Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 98

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 98
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202298 Ég geng heim að húsi Huldu Vil­ mundardóttur í Grundarfirði og stefni að útidyrunum. Við hlið mér eru opnar dyr á glerskála og þar situr fallega klædd eldri kona sem er í símanum. Hún veifar mér og bendir mér á að ganga inn. Við dyrnar er kaffibolli og rjúkandi sígaretta sem húsráðandi hefur ekki haft tíma til að klára. Kona með heimsbrag Það er ekki að sjá að Hulda Vilmundardóttir sé farin að eldast, en tölurnar segja okkur samt að hún sé fædd árið 1936 svo afmælið í nóvember síðastliðnum staðfesti ein 86 ár. Hún er kvik í hreyf­ ingum, býr yfir ákveðnum heims­ brag og hefur grjótharðar skoð­ anir á mönnum og málefnum. Lífið hefur kennt henni meira en löng skólaganga hefði getað gert. Hún hefur lært að líta ekki til baka en halda göngunni áfram þótt áföll dynji yfir. Hún telur sig ekki hafa margt að segja, en það reyn­ ist ekki rétt. „Það er svo lítið um að forvitnast – þegar maður er óskólagenginn getur maður ekki vitnað í neitt, maður hefur engin plögg upp á vasann,“ segir Hulda. Hatturinn var óviðeigandi Það er auðheyrilegt að Hulda er ekki alin upp á sunnanverðu landinu því hún hefur syngjandi norðlenskan framburð. „Ég hef aldrei þolað þessa linmælgi,“ segir hún. „Ég er eins og Beta gamla Englandsdrottning; get verið fast­ heldin á siði og reglur. Ég get t.d. ekki horft á karlmann sitja við matborð með hatt, ég missi bara matarlystina! Ég lét mig meira að segja hafa það þegar ég var að borða í grillinu á Hótel Sögu eitt sinn. Þar sátu fjórir herrar við borð og einn var með hatt. Ég var að ganga út og klappaði á öxlina á honum: „Fyrirgefðu, en þú hefur gleymt að taka niður hattinn.“ Hann þakkaði kærlega fyrir og tók ofan hattinn. Stéttaskipting á mektarheimili Við ræðum um upprunann. „Ég er fædd á Svínárnesi á Látra­ strönd, dóttir einstæðrar móður, Báru Hallgrímsdóttur. Hún átti mig með Vilmundi Guðbrandssyni sem ættaður var úr Fjörðum en ég hafði aldrei neitt af honum að segja. Þegar ég var tveggja ára fór mamma með mig að Munkaþverá þar sem hún hafði ráðið sig sem vinnukonu. En þar máttum við nú ekki borða með fjölskyldunni,“ segir Hulda; „því við vorum ekki nógu fínar. En svo fór mamma til sömu starfa á heimili Árna Árna­ sonar læknis á Grenivík og þar var allt annar bragur á. Við borðuðum með fólkinu og við börnin lékum okkur saman.“ Árni B. Árnason var læknir á Grenivík frá árinu 1937 og bjó í læknisbústaðnum þar ásamt konu sinni Kristínu Þórdísi Loftsdóttur og fjórum börnum. „Þessi tvö heimili voru alveg gjörólík,“ segir Hulda aftur og hitnar í hamsi. „Á Munkaþverá ríkti stéttaskipting. Sumt fólk er bara svo ánægt með sjálft sig! En ég myndi ekki með­ höndla fólk svona sjálf. Frekar vildi ég gefa einhverjum eitthvað jafnvel þótt það gæti talist lítilfjörlegt. Það getur gagnast samt.“ Brekka Ég spyr nánar um æskuna og upp­ vöxtinn. „Mamma var fædd árið 1914 og var ættuð úr Hvalvatnsfirði og Þorgeirsfirði í Fjörðum. Þegar ég var sjö ára tók hún saman við Magnús Jóhannsson sem var líka þaðan ættaður. Þau bjuggu í Hrísey og þar er ég alin upp. Magnús gekk mér í föður stað og ég kallaði hann alltaf pabba. Hann og mamma eignuðust svo fjögur börn saman svo þar eignaðist ég hálfsystkini. Þetta voru ekki þannig tímar að manni byðist mikil menntun. Ég byrjaði 9 eða 10 ára í skóla og var fjórtán ára þegar ég fermdist. Þá lauk skólavistinni.“ Þrír bræður mínir sammæðra eru nú látnir en ég á systur á lífi sem býr í Hrísey. Þegar við fluttum þangað keypti pabbi húsið Brekku af Tryggva Jóhannssyni föður Árna Tryggvasonar leikara og við bjuggum þar þangað ég flutti í Grundarfjörð um 1960. Þau komu svo líka öll fjölskyldan hingað vestur nokkrum árum síðar, pabbi fór að vinna hjá okkur í fiskvinnsl­ unni og bræður mínir fóru á sjó,“ segir Hulda. Hrísey Hún segir að það hafi verið gott að vera krakki í Hrísey. „Það voru framkvæmd þvílík og slík prakkara­ strik þar að maður getur ekki talað um það, þau voru svo skemmtileg,“ segir hún. „Magnús var bara sjálf­ sagður pabbi fyrir mig og ætli ég hafi ekki verið sjö ára þegar elsta hálfsystkini mitt fæðist.“ Hún seg­ ist að þau hafi alltaf haft nóg að borða en það hafi ekki leyft af og vel hafi verið farið með. „Ég fermd­ ist í skautbúningi sem ljósmóð­ irin heima í Hrísey átti. Og var í hvítum þykkum skóm sem voru orðnir þykkir því þeir höfðu svo oft verið hvíttaðir með kalki. Svo var ég í rauðum kjól af frænku minni og í kápu af mömmu. Ég man að ég var mikið öfunduð af einni fermingar­ gjöfinni. Systir hans pabba hafði verið í „bransanum“ og bjó á Akur­ eyri. Hún gaf mér nælonsokka með svörtum hæl og saumi. Þetta var í stríðinu og slíkt var vandfengið. Það voru offiserar í eynni og þó nokkrar stúlkur sem lentu í „bransanum.“ Fyrsti húsbruninn sem ég sá var einmitt þegar kviknaði í húsi sem í voru offiserar. Þá var ég tíu ára,“ segir Hulda. „Og presturinn okkar drakk svolítið mikið af brennivíni en það elskuðu hann allir.“ Það bjuggu um 250 manns í eynni á þessum tíma og Hulda var ung þegar hún fór að aðstoða við ýmislegt. „Það var saltað og ég gat hjálpað mömmu við að taka síldina, setja hana í saltið og hrista til. Svo saltaði mamma vel ofan í botninn 3­4 lög, því annars hefði ég steypst ofan í tunnuna. Svo hjálpaði maður líka þegar verið var að breiða fiskinn. Það var flaggað á Kaupfélaginu þegar það var fiskur. Svo komu tunnuskip og það var mjög spennandi því þá voru allir á hlaupum við að koma tunnunum í land.“ Soffanías og síldarstúlkan Það var árið 1955 sem ungur maður, Soffanías Cecilsson (Soffi) var á síld á bát sínum Grundfirðingi og kom á Siglufjörð, þar sem Hulda var þá átján ára síldarstúlka. Þarna kynntust þau fyrst. En svo skildu Það skemmtilega í tilverunni Rætt um Hrísey, heiminn og Grundarfjörð við Huldu Vilmundardóttur Hulda Vilmundardóttir. Ljósm. gj. Bára Hallgrímsdóttir og Magnús Jóhannsson með Bryndísi. Ungu hjónin. Hulda og Soffi. Hulda og Soffi ásamt börnum sínum. F.v: Magnús, Bryndís, Kristín og Sóley. Hulda og Soffi ferðuðust víða og oft á sjó. Hér eru þau um borð í skemmti- ferðaskipinu MS Windward. Grundarfjörður. Ljósm. gj.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.