Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 84

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 84
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202284 Aðalsteinn Snæbjörnsson neta­ gerðarmeistari dvaldi mikið í Ólafs­ vík í barnæsku og hefur nú búið þar í nærfellt fjörutíu ár. Vinnustaður hans er hins vegar út um allan heim. Skessuhorn leit við hjá Aðal­ steini fyrir stuttu. Í festum eins og Jón Fyrsta spurningin sem kemur fram á varir blaðamanns er þessi: Ertu héðan? „Ekki beint,“ segir viðmæl­ andinn brosandi, þar sem við sitjum við borðstofuborðið í fallegu húsi þar sem hann býr ásamt konu sinni Elsu Sigurbjörgu Bergmunds­ dóttur. „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík,“ segir Aðalsteinn. „En móðurættin mín er öll héðan og konan mín líka. Það er samt eigin­ lega mér að kenna frekar en henni að við búum hér, Elsa hefði alveg verið til í að búa fyrir sunnan og var þar þegar við kynntumst. Ég elti hana og fór að læra smíðar í Reykja­ vík, en breytti svo til og lærði neta­ gerð. Þegar því námi lauk vildi Elsa fara út til Danmerkur í skóla, en ég var tréhestur og vildi bara fara til Ólafsvíkur og stofna fyrirtæki,“ segir hann og brosir. „Og það gerði ég og hún fór út í sitt nám.“ Varstu þá í festum á meðan? spyr blaða­ maður. „Já, sannarlega“ segir hann og vísar í Íslandssöguna: „Þetta var alveg eins og hjá Jóni og Ingibjörgu á sínum tíma.“ Næstum því framsóknarmaður Hann var búinn að vera mikið í Ólafsvík þegar þetta var og hafði farið á sjó fimmtán eða sextán ára gamall hjá útgerð sem afi hans átti ásamt bræðrum sínum. Þess utan hafði hann verið í sveit norður í Köldukinn, á bænum Rangá hjá Sigrúnu Jónsdóttur og Baldvini Baldurssyni. „Það var fínn tími,“ segir hann. „Ég segi stundum að þarna hafi ég komist næst því að verða framsóknarmaður! Þarna bjó eðalfólk og það var mikil menn­ ing á svæðinu, ekki síst söngmenn­ ing. Rangárbræður eru frá þessum bæ og einn þeirra, Baldvin Kristinn Baldvinsson söngvari og hrossa­ ræktandi býr í Torfunesi, sem er næsti bær fyrir sunnan Ófeigsstaði og Rangá. Sigrún var líka söng­ kona, hún söng m.a. með Þráni Þórssyni sem var skólastjóri Skút­ ustaðaskóla og mikill söngmaður. Ég hef alltaf haft gaman af Þing­ eyingum, þeir eru miklir frásagnar­ menn og eftirhermur. Það var mjög gestkvæmt á Rangá og maður umgekkst fullt af fólki. Aldrei var farið í manngreinar álit og allir sátu saman til borðs hvort sem það var mektarmaður að sunnan eða strákur í sveit.“ Með ömmu og afa í Ólafsvík Það er komið að því að forvitn­ ast meira um uppruna Aðalsteins og tengingarnar við Snæfellsnes. Hann er sonur Snæbjörns Aðal­ steinssonar sem lést árið 2016 og Kristínar Lárusdóttur. „Ég átti móðurafa og ömmu hér í Ólafs­ vík, Lárus Sveinsson og Steinunni Þorsteinsdóttur. Afi drukknaði ásamt tveimur öðrum hér í hafnar­ mynninu einungis 28 ára gamall árið 1947. Nokkrum árum seinna hóf amma búskap með Hauki Sig­ tryggssyni sem ég kallaði afa og var mér mjög góður. Hann var með útgerðarfélagið Dverg ásamt bræðrum sínum. Ég fékk að elta hann þegar hann var að vinna verkin og fylgdist t.d. með þegar hann var að fella net,“ segir Aðal­ steinn og á greinilega góðar minn­ ingar frá þessum tíma. Háskóli lífsins Aðalsteinn segir að það hafi verið nokkurs konar uppeldislegur háskóli að fá að kynnast ólíkum samfélögum á unga aldri með því að taka virkan þátt í atvinnulíf­ inu. „Þegar maður fer á sjó svona ungur gengur maður inn í full­ orðinna manna samfélag, en fær samt að njóta sín þar. Ég var tekinn inn í hópinn á jafnræðisgrundvelli. Bróðir afa Hauks var skipstjóri og sonur hans stýrimaður. Það var passað alveg upp á mann og leið­ beint og gætt. Kröfurnar snerust svo bara um að gera sitt besta og ég fékk hvatningu til þess. Maður var samt settur í verk sem túlkuð væru stórhættuleg í dag. En þá var manni bara kennt nákvæmlega hvernig átti að vinna þau og það var alltaf einhver með manni. Þetta virkaði eins og skipulögð nýliðafræðsla. Í raun voru menn vel á undan sinni samtíð að þessu leyti,“ segir Aðal­ steinn. „Ég var náttúrulega yngstur á bátnum þegar ég byrjaði á sjó og var sá eini sem var svona ungur. Þetta var 28 metra bátur, Svein­ björn Jakobsson SH 10. En síðan þá hef ég verið á skipum allt upp í 120 metra. Ég varð fyrst eitthvað sjóveikur en ekki þó illa. En ég veit um menn sem voru mjög harðir af sér en gátu samt ekki farið til sjós vegna þess hversu slæmir þeir voru af sjóveiki.“ Hvað er að vera ríkur „Síðar var ég með netaverkstæði hér í Ólafsvík árið 1984 og rak það í um 26 ár,“segir Aðalsteinn. „Það hentaði vel inn í fyrirtækjaflóruna þá og ég var búinn að læra rétta fagið. Ég fékk fyrst leigt húsnæði hjá Frystihúsinu, enda höfðu þeir ábata af því að hafa svona þjónustu á staðnum. Svo óx þetta hjá mér og ég keypti húsnæði nokkrum árum seinna. Þetta gekk alveg þokka­ lega, en fyrstu árin og þangað til að Fiskmarkaðirnir komu gat verið mjög þungt peningalega hjá útgerðunum. Menn áttu lítið fé svo mánuðum skipti og það var tíma­ frekt og erfitt að rukka. Ég varð ekki ríkur á þessu, en tókst að lifa. En svo er það spurning hvað það er Var tréhestur og vildi flytja til Ólafsvíkur „Fyrst þegar maður fer út fyrir túngarðinn hjá sér, sér maður hvað heimurinn er stór“ Aðalsteinn Snæbjörnsson. Aðalsteinn og Elsa á góðri stund. Kyrrahafið, Aðalsteinn við störf sín um borð. Afli úr Barentshafi. Með samstarfsmönnum í Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.