Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 93

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 93
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 93 skrýtið þar sem ég þekkti engan arkitekt,“ segir hún. „Á lokaárinu fórum við í viku starfsþjálfun og ég valdi að skoða mig um á teiknistofu arkitekta. Síðan vann ég í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi alveg frá því ég var tólf ára. Fyrst fannst mér skemmtilegast að væfl­ ast um í skrifföngunum og elskaði lykt af blýöntum. Svo á unglings­ árunum gat fólk fundið mig í pás­ unum í erlendu deildinni við að fletta bókum um arkitektúr. Þegar ég gekk í menntaskóla heillað­ ist ég af félagsfræði og fór að velta fyrir mér hvernig byggt umhverfi mótar okkur. Þetta sambland af áhuga á arkitektúr, mannlega þættinum, landslagi og gróðri er innblásturinn af öllu því sem á eftir kemur. Pabbi var jarðfræðingur og mamma hjúkrunarfræðingur og mikil garðaáhugakona [oft vísað til hennar sem rósadrottningarinnar síðustu árin áður en hún lést]. Hún mótaði mig líka þó svo að ég hafi ekki viljað viðurkenna það lengi vel. Ég barðist á móti því að vera sett í eitthvað „box“ enda var ég þriðja barnið og þau fara oft sínar leiðir,“ segir hún kímin. Svo var það Óli „Eftir menntaskóla byrjaði ég í námi í landslagsarkitektúr í Þýska­ landi,“ segir Kristín. „En mér hundleiddist og byrjaði eiginlega aldrei í náminu þar sem áherslan var meira á landslagsmótun út frá ræktun og landbúnaði. Það vantaði áherslur á hönnun og félagslegu hliðina, sem er einmitt það sem ég brenn fyrir. Í þá daga var ekk­ ert Internet og nánast engar upp­ lýsingar að hafa um nám erlendis nema að maður þekkti einhvern sem hefði farið í þann skóla. Svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég var að fara úti í. Ég tók ákvörðun um að fara aftur heim eftir þetta eina ár, reyndar með smá útúrdúr sem leiðsögumaður í Búlgaríu og Tyrklandi, sem var mjög áhuga­ vert,“ segir Kristín og brosir þegar hún hugsar til baka. „Og svo var það hann Óli sem beið heima. Auk þess langaði mig hugmyndafræði­ lega mun frekar að fara til Bret­ lands eða Bandaríkjanna þar sem þessa áherslu á húmanísku hliðina var að finna í allri umhverfis­ hönnun.“ Ævintýri í Búlgaríu Blaðamaður vill heyra meira um Búlgaríu­ og Tyrklandsævintýrið. „Í lok Þýskalandsdvalarinnar hringdi pabbi og sagði mér að mér byðist að fara sem fararstjóri fyrir Ferðaskrif­ stofu Kjartans Helgasonar,“ segir Kristín. „Daginn eftir skaust ég út í bókabúð og keypti mér þykka bók um Búlgaríu. Mánuði síðar var ég 22ja ára farin af stað með 60 manna hóp, meira og minna eldra fólk, lík­ lega á sama aldri og ég er núna.“ Hún var orðin nokkuð ferðavön, en hafði enga reynslu á þessu sviði né hafði hún nokkurn tíma komið til Búlgaríu. „Það var eftirminni­ legt að koma þangað árið 1986, nokkrum árum fyrir fall múrsins. Ferðalangarnir voru flestir að sækja sér læknisþjónustu, tannlækningar og fleira. En margir fóru líka til að njóta sólar og fegurðar landsins auk forvitnilegrar sögu og menningar. Og ég var ein með allt þetta fólk! Mamma kom reyndar og hjálp­ aði mér í þrjár vikur. Það kom sér mjög vel enda skipaði hún mér að ná meiri svefni. Ég held að ég hafi þá sofið í tvo sólarhringa enda var þetta rosalega mikil vinna og lítill svefn. Það þurfti t.d. að fara á milli þriggja stranda í strætó til að sinna hópnum, þýða læknaviðtöl og ferð­ ast með fólkinu eins og hægt var. En þetta var skemmtilegur tími og mótaði mig mjög mikið,“ segir Kristín um þessa reynslu. Bandaríkin Búlgaríudvölin tók enda og Kristín kom aftur heim um haustið. Hún vann um tíma hjá Samvinnuferð­ Elkem á Íslandi óskar Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Stykkishólmur er þekktur fyrir vel heppnaða bæjarmynd þar sem sögunni er sýnd virðing. Framhald á næstu opnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.