Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 73

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 73
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 73 gaman að kallinum. Við vorum samt ekki alltaf sammála, en það var sennilega af því að ég er sammála öllum á meðan ég ræð öllu. Ef ég fæ ekki að ráða öllu líkar mér það mjög illa,“ segir hann kíminn. Frá Póllandi til Litháens, gegnum Ísland Talið berst að atvinnurekstrinum, helsta viðfangsefni Þórðar. Hann hefur unun af því að vinna og segir að það séu bara sunnudagarnir sem séu leiðinlegir, þeir séu bara bið eftir mánudeginum þegar allt fer í gang aftur eftir helgina. Meðal nýj­ ustu verkefna Vélsmiðju Grundar­ fjarðar er að flytja inn og reisa pólsk iðnaðarhús. „Á næsta ári erum við búin að selja þrjú hús á Íslandi og tvö til Litháen. Þau síðarnefndu eru sem sagt seld á Íslandi, frá Póllandi til Litháens. Fyrsta húsið sem við fluttum inn var selt til sjávarútvegs­ fyrirtækisins G.Run í Grundarfirði og ef allt sem er í pípunum verður að veruleika verða ein átta svona hús seld á næsta ári.“ Blaðamaður spyr hvernig húsin standist íslenska veðráttu og það stendur ekki á svari. „Ef hús getur staðið við höfnina í Grundar­ firði geturðu troðið því upp á hvaða jökul sem er og það verður í fínu lagi,“ segir Þórður. „Grund­ firðingar lenda reglulega í því að malbikið fýkur af sitt hvorum megin við bæinn!“ TRM flytur inn hvað sem er Þórður stofnaði fyrirtæki í Pól­ landi ásamt Remek í Vélsmiðjunni og öðrum pólskum félaga sínum, Marek. Það ber nafnið TRM sem eru upphafsstafir eigendanna. „Við gerðum þetta til að eiga auðveldara með innflutning til Íslands vegna þess að það var annars svo flókið að fá virðisaukaskattinn endur­ greiddan. TRM sérhæfir sig í að flytja vörur til Íslands frá Pól­ landi og þóknunin okkar er virðis­ aukaskatturinn sem við fáum endurgreiddan hér úti. Svo það má segja að pólska ríkisstjórnin greiði fyrir vinnuna okkar,“ segir Þórður. „Við veitum kaupendum allar upp­ lýsingar um vörur og flytjum inn marga gáma á ári, jafnvel mótor­ hjóladekk og gröfudekk, glugga, hurðir og alls konar. Við fáum hag­ stæðari flutningssamninga vegna magnflutninga og það kemur kaup­ andanum til góða. Svo komust við fram hjá öllu einkaleyfum, þar sem þau eru bönnuð innan ESB, með þessu móti.“ Pólsku tengslin Það er auðheyrilegt að Þórður hefur gaman af því að standa í rekstri og hann segir eiginkonu sína Dóru Henriksdóttur vera með honum í því í einu og öllu. Þegar hann er spurður um hvernig þau hafi kynnst svarar hann glettinn: „Hún byrjaði að vinna hjá mér, beitti fyrir mig í smábátaútgerðinni. Ég hélt þá að það yrði ódýrara að giftast henni en það reyndist algert rugl!“ Dóra og Þórður hafa verið saman síðan árið 1994 og eiga hús í Póllandi. Þórður kann pólsku orðið ágæt­ lega og hefur ákveðnar skoð­ anir á því hvernig best sé að læra tungumál. „Lífið veitir okkur stundum tækifæri til að auka þekk­ ingu okkar og ég leit þetta þeim augum. Maður verður að hafa vit á að grípa tækifærið og læra af hlustun. Ég hef sterkar skoðanir á íslenskukennslu fyrir útlendinga, þeir þurfa að fá að tala án þess að Þórður með sonum sínum. Fyrsta einingahúsið sem Vélsmiðja Grundarfjarðar flutti inn og reisti á Íslandi var fyrir G.Run í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 02 2 Þeim fjölmörgu sem innt hafa af hendi óeigingjarna sjálfboðavinnu í þágu íbúa og samfélags er þakkað sérstaklega fyrir sitt dýrmæta framlag. Grundarfjarðarbær óskar íbúum Grundarfjarðar, Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.