Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 95

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 95
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 95 Iddi Biddi og Eygló Egils Jólaþáttur Skinkuhorns er kom­ inn í loftið. Mæðginin Ingi Björn Róbertsson, einnig þekktur sem Iddi Biddi, og Eygló Egilsdóttir mættu í jólaheimsókn í Skinku­ hornið, hlaðvarp Skessuhorns. Þau ræddu ýmsar jólahefðir og jólagrín en þau eru bæði miklir stríðnis­ púkar og dettur ýmislegt í hug. Fjölskylda þeirra er þess vegna hvergi hult fyrir stríðni þeirra, hvort sem er um jól eða sumar. Einn pakki á mann Eygló Egilsdóttir ólst upp í þrettán systkina hópi, hún sagði frá æsku­ jólum sínum í þættinum. „Ég er að alast upp sem barn á jólunum uppúr 1950. Mér fannst jólin alveg yndislegur tími, það var allt svo hátíðlegt í kringum þetta. Það var náttúrulega ekkert sjónvarp og lítið um að vera en gleði jól­ anna var ofboðslega spennandi. Til dæmis að sjá jólakjólana hanga á aðfangadag. Svo máttum við ekki fara inn í stofu, hún var bara opnuð klukkan sex og þetta var eins og að koma inn í himnaríki þegar jóla­ tréð stóð í stofunni. Svo var bara einn pakki á mann og enginn fór í fýlu, það var ekki búið að finna hana upp,“ segir Eygló. Gaf sama jólasveininn oft Eygló stofnaði fjölskyldu 19 ára og var þrítug orðin einstæð með fimm börn. Ingi Björn spyr mömmu sína hvernig það gangi fyrir sig að halda jól, ein með fimm börn. „Það gekk bara vel og ég man ekki eftir neinum leiðindum. Ég keypti einhvern tímann prjónaðan jóla­ svein og gaf alltaf yngsta barninu jólasveininn í jólagjöf. Hvað ætli sé búið að gefa hann oft,“ spyr Eygló Inga Björn. „Það hafa allir fengið þennan jólasvein í jólagjöf á ein­ hverjum tímapunkti. Svo þegar við urðum fullorðin fórum við að fá hann aftur,“ segir Ingi Björn. „Já, hann er orðin 43 ára gamall,“ segir Eygló sem hafði jólasveininn umrædda með í för þegar viðtalið var gefið í hljóðvarpi Skessuhorns. Mamma mesta skaðræðið Eygló segir mikla stríðni hafa verið á heimilinu þegar hún var að alast upp. „Ég segi oft að ég væri prófessor við háskóla ef ég hefði fengið frið til að læra og bræður mínir hefðu ekki strítt mér svona mikið. En ég var svo reyndar ekk­ ert skárri og stríddi mikið sjálf.“ Ingi Björn bætir svo við orð móður sinnar: „Mamma er rót hins illa í stríðni. Fólk heldur nefnilega að ég sé verstur í fjölskyldunni af því að ég tek stundum að mér að skemmta og er nógu vitlaus til að sýna frá einhverri vitleysu á sam­ félagsmiðlum. En ég er svo langt frá því að vera mesta skaðræðið. Mamma er sennilega stríðnust af öllum í fjölskyldunni, hún finnur svona ákveðna punkta. Hún t.d. stríðir elstu dóttur sinni mikið með því að gera eitthvað vandræða legt á opinberum stöðum því hún veit að henni finnst það vandræðalegt,“ segir Ingi Björn. Stríðin jól Tuttugu ár eru á milli Inga Björns og elstu systur hans svo þau systk­ inin eru fædd á breiðu tímabili. Þegar eldri systkinin voru að koma heim fyrir jólin myndaðist oft galsi á heimilinu. „Það komu alltaf allir heim um jólin og allir voru saman. Við fórum að keppast um að stríða hvert öðru með gjöfum og það hefur viðgengist síðan. Sigga, elsta systir okkar, vildi fá minimalisk jól árið 2020, hún á engin börn og nennti þessu jólastússi ekkert. Hún bað þess vegna um að fá engar jólagjafir. Við ákváðum þá að gefa henni hvert um sig 5­10 pakka. Þetta voru t.d. grænar baunir, tannkrem og pulsupakki. Þannig að hún þurfti að opna þetta allt og við merktum þetta frá Guðna Th og allskonar fólki. Hún end­ aði með tvo svarta ruslapoka af allskyns nytsamlegum hlutum eftir þessi jól og grínið var að hún gat ekki hent neinu, þetta var allt eitt­ hvað sem hún gat notað,“ segir Ingi Björn. Stríða ekki hvort öðru Ingi Björn og Eygló segjast ekki stríða hvort öðru þar sem þau eru of lík. „Mamma veit að ef hún stríðir mér þá fær hún það bara allt til baka. Svo getum við ekki farið saman t.d. í búð, við horfum á fólk með öðrum augum en flestir og upplifum lífið okkar oft í sketsum. Það er kannski gömul kona að labba og ég segi við mömmu; „á ég að lyfta henni upp,“ svo kannski labba ég að konunni, en ég er ekk­ ert að fara að lyfta henni upp,“ segir Ingi Björn kíminn. Eygló bætir við: „Ég horfi stundum bara á hann í einhverjum aðstæðum og sé að við erum að hugsa það sama, þá fer ég bara í hláturs kast. Ég er líka svo fljót að búa til eitt­ hvað áframhald af einhverjum aðstæðum í hausnum á mér og fer mjög auðveldlega í hláturskast,“ segir Eygló hlæjandi. Sagan um Eggert bróður Lygasaga vatt upp á sig í fjöl­ skyldunni þegar elsta systirin laug að þeirri yngstu að systkinin ættu bróður á Ísafirði sem Eygló hafði skilið þar eftir. Þau hafa í mörg ár fengið jólakort og gjafir frá Egg­ ert. „Marta systir var mjög skýr krakki og hlustaði á aðra tala á meðan ég var að leika mér í Lego eða eitthvað. Elsta systir okkar fór einhvern tímann í aðgerð þar sem verið var að fjarlægja eitthvað sem heitir tvíburabróðir, það er ein­ hver varta eða fæðingarblettur eða eitthvað. Þegar Marta spurði hvaða tvíburabróður væri verið að tala um, byrjaði Sigga að ljúga að Mörtu um að Sigga ætti tvíbura­ bróður sem hét Eggert Eyglóar­ son. Svo byrjar bara einhver lygi í kringum þetta og Marta gleypir við þessu öllu saman. Við ætluðum svo að gefa mömmu mynd af okkur systkinahópnum í jólagjöf einhvern tímann og það er verið að taka svona tjékk hvort það séu ekki allir komnir. Þá kallar Marta; „nei það vantar Eggert bróðir.“ Þarna blæs þetta grín upp og Egg­ ert Eyglóarson er meira að segja á Facebook í dag. Það koma reglu­ lega frá honum pakkar um jólin og jólakort. Þegar systurnar fóru að eignast menn, sem gerðist mjög seint, voru þeir sérstaklega kynntir fyrir Eggerti. Það er ein­ hver manneskja sem er greinilega meira í málsvari fyrir hann en aðrir og mig grunar að það sé Sigga,“ segir Ingi Björn. Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Spotify, Soundcloud og vefsíðu Skessuhorns. Ekki missa af þessum léttlyndu mæðginum. sþ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið. Eignirnar þurfa að vera snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is eða hafi samband við skrifstofu í síma 540 6400. Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja? Skinkuhorn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.