síðan. Þar kynnast foreldrar mínir og stofna til heimilis, en voru býsna ólík. Hann var sjómaður og hæfileikar hans lágu einkum í hversu handlaginn hann var, en móðir mín var dugnaðarforkur og bætti mann sinn upp með ljúfari skaphöfn. Við systkinin vorum fimm talsins, ég næstyngstur. Pabbi var sjómaður alla tíð meðan hann bjó fyrir vestan, var lengi á togaranum Reykjaborg. Hann hætti á Reykjaborginni rétt áður en togarinn var skotinn niður í stríðinu, var ekki feigur bless­ aður. Hann var á línubátum eftir það. Mamma vann hins vegar í fiski alla sína tíð. Eftir að foreldrar mínir flytja suður haustið 1967 starfa þau um tíma bæði í Bæjarútgerðinni í Reykjavík; hann við saltfisksverkun og hún í frystihúsinu.“ Eiginkona Halls var Fjóla Haraldsdóttir frá Gerðhömrum í Dýrafirði. Hún lést fyrr á þessu ári, 95 ára að aldri. Börn þeirra eru þrjú en áður átti Fjóla eina dóttur. Afa­ og ömmu­ börnin og afkomendur þeirra eru fjölmargir; fjórtán barnabörn og 31 barnabarnabarn. Ungur í beitningu En að æskuárunum á Flateyri. „Ég var frekar bráðþroska sem barn og það skorti ekkert upp á sjálfs­ bjargarviðleitnina. Börn á þessum árum fóru strax að taka þátt í lífs­ baráttunni þegar þau gátu, allir reyndu að gera eitthvað gagn. Ein fyrsta æskuminningin mín er þegar ég var sendur til ömmu minnar Kristínar með kol til að hún gæti hitað upp inni hjá sér. Þá var ég lík­ lega fimm ára. Auðvitað lékum við börnin okkur svo líka. Besti vinur minn og leikfélagi í æsku var Villi Valli, Vilberg Valdal Vilbergsson, tónlistarmaður og hárskerameist­ ari, ári eldri en ég. Hann er nú heiðursborgari Ísafjarðarbæjar og búsettur þar. Hann var ósköp vel gerður drengur og aldrei á okkar löngu ævi hefur skugga borið á vin­ áttu okkar. Í byrjun júní 1941, þegar ég var tíu ára, var ég ráðinn í beitningu í landi fyrir línubátinn Kvikk ÍS­306. Ég var ráðinn upp á stúf eins og það var kallað, en þá fékk maður þann afla sem fékkst á 100 króka. Róið var með 12 stampa, eða bala eins og það er oft kallað, með sex lóðum í hverjum stampi eða 72 lóðir, 7.200 króka. Við beittum síld og kúfisk. Með æfingunni varð maður býsna snöggur að beita og náði ég því að vinna keppni í kappbeitningu á sjómannadaginn fimm ár í röð. Fyrir það fékk maður koparstamp í verðlaun sem Vilberg Jónsson vél­ smiður smíðaði.“ Á sjó Sumarið þegar Hallur var ellefu ára veikist svo einn hásetinn um borð í Kvikk ÍS. „Eigandi og skip­ stjóri bátsins hét Helgi Sigurðsson. Hann var Súgfirðingur sem flutt hafði til Flateyrar fyrir stríð. Helgi átti Kvikk ásamt Sigurði syni sínum sem var vélstjóri en fimm aðrir voru í áhöfn. „Það þótti upphefð að fá pláss á þessum báti og var eftir­ sótt. Ég og Villi Valli vorum þarna í ágúst 1941 ráðnir saman upp á einn hlut í fyrstu. Ég var þá ellefu ára og Villi Valli tólf. Það þurfti aðeins að semja við mömmurnar okkar til að þetta fengist í gegn. Mamma var skíthrædd um mig, en Helgi skip­ stjóri róaði hana og sagðist lofa að passa strákinn.“ Mánaðarlaun fyrir skólagjöldunum „Kvikk ÍS var skráður 3,5 tonn og var með 15 hestafla sænskri Schefler vél með glóðarhaus, en það þurfti að starta henni með olíulampa. Á Kvikk var róið frá maí og fram í nóvember ár hvert. Mest rérum við út af Sauðanesinu, sem er snarbrött hamrahlíð milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar, og þar var línan lögð. Þarna lærði maður mikið í sjómennskunni, í raun grunn að öllu sem ég kunni eftir það. Hjá Helga var ég í vinnu í alls sex sumur og ég man að hann skammaði mig aldrei. Hann reyndist mér afar góður. Þegar ég fermdist þrettán ára gaf hann mér tvo hundrað krónu seðla, sem þótti alveg stór­ kostleg gjöf og stórmannleg. Í stað­ inn fyrir að skamma þá leiðbeindi Helgi. Hjá honum voru enda margir til sjós sem síðar áttu eftir að verða farsælir togaraskipstjórar, til dæmis þeir Sigurður Kristjáns­ son og Marteinn Jónasson hjá Bæjar útgerð Reykjavíkur. Ég var sjómaður á Kvikk í fimm sumur. Ég man að mesti aflinn í einum túr var 4,5 tonn, en þá rétt flaut báturinn. Síðasti mánuðurinn hjá mér um borð var í september 1946 en þá vorum við fimm á bátnum. Það var blíðskaparveður allan mánuðinn og róið upp á hvern dag. Ég man að ég fékk 3.400 krónur útborgaðar. Það var nákvæmlega sú upphæð sem ég borgaði þá um haustið fyrir vetrar­ dvöl við Héraðsskólann í Reyk­ holti.“ Foreldrar Halls, þau Stefán Á sjó frá barnsaldri en gerðist síðar sérhæfður harðfisksali Tekið hús á Halli Stefánssyni fyrrum kaupmanni í Svalbarða Hallur Stefánsson. Ungur maður kominn í Héraðsskólann í Reykholti. Hallur og Fjóla ásamt Helgu Guðfinnu dóttur sinni. Myndin er frá 2015. Hallur er hér við líkan af kútter, sem Stefán Brynjólfsson faðir hans smíðaði árið 1922. Hráefnið sem hann notaði var rekaviður frá Hornvík. Líkanið ber nafnið Páll, en skipið er nokkuð nákvæm eftirmynd af kútter Sigurfara sem nú hvílir lúin bein í Görðum á Akranesi. Kaupmaðurinn í Svalbarða að valsa harðfisk að vestan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.