Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 72

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 72
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202272 „Nú er staðan sú að aldrei þessu vant vantar ríkissjóð aura. Þá er ráð­ ist í að hækka skatta á rafmagnsbíla sem mun líklega hækka útsöluverð þeirra um þriðjung. Frábært. Við hækkum bara kolefnisskatta í stað­ inn og þá græða allir. Ég ekki skilja neitt.“ Þessa færslu setti Þórður Áskell Magnússon á Facebook síðu sína í haust. Af henni má ráða að hann hefur rökfastar skoðanir. Blaðamaður Skessuhorns ákvað að fá að vita meira um manninn. Grundarfjörður og Pólland Þórður er fæddur árið 1967 og heldur úti vefsíðu þar sem segir að hann búi í Grundarfirði. En málið er ekki svo einfalt. Jú, hann á hús þar ásamt konu sinni Dóru Henriks dóttur sem er pólsk. En hann er einungis tvo mánuði á ári hér á landi, þess utan er hann í erlendis, upptekinn við að stýra alls kyns rekstri, meðal annars blómstrandi fyrirtæki sem heitir TRM. En hann rekur líka Djúpa­ klett ehf, Selsker ehf, Vélsmiðju Grundarfjarðar, Snæís hf og Hel­ grindur ehf. Hann dvelur um fjóra mánuði ársins í Póllandi og hálft árið í Bandaríkjunum. Hann segist vera nörd og hafi gaman af stærð­ fræði, tölfræði og alþjóðahagfræði. „En ég horfi bara í hálftíma á ári á sjónvarp,“ segir hann. „Það er þá áramótaskaupið. En ég næ aldrei klukkutíma því þá er ég búin að slökkva. Svo ég skil ekki af hverju ég er að þessu.“ Fjarvinna Sannarlega má segja að Þórður starfi á alþjóðlegum vettvangi þótt skrifstofa hans sé heima. „Meira að segja er þetta flóknara hjá mér en öðru fólki, ég mun alltaf kalla mig Þórð og kynna mig þannig,“ bloggar hann. „En árið 2019 var orðið of flókið fyrir mig að heita Þórður Áskell, búandi 50% af árinu í Flórida og 25% í Póllandi. Þannig að ég breytti nafni mínu. Í Hagstof­ unni og í öllum opinberum skjölum þá heiti ég Thor Magnússon. Það var bara ekki alltaf auðvelt að vera með rekstur í USA og Póllandi og geta hvergi skrifað undir nema með meiri háttar veseni.“ Hann seg­ ist oft hafa uppskorið aulaglott hjá fólki fyrir Covid þegar hann sagði að það skipti ekki máli hvar hann ynni ef hann hefði síma og tölvu. „En núna hef ég fengið uppreisn æru, fólk er búið að fatta að yfir­ gnæfandi hluti starfa krefjast þess ekki að þú mætir á ákveðinn stað,“ segir hann. Góðir samstarfsmenn Er ekki erfitt samt að vera með umfangsmikinn rekstur en vera ekki meira á staðnum? „Ja þetta væri svo sem ekki mögulegt nema af því ég er með alveg topp starfsfólk og samstarfsfélaga,“ segir Þórður. „Það má svo segja að ég sé bölvaður rasisti, því það eru bara Pólverjar sem starfa hjá mér. En svo á Krist­ ján Guðmundsson hótelið með mér að hálfu og Remek Bilevicius á Vélsmiðjuna með mér að hálfu. Przemyslaw Andri Þórðarson eldri strákurinn minn býr í Grundarfirði og hann sér alfarið um daglegan rekstur á Djúpakletti, ég sé bara um bókhald og annað slíkt. Yngri strákurinn okkar býr hins vegar í Reykjavík. Hann heitir Tómasz Theodór Þórðarson. Ég er sjálfur kannski ekkert merkilegur pappír þannig lagað, en hef verið ofboðs­ lega farsæll með fólkið sem ég hef ráðið til starfa og byggi allt á því.“ Hann segir að tveir starfsmenn í Djúpakletti séu komnir yfir 20 ár í starfsaldri og bregður á glens: „Það eru það ör mannaskipti hjá mér að við erum með einn nýjan sem er að læra þetta, hann er búinn að vera í sjö ár! En að öllu gríni slepptu þá er ég sá maður í fyrirtækinu sem kann minnst, þeir kunna þetta allir betur en ég.“ Mér heyrist að þú berir virðingu fyrir starfsmönnum þínum? Þórður er snöggur að svara: „Ég hef ekkert val, hvað gerði ég án þeirra?“ Kjaftfor krakki sem vissi allt Hvernig kom það til að þú fluttir til Grundarfjarðar? „Það var árið 1991,“ segir Þórður. „Pabbi minn Magnús Þórðarson tengdi mig við staðinn, hann hafði lent inni á Kvíabryggu og þegar hann var búinn að afplána vistina bentu fangaverðirnir honum á gam­ alt og hálfónýtt fiskvinnsluhús­ næði í Grundarfirði sem var alveg að niðurlotum komið en kostaði ósköp lítið í leigu, ásamt kofa­ skrifli til að búa í. Ég var þarna búinn að sækja um nám í Tromsö í Noregi og ætlaði að verða útgerðarstjóri. En svo var farið að bjóða upp á sjávarútvegsnám á Akureyri og ég fór frekar í það. En ég sá þegar á hólminn var komið að það nám var meira að búa til matvælafræðing en útgerðarstjóra. Ég sá fyrir mér að ég yrði að vinna einhvers staðar í hvítum sloppi og hvítir sloppar henta mér ekki sér­ lega vel.“ Hann ákvað að hætta í þessu og sækja aftur um í Tromsö, en var seinn að sækja um svo hann hafði eitt ár þarna í milli. „Svo ég fór til pabba og ætlaði bara að vera í Grundarfirði í tíu mánuði. En svo leigðum við smábát og keyptum svo smábát og innan skamms varð ekki aftur snúið.“ Það má segja að þessi gæska fangavarðanna hafi borgað sig vel fyrir Grundarfjörð. Þórður segir á vefsíðu sinni: „Það að leiga á húsi og „vinnslu“ hafði kostað lítið skipti mjög, mjög miklu máli því það voru akkúrat peningarnir sem við áttum. Þannig var byrjað af miklum vanefnum með tvær hendur tómar og enga tiltrú furðu lostinna bæjarbúa sem höfðu aldrei fengið svona sendingu úr höfuð­ borginni áður. Einn fyrrverandi fangi á skilorði, lögfræðingur þess utan, og kjaftfor krakki sem þóttist vita og kunna allt.“ Missti tvö systkin Við snúum okkur að uppvext­ inum. „Pabbi dó 2017 en mamma er á lífi,“ segir Þórður. „Hún heitir Björg Kjartansdóttir. Ég ólst upp í Reykjavík og er Austurbæingur. Maður fékk hausverk í gamla daga ef maður keyrði upp fyrir Elliða­ árnar og þetta lið í Breiðholti og Hafnarfirði var bara utanbæjar­ pakk,“ segir hann. „Ég var elstur og átti tvö alsystkin, en það var harm­ leikur því þau fengu hrörnunar­ sjúkdóm sjö ára gömul og voru dáin fyrir 25 ára aldur. Þau voru talsvert yngri en ég. Kjartan bróðir minn var níu árum yngri og Ásta Mar­ grét var ellefu árum yngri. Þau voru algerlega heilbrigð til sex ára aldurs en þá byrjaði að fjara undan þeim. Þetta var allur skalinn niður í að vera algerlega ósjálfbjarga. Svo við kynntumst öllum skrefunum.“ Það sem amaði að systkinum Þórðar var Batten sjúkdómurinn, sem kemur fyrst fram þegar börn eru á skólaaldri. Einungis eitt af hverjum 100 þúsund börnum fæðast með sjúkdóminn. Þórður er sem sagt eina barn móður sinnar á lífi en á systk­ ini föður síns megin. Hann segir að faðir sinn hafi verið fyrsti lög­ fræðingurinn til að spila frá sér öllum réttindum og koma sjálfum sér inn í fangelsi. „En það var Hvítir sloppar henta ekki vel Rætt við athafnamanninn Þórð Áskel Magnússon í Grundarfirði, Póllandi og Bandaríkjunum Þórður á vinnustað á heimili sínu. Þórður og Dóra. Heimili Dóru og Þórðar í Białystok.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.