Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 78

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 78
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202278 þáði,“ segir hún. Bowie átti þó eftir að skapa mikið af tónlist eftir þetta en átti við ýmis heilsufarsleg vanda­ mál að stríða og lést loks úr krabba­ meini aðeins tveimur dögum eftir að síðasta plata hans kom út, í jan­ úar 2016. Bowie veggurinn Þegar Bowie lést hófu aðdá­ endur hans út um allan heim að myndskreyta veggi í minningu hans. „Þá hugsaði ég að það þyrfti líka að mála vegg á Íslandi,“ segir Björn. „Ég hafði lengi þekkt graf­ ískan hönnuð sem einnig var aðdá­ andi Bowie, Halldór R. Lárus­ son. Ég viðraði hugmyndina við hann og fann svo vegg hér á Skag­ anum sem hentaði, gafl hússins við Kirkjubraut 8, gömlu lögreglu­ stöðina. Svo unnum við að þessu saman, hann kom uppeftir þegar hann gat til að hjálpa mér að mála. Hann hafði verið að vinna grafískar myndir af Bowie og við notuðum þær á vegginn.“ Björn gleymdi sér alveg við þetta skemmtilega verk­ efni. „Maður var á 12 tíma vöktum í álverinu og kom klukkan átta á kvöldin til að fara að mála. Svo átti maður kannski að mæta í vinnu aftur klukkan sex um morgun­ inn, en málaði samt fram yfir mið­ nætti,“ segir hann. Þess má geta að nýverið máluðu hann og Halldór einnig saman annan vegg handan götunnar með myndum af tón­ listarfólki frá Akranesi. Hann var orðinn klár fyrir Vökudagana. Bowie hátíð á Akranesi Síðan þá hafa ýmsir viðburðir verið haldnir við Bowie vegginn og síðast liðið sumar var haldin hátíð Bowie til heiðurs. Það var árið sem hann hefði orðið 75 ára. Þá voru líka einmitt fimm ár síðan veggur­ inn var málaður. „Við höfum gert margt Bowie tengt,“ segir Björn. „Við höfum reyndar sett upp tvær sýningar. Sú fyrri var tveimur árum eftir að við máluðum vegginn og þá voru bara sýndir Bowie munir og verk eftir okkur Dóra. Við fylltum húsið og það komu um 400 manns. Í sumar héldum við svo tveggja daga sýningu í Gamla Landsbanka­ húsinu. Þar sýndu sex Bowie aðdá­ endur hluta af Bowie söfnum sínum auk þess sem Heiða í Unun kom og söng Bowie lög. Svo gerðu sex listamenn Bowie listaverk og sýndu víðs vegar um bæinn. Þar að auki kom hljómsveitin LIZT og hélt tónleika á laugardagskvöldinu og flutti Bowie lög. Svo Bowie hátíðin stækkaði verulega.“ Alls komu 5­600 manns til að skoða sýninguna. „Það var fólk alls staðar að,“ segir Björn. Hann stóð líka fyrir útgáfu fyrsta Bowie blaðsins á Íslandi við þetta tæki­ færi ásamt Halldóri og Jennu. Hann hefur reyndar komið áður að útgáfu blaðs, því þegar hann vann í Sementsverksmiðjunni sá hann um útgáfu blaðsins Sementspokans í ein sjö ár. Tileinkaði sér tæknina Það er ljóst að Bowie á hug hjón­ anna Jennu og Björns allan og þau eiga fjöldann allan af safngripum tengdum honum. Þau segja að Akranes tengist minningu Bowies á ýmsan annan hátt líka og nefna sem dæmi störf Svönu Gísladóttur sem er framleiðandi í kvikmynda­ og sjónvarpsbransanum og vann með ABBA að nýjustu sýningunni þeirra í London svo dæmi sé tekið. „Svana vann með Bowie að tveimur stórum myndböndum sem voru síðustu sköpunarverk hans,“ segir Björn. Bowie lést í janúar 2016, þá 69 ára gamall. Þetta var aðdáendum hans mikið áfall. „Við höfum verið í nóvember úti í New York,“ segir Björn. „Þá var hann að frumsýna söngleik þar og mig langaði til að vera fyrir utan leikhúsið til að sjá hann. En það er mikið mál að fara niður á Manhattan svo við gerðum það ekki. En ég sá myndir af honum sem teknar voru fyrir utan leik­ húsið og sá myndböndin sem hann gaf út. Einhvern veginn gat ég ekki varist þeirri tilfinningu að það hlyti að vera eitthvað alvarlegt að. Svo kom síðasta platan hans út og tveim dögum síðar var hann allur. Í síð­ asta myndbandinu sem hann gerði voru margar vísanir í eldri verk og svo fór hann inn í skáp í lokin og lokaði á eftir sér,“ segir Björn. „Það er ekki hægt að kveðja með skýrari hætti.“ Jenna bætir því við að Bowie hafi alltaf ort og sungið um dauð­ leika sinn. „En þarna vissi maður að þetta væri síðasta albúmið. En það hafði verið svo mörgum verðmætt að vita af honum þarna og að hann væri enn að skapa.“ Hún segist aldrei hafa syrgt neina svona opin­ bera manneskju áður, en hann hafi verið hluti af lífinu. „Hann var líka í góðu sambandi við áhangendur sína, sinnti þeim vel og var alltaf þakklátur fyrir að fólk kynni að meta verkin hans. Hann var mik­ ill og fjölhæfur listamaður, samdi alla þessa tónlist og lék í mörgum kvikmyndum. Svo var líka merki­ legt hvað hann tileinkaði sér tækn­ ina vel og notaði netið til miðlunar­ vitans strax frá upphafi þess á 10. áratugnum.“ Hugðarefni Það er ekki hægt að segja að Birni og Jennu leiðist, þau hafa nóg að gera bæði við vinnu sína út á við og svo áhugamálin. „Við erum í klúbbi sem heitir David Bowie Ísland á Facebook og fórum nýverið með hópi þaðan að sjá nýjustu heimilda­ myndina um Bowie. Þar er hans eigin rödd, viðtöl og annað. Við erum alveg á kafi í þessu. Ef eitt­ hvað Bowie tengt kemur út nálg­ umst við það,“ segja þau. En auk þessa njóta þau þess að ferðast um landið auk reglubundinna ferða til New York. Þess skal getið að Jenna fékk íslenskan ríkisborgara­ rétt á síðasta ári og tók upp íslenska millinafið Katrín. Björn hefur stutt við starfsemi Vitans á Akranesi og unnið þar með Hilmari Sigvalda­ syni. Hann hefur m.a. tekið upp og unnið myndbönd af tónleikum og sýningum í Vitanum sem Hilmar hefur notað til kynningar. Jenna er með hliðarverkefni við skrifin, hún merkir fallega býanta, ekki síst með Bowie tengdum orðum, svo sem heitunum á plötunum hans. Blýantana selur hún eða gefur og finnst notalegt að hafa handverk til að fást við. „Útlendingar hafa keypt heilu settin af þessu,“ segir Björn. Sjálfur fæst hann við að teikna og blaðamaður fær að sjá hvernig hann tvinnar Bowie tengt efni inn í myndirnar, enda hlýtur hann að teljast sérfræðingur í verkum hans. Í íslenskri nútímamálsorðabók segir að hugðarefni sé málefni sem maður lætur sér annt um. Blaða­ maður hrífst af lífsstíl og heil­ steyptu hugarfari Jennu Katrínar og Björns. Þau fara ekki endilega troðnar slóðir og veigra sér ekki við að taka ákvarðanir. Hann er af Skaganum og hún af blönduðu þjóðerni, alin upp í einni stærstu borga heims. Ólíkara getur það ekki verið. En menningin sam­ einar og ræður ríkjum, hún nærir og bætir. gj/ Ljósm. gj og úr einkasafni Hluti myndar eftir Björn þar sem hann notar áritun Bowies (f. Bjössi Lú) og nafn hans túlkað með svörtum stjörnum. Síðasta plata hans hét Blackstar. Litríkir blýantar frá Jennu, merktir verkum eftir Bowie. Björn við gríðarstóra mynd af Bowie í Jersey City í New Jersey, Myndin var máluð af þekktum vegglistarmálara sem heitir Eduardo Kobra og er á 18 hæða blokk. Björn og Jenna á ferðalagi fyrir norðan. Áritun frá Bowie til Björns á plötuna Space Oddity. Björn notaði hana svo til að setja á Blackstar myndina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.