Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 82

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 82
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202282 báðum að þetta væri satt og rétt,“ segir Villi og glottir. Leiðsögnin hefur leitt af sér að hann hefur kynnst ógrynnum af alls konar fólki. „Í tengslum við að keyra stóru jeppana hef ég kynnst frægu fólki, kvikmyndaleikurum, stjórnmálamönnum, kóngafólki og þess háttar. Ég hef líka verið við upptökur á stórmyndum, sem teknar hafa verið á Íslandi. En eftir minnilegasta fólkið er kannski bara það venjulegasta. Ég man t.d. mjög vel eftir fjölskyldu frá Banda­ ríkjunum þar sem að flestir unnu í Hershey súkkulaðiverksmiðjunni. Og tvennum fullorðnum hjónum frá Ísrael, sem ég fór með í nokkurra daga ferð um Suðurland,“ segir Villi. „Þegar við Elizabeth fórum til Ítalíu um daginn vorum við að heimsækja fólk sem ég hef kynnst í gegnum ökuleiðsögumanns starfið. Við lentum þar í margra klukku­ tíma matarveislu hjá eiganda ferða­ skrifstofu sem ég hef unnið fyrir síðustu ár. Og í sömu ferð vorum við boðin á Michelin veitingastað þar sem við borðuðum og drukkum allt sem við gátum í okkur látið. Hópur sem ég fór með um landið í sumar bauð og það var ekki við það komandi að við tækjum upp veskið. Frí leiðsögn um borg og bý fylgir oftar ekki með. Á þennan hátt hef ég/við kynnst öðrum þjóðum og löndum á persónulegan hátt.“ Eyðilögðu lögreglubílinn Þó ýmis viðfangsefni Villa hafi verið nefnd hér á undan er alls ekki allt upp talið. Á Borgarnesárunum var hann í JCI (Junior Cham­ ber International) sem er alþjóð­ leg hreyfing fyrir ungt fólk á aldr­ inum 18­40 ára sem hefur áhuga og metnað til að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig. Villi tók þátt í ræðukeppnum á vegum félagsins og var oftar en ekki kosinn „ræðumaður dagsins.“ Eitt af ver­ kefnum félagsins í Borgar nesi var að standa fyrir viðburði í desember þar sem formlega var kveikt á jóla­ tré staðarins. Félagar saumuðu sér jólasveinabúninga við þetta tæki­ færi og komu fram í þeim. Í fram­ haldinu lék Villi oftar en ekki jóla­ svein við ýmis tækifæri. Annað sem mætti nefna frá þessum árum er að hann var upptökumaður fyrir RÚV og í framhaldi líka fyrir Stöð 2. „Við Arinbjörn Hauksson vorum í þessu saman. Keyptum upptökuvél og vorum í upptökum af ýmsum við­ burðum í Borgarnesi og nágrenni á tímabili, ekki bara fréttamyndum,“ segir hann. „Þetta kom sennilega til í framhaldi af aðkomu okkar og leikdeildarinnar að áramótaskaupi sem sýnt var í kapalkerfi sem star­ frækt var um tíma í Borgarnesi. Okkur tókst nú að eyðileggja lög­ reglubíl í einni upptökunni,“ segir hann og hlær. Ekkert lært en gerir samt Síðustu tvö árin fyrir Covid­19 bjó Villi hjá Kolbrúnu systur sinni í Vík aðra hvora viku og keyrði hópa í íshella þar í grennd. Síð­ asta ferðin var 15. mars 2020, en svo kom farsóttin. En þessi tvö ár hafði ekki fallið úr dagur. Þarna vann hann líka fyrir Ann Peters, bandarískan ljósmyndara sem sér­ hæfir sig í að skipuleggja brúð­ kaup á Íslandi og taka myndir. „Þá var oft farið á staði sem enginn kemur á og teknar flottar brúð­ kaupsmyndir,“ segir Villi. Um tíma keyrði hann líka jeppa hjá Kristjáni Kristjánssyni hjá ferðaþjónustu­ fyrirtækinu Mountain Taxi. Verk­ efni fyrir Askja Reizen voru líka umfangsmikil, hann keyrði fyrir þá á sumrin og sá um allan búnað milli ferða auk þess að útvega gistingu fyrir hópana. Á veturna vann hann gjarnan við pípulagnir. Síðustu tvö árin hefur hann staðið fyrir mikilli hátíð á Varmalandi fyrstu helgina í júní undir heitinu Varmalands­ dagar, með undirtitlinum List og Lyst. Þar vinnur hann með styrk­ leika svæðisins í samvinnu við fjölda fólks og aðsókn hefur verið góð. „Svo það er nú þannig að ég hef ekki beint lært það sem ég er að gera, en mér er bara alltaf treyst fyrir verkefnum. Og auðvitað lærir maður mikið af reynslunni,“ segir Villi. „Ég hef víða komið við, aldrei sótt um vinnu, aldrei sótt um inn­ göngu í félagsskap, en samt hef ég fengið tækifæri til að gera svo margt, bæði í starfi og leik.“ Öðruvísi afmæli Blaðamanni hefur borist til eyrna að Villi sé uppátækjasamur og t.d. séu afmælisveislur hans ekki hefð­ bundnar. Ég ber þetta undir hann. „Já, uppátækjasamur, það má vel vera,“ segir hann. „En þá bara til að gera veröldina betri og skemmti­ legri. Ég hef alltaf haft áhuga á listsköpun af öllu tagi og leita oft þangað, er ófeiminn við að gera hluti sem öðrum þætti kannski „öðruvísi.“ Ég bind mig ekki endi­ lega á klafa hins venjulega. Hug­ urinn er frjór og alltaf eitthvað í gangi. Foreldrar mínir voru bæði á þessum nótum. Varðandi afmælis­ veislurnar, þá er það alveg rétt að þær eru kannski ekki hefð­ bundnar. En hvað er hefðbundið? Fastur liður í mínum veislum er t.d. dönskukennsla, margir gætu tekið það upp til tilbreytingar. Og matur er oft af þjóðlegum toga; saltað hrossakjöt, slátur, skyr, grjóna­ grautur o.þ.h. Ég held mig heldur ekki endilega við árs afmælis veislur. Ég hélt t.d. upp á 20 þúsund daga afmælið mitt, sem var í febrúar 2018. Þá var ég 54 ára,“ segir Villi og brosir. Núna Það stendur reynslumikill en vel búinn og keikur Econoline bíll á hlaðinu. Bíllinn kemst allt og verður næst nýttur til aksturs með ferðamenn á jökla milli hátíða. „Á þessum fer maður alla leið upp,“ segir Villi. „Við Elizabeth höfum líka farið á honum hringinn, þetta er fínasti ferðabíll.“ Þeim finnst báðum afar gott að vera í húsinu sínu á Varmalandi eins oft og tæki­ færi gefast, Elizabeth líka þótt hún sé alin upp í Reykjavík. Þau hafa verið saman í rúm tuttugu ár og eiga ekki börn. Villi segir: „Það er dásamlegt að vera hér, svo mikil ró og friður. En í Reykjavík er aldrei þögn. Ef maður opnar glugga er það eins og að vera við foss, sífelldur umferðarniður. Og þótt ég sé félagsmálamaður kann ég mjög að meta kyrrðina hérna. Svona er ég,“ segir hann að endingu. gj / Ljósm. gj og úr einkasafni. Jólasveinar. Annar frá vinstri er með kunnuglegan augnsvip. Hressar vinkonur frá Kanada við bíl Villa á Langjökli. Villi í ræðustól fyrir JCI. Þetta þekkta vers er að finna á einum veggja heimilisins, gjöf frá Kolbrúnu systur Villa. Villi er kominn heim í Borgarfjörð. Herlögregluþjónninn í „Við borgum ekki, við borgum ekki.“ Búningurinn var búningur bifreiðaeftirlitsmanna og smellpassaði fyrir hlutverkið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.