Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 91

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 91
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 91 Árin hjá mér í Samvinnuskól­ anum voru ánægjuleg og þar eign­ aðist maður vini til frambúðar. Við höfum haldið hópinn eins og hægt er og hittumst reglulega. Einn skólabróðir minn var Ólafur H. Þórðarson, síðar landsþekktur hjá Umferðarráði, og hefur hann svona leitt hópinn hjá okkur. Hann bjó um tíma á Akranesi þar sem faðir hans starfaði hér sem læknir. Hann er mikill stuðningsmaður Skagamanna í fótboltanum og hringir af og til í mig og við tökum stöðuna á liðinu.“ Og fleiri vilja raunar eiga orð um boltann því í kringum Þröst er skegg­ rætt um knattspyrnu bæði á förnum vegi, heima við og á pöllunum. Urðum Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið Á fyrsta ári Þrastar á Akranesi árið 1965 léku Skagamenn hreinan úrslitaleik gegn KR um Íslands­ meistaratitilinn. Varð það eftir­ minnilegur leikur, sem tapaðist reyndar 1:2. Ári síðar féllu Skaga­ menn í 2. deild sem þá var og unnu deildina sumarið eftir með yfir­ burðum, en urðu að leika aukaleiki við Hauka og Keflvíkinga til þess að tryggja sæti sitt, þar sem fjölgað var um eitt lið í efstu deild. Það tókst og árið 1969 urðu Skaga­ menn í öðru sæti á Íslandsmótinu, en Keflvíkingar urðu Íslandsmeist­ arar öðru sinni þetta ár. Árið 1967 tók Þröstur við fyrirliðabandinu og var með það alveg til ársins 1974 þegar Jón Alfreðsson tók við því. Boltinn fastur í samskeytunum „Árið 1970 var að sjálfsögðu mjög eftirminnilegt en þá urðum við Íslandsmeistarar eftir tíu ára bið eftir frækinn sigur í Keflavík þar sem við sigruðum 2:1 og mark Guðjóns Guðmundssonar tryggði sigurinn þar sem boltinn festist í samskeytunum, sem er örugglega öllum þeim sem voru á leiknum afar minnisstætt. Það var athyglis­ vert að Ríkharður Jónsson sem þá var þjálfari liðsins og gerði okkur að Íslandsmeisturum var einnig þjálfari þegar liðið varð meistari árið 1960. Árið 1970 lék ég minn fyrsta Evrópuleik með Skaga­ mönnum, sem var reyndar fyrsti Evrópuleikur félagsins, gegn Sparta frá Rotterdam. Fóru báðir leikirnir fram í Hollandi og töpuðust illa. Við vorum nýgræðingar og lærðum af reynslunni,“ segir Þröstur. Saga ÍA þarf að vera sýnilegri „Þrátt fyrir góðan árangur var Rík­ harður ekki endurráðinn þjálfari liðsins árið eftir. Hver sem ástæðan var fyrir því þá voru það mikil mis­ tök hjá félaginu og ég og fleiri sem vorum í liðinu þá vorum sannfærðir um að fleiri Íslandsmeistaratitlar hefðu bæst við ef hann hefði verið áfram þjálfari liðsins. Við fórum aldrei neðar í deildinni á þessum næstu árum en í annað eða þriðja sætið á mótinu, það vantaði bara herslumuninn, kannski ákveðinn aga eða heildarbrag, sem Ríkharður hefði hugsanlega lagfært. Þegar George Kirby kemur sem þjálf­ ari liðsins árið 1974 er hann nánast með sama hóp sem hann gerir strax að Íslandsmeisturum. Auðvitað var aðstaðan á þessum árum, eða fyrir fimmtíu árum síðan, ekkert lík því sem hún er í dag. En Kirby fann ýmsar leiðir til þess að nota það sem fyrir hendi var – frægt var þegar hann lét okkur hlaupa upp áhorfendapallana með mann á bakinu, það var kallað að fara upp hill­ið, sem dregið var af „up the hill“. Og einhvern tíma sýndist honum við Haraldur Stur­ laugsson hafa bætt á okkur pundi þannig að hann lét okkur hlaupa í plastbuxum til að auka brennsl­ una,“ segir Þröstur og kímir. „En úr því að við erum farnir að ræða um aðstöðu fyrir knattspyrnu­ mennina sjálfa og fyrir áhorfendur þá finnst mér við hafa dregist aðeins aftur úr liðum á höfuðborgarsvæð­ inu hvað þetta varðar. Mikið hefur verið gert nú þegar, á því er engin launung. En eitt af því sem mér finnst að þurfi að vera sýnilegra, sem kæmi t.d. með nýrri innkomu inn á völlinn, er saga félagsins. ÍA á einstaka sögu í íslenskri knattspyrnu með 19 Íslands meistaratitla og níu bikarmeistaratitla. Sagan þarf að sjást í máli, myndum og gripum, til ánægju fyrir okkur stuðningsmenn­ ina og aðra, eitthvað sem segir: Hér er mikil og merkileg saga. Haraldur Sturlaugsson og félagar hans hafi komið upp stórglæsilegu myndasafni sem staðsett er í Akra­ neshöllinni. Mín skoðun er sú að hluti af því safni gæti í framtíðinni verið sýnilegra við innganginn inn á völlinn, því fleiri fara þar um en í Akraneshöllinni. Ég hef komið að Hlíðarenda hjá Val og ég verð að segja að tilfinningin er lík því að þú sért að koma inn á leikvöll erlendis. Eins er hjá FH og Breiðabliki, þar er sagan nokkuð sýnileg. Ef við tökum Breiðablik sem dæmi þá hafa þeir orðið Íslandsmeistarar tvisvar sinnum en við 19 sinnum! Jón Þór Hauksson þjálfari sagði í viðtali fyrir stuttu í Skessuhorni að við sætum orðið svolítið eftir varðandi aðstöðu. Völlurinn sjálfur væri orðinn barn síns tíma og þarfnist endurnýjunar. Það sem ég á við er einmitt að það þarf alltaf að vera að bæta aðstöð­ una eitthvað. Ekki gera ekki neitt og sitja eftir. Knattspyrnan á Akranesi er mikið og stórt vörumerki fyrir samfélagið á Akranesi, sem örugg­ lega er ekki hægt að meta til fjár. Þess vegna er þetta svo mikilvægt og vonandi verður fyrsta skrefið þær framkvæmdir sem nú standa yfir á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum,“ segir Þröstur. Kirby árin minnisstæð Þröstur segir að árin tvö, 1974 og 1975 þegar George Kirby var með liðið og gerði það að Íslands­ meisturum bæði árin, hafi verið byltingarkennd ár. Kirby kom inn með nýjar áherslur. Æfingarnar urðu meira í líkingu við atvinnu­ mannalið og þrekæfingar urðu miklu mun harðari en áður þekkt­ ist og liðið kom betur undirbúið til leiks en verið hafði á árunum þar á undan. „Þannig að Kirby árin eru mér afar minnisstæð. Eftir að Kirby hætti þá kom hingað annar breskur þjálfari, Ferguson að nafni, reyndar með flott nafn,“ segir Þröstur og hlær og vísar í Sir Alex hjá Manchester United, en Þröstur er harður stuðningsmaður liðsins. „Ég held að það hafi nú bara verið það eina flotta við hann. Hann virkaði frekar áhugalaus og ég man að ef það var mikil rigning á æfingum þá var hann yfirleitt innandyra. En við komumst samt í bikarúrslitin þetta ár sem hann var þjálfari. Töp­ uðum þar gegn Val í úrslitaleiknum. Ég man reyndar eftir frekar spaugi­ legu atviki þegar við vorum að fara að mig minnir í Evrópuleik gegn Trabzonspor í Tyrklandi. Þegar við vorum að leggja í hann kom Fergu­ son að máli við mig um að það vant­ aði búningatöskuna. Ég hentist upp á Sunnubraut til að ná í töskuna til Báru Pálsdóttur sem sá um þvottinn á búningunum. En þar var allt harð­ læst og Bára greinilega ekki heima. Ég lagðist á gluggann í þvottahúsinu og sá töskuna fyrir innan. Nú voru góð ráð dýr. Ég sé að það er ungur strákur þarna á vappi á götunni og ég kalla til hans um að koma til mín. Ég næ að opna lítinn glugga þar sem var rifa og bið strákinn að troða sér inn um hann og opna síðan hurðina á þvottahúsinu. Það tókst og búninga­ taskan fór með. Ég hringdi síðan í Báru og sagði henni frá innbrotinu. Þá hafði orðið einhver misskilningur varðandi leikinn hjá henni. En hún lét sér þetta í léttu rúmi liggja.“ Náði að lyfta bikarnum En meiðsli urðu til þess að Þröstur ákvað leggja skóna á hilluna. „Það var skömmu fyrir jólin árið 1977 að ég var á laugardagsæfingu í íþrótta­ húsinu og fann allt í einu fyrir sárum verk á hásininni. Hélt ég fyrst að einhver hefði sparkað aftan í fótinn á mér. En svo var ekki og greinilegt að hásinin hafði farið í sundur. Ég fór samdægurs í aðgerð á sjúkrahúsinu, eftir að hafa rætt við Guðjón Guðmundsson lækni, sem var einmitt staddur á fundi í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem æfingin var. Ég var síðan settur í gifs og Guðjón sagði við mig að ég þyrfti að taka því rólega heima í nokkra daga. En ég fór nú samt í vinnuna á mánudeginum og fyrsti maðurinn sem kom í bankann um morguninn var Guðjón læknir. Hann gat nú ekki varist brosi þegar hann sá mig en bað mig samt að fara rólega, þannig að ég missti ekki dag úr vinnu eftir þetta óhapp. Þegar Kirby mætti aftur á Skag­ ann um vorið 1978 sagði ég honum að hásinin væri enn að stríða mér og ég treysti mér ekki að hefja æfingar á fullu aftur. Í kjölfarið ákvað ég að segja þetta gott og lauk þar með knattspyrnuferli mínum með ÍA eftir tólf ár með meistara­ flokki. Um haustið urðu Skaga­ menn loksins bikarmeistarar í fyrsta sinn og ég rétt missti af því en við höfðum gert átta tilraunir til þess í úrslitaleikjum fram að því. Ég var á Laugardalsvellinum þegar þeir unnu bikarinn. Eftir leikinn fór ég niður í búningsklefann til þess að óska þeim til hamingju með sigurinn. Þá kom ekkert annað til greina en að ég lyfti bikarnum með þeim. Það var skemmtileg stund,“ segir Þröstur. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk stundaði Þröstur reglulega æfingar með „Old Boys“­hópi allt þar til hann hætti þegar æfingar lögðust í dvala vegna Covid, þá 76 ára gamall. „Þetta var bara mín líkamsrækt, að vera í boltanum áfram. Þetta var skemmtilegur tími og góður félagsskapur. Þess utan höfum við Búbba verið dugleg að hreyfa okkur og ganga. Við höfum verið svo heppin að vera bæði heilsuhraust. Það er mikil gæfa.“ Áður er nefnd félagsmálahliðin, en Þröstur var formaður Íþrótta­ bandalags Akraness á árunum 1977 til 1978. Hann hefur í fjölda ára verið virkur félagi í Kiwanis­ klúbbnum Þyrli, var einn af stofn­ félögum og hefur bæði verið forseti og ritari klúbbsins. Þeir standa upp úr Að lokum er Þröstur inntur eftir því hvaða knattspyrnuleikir á ferl­ inum hafa staðið upp úr. „Ég verð fyrstan að nefna sigurinn í Keflavík þegar við tryggðum okkur Íslands­ meistaratitilinn árið 1970. Þá eru mér minnisstæðir leikirnir gegn Dynamo Kiev árið 1975. Fyrsti leik­ urinn á Melavellinum sem við töp­ uðum naumlega og svo leikurinn í Kiev, sem við töpuðum líka en lékum mjög vel í báðum leikjunum. Á þessum árum var Dynamo Kiev uppistaðan í rússneska landsliðinu með Oleg Blokhin í broddi fylk­ ingar. Þá er mér minnisstætt mark sem ég skoraði af 40 metra færi í bikarleik árið 1972 gegn Þrótti í 3:1 sigri. Loks eru það landsleikirnir sem ég lék í gegn Noregi, Japan, Frakklandi tvívegis, og Englandi. Ég er afskaplega stoltur yfir því að hafa verið valinn í þessi landsliðs­ verkefni og fengið tækifæri til þess að spila fyrir Íslands hönd í þessum leikjum,“ segir Þröstur Stefánsson að endingu. se Strákar í þriðja flokki KS frá Siglufirði stilla sér upp prúðbúnir áður en haldið er í æfingaferð til Reykjavíkur. Þröstur er þriðji frá vinstri í aftari röð. Með á myndinni eru tveir stjórnarmenn í KS. Lið Norðurlandsmeistara KS stillir sér upp við markatöfluna á Akreyrarvelli eftir að hafa lagt Þór að velli og tryggt sér titilinn. Þröstur er annar frá vinstri í aftari röð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.