Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 106

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 106
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022106 Tónlistarmaðurinn Birgir Þóris­ son hóf ungur að læra á píanó og trompet við Tónlistarskóla Borgar­ fjarðar. Hann er Borgnesingur í grunninn en býr í dag á Akra­ nesi ásamt eiginkonu sinni, Birnu Björk Sigurgeirsdóttur, og sonum þeirra þremur; Davíð Þór, Tristani Frey og Mikael Orra. Tónlistin hefur teymt Birgi um víðan völl. Í dag skemmtir hann fólki á böllum og í leikhúsi en hann er hljóm­ borðsleikari Stuðlabandsins og lauk nýverið við að spila á sýningunum Sem á himni í Þjóðleikhúsinu. Í haust sagði hann upp starfi sínu sem aðstoðarskólastjóri við Tón­ listarskóla Akraness og lauk þar störfum um síðustu mánaðamót. Hann freistar þess nú að starfa sem sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og einbeita sér enn frekar að tón­ listarflutningi. Kynntist ástinni í lúðrasveit „Ég byrjaði að læra á píanó en lengst af lærði ég hjá Zsuzsönnu Budai. Ég fór ekki alveg beinu brautina í þessu öllu saman en ég fékk að kynnast alls konar tónlist í tónlistarskólanum í Borgarnesi. Ég lærði t.d. á trompet hjá Ólafi Flosa­ syni og svo á einhverjum tíma­ punkti vildi hann senda mig til annars kennara þar sem hann var búinn að kenna mér allt sem hann gat kennt mér. Hann sendi mig þá hingað á Akranes og þar kynnt­ ist ég lúðrasveitarstarfinu. Ég var í lúðrasveitinni í nokkur ár undir stjórn Heiðrúnar Hámundar og þar kynntist ég konunni minni! Þá vorum við samt bara 15­16 ára en urðum mjög góðir kunningjar. Ég flutti svo til Reykjavíkur og fór í Menntaskólann við Hamrahlíð, þá var einhver forveri Facebook messenger í tísku og við héldum einhverju smá sambandi þar,“ segir Birgir. Þráði að prýða vegg tónlistarskólans Þegar Birgir fluttist til Reykja­ víkur hætti hann í tónlistarnám­ inu og spilaði lítið. Hann fann þó að eitthvað vantaði. „Ég man að einhvern tímann stóð ég á planinu heima í Borgarnesi og var að tala við hana Guðrúnu Jónsdóttur. Við vorum eitthvað að spjalla um lífið og tilveruna og ég sagði við hana að mér fyndist eitthvað vanta í líf mitt. Þá spyr hún: „Af hverju hætt­ irðu að spila á hljóðfæri? Og ég eiginlega vissi ekki svarið við því. Þetta varð til þess að ég fór aftur í tónlistarnám og fór að keyra til Borgarness einu sinni í viku til að læra hjá Zsuzsönnu minni. En ég átti t.d. ekki píanó svo ég fékk að æfa mig hjá vinafólki sem bjó í Reykjavík. Svo er eitt svolítið fyndið, það er veggur í tónlistar­ skólanum í Borgarnesi með mynd af öllum útskriftarnemendum sem klárað hafa framhaldspróf og ég man hvað mig langaði að komast á þennan vegg! Það var ástæðan fyrir því að ég fór aftur að læra í Borgarnesi, mig langaði að klára þetta með Zsuzsönnu, í skólanum mínum heima og komast á þennan vegg, segir Birgir hlæjandi en í dag prýðir hann einmitt vegginn umrædda í Tónlistarskóla Borgar­ fjarðar. Hljóðfærin með aðdráttarafl En hvað var það sem dreif Birgi af stað í tónlistarnám? „Ég eiginlega veit ekki hvað það var sem fékk mig til að byrja að læra á hljóðfæri. Það er enginn atvinnutónlistarmaður í nærfjölskyldunni en það er mik­ ill tónlistaráhugi í fjölskyldunni minni. Ég held að flestir fjöl­ skyldumeðlimir hafi lært á hljóð­ færi eða sungið í kór en ég er sá eini sem hefur gert þetta að einhverju lifibrauði, segir Birgir. „Hljóðfæri vöktu alltaf áhuga minn, hvort sem það var verið að spila á þau eða ekki. Það er svo mikill persónuleiki í hljóðfærum og þau hafa eitthvað aðdráttar­ afl. Ég gerði það t.d. í Tónlistar­ skólanum á Akranesi að ég fékk að taka nokkur hljóðfæri sem voru bara inni í geymslu og hengdi þau upp á göngum skólans. Mér fannst bara svo mikil synd að enginn fengi að sjá þau því mér finnst hljóðfæri svo falleg. Ég grínast líka stundum með það að mér finnist eiga að vera píanó í öllum stofum. Mamma og pabbi áttu píanó í stofunni og það var einhvern veginn þarna í miðj­ unni og kallaði á,“ segir Birgir. Tónlistarheimilið Eftir menntaskóla fór Birgir aftur í lúðrasveitina á Akranesi og komst þá að því að Birna var ennþá í lúðrasveitinni. „Þar kynntumst við aftur og höfum verið saman síðan þá, þetta var árið 2008, segir Birgir en Birna spilar á þverflautu og saxó fón og er með framhaldspróf á píanó, svo mikil tónlist er í fjöl­ skyldunni. „Það er ekki eins og við séum með söngstundir eða eitthvað hérna heima og við kannski erum í rauninni ekki nógu dugleg að spila tónlist í húsinu. Birna sest reyndar svolítið niður og spilar heima en svo er ég alltaf að spila einhvers­ staðar annars staðar. Þannig að það er ekki eins og þú getir ekki gengið hér inn án þess að heyra tónlist,“ segir Birgir sem sjálfur vill frekar horfa á Netflix þegar hann kemur heim eftir gigg. Sogaðist inn í klassíkina Birgir fór svo í inntökupróf í Lista­ háskólanum þar sem hann hlaut inngöngu. „Þá fór maður í smá svona íþróttapakka. Ég sogað­ ist einhvern veginn inn í klassíska heiminn sem náði kannski hámarki þegar ég vann keppni sem heitir Ungir einleikarar og fékk að koma fram sem einleikari með Sinfóníu­ hljómsveit Íslands. Það var ein af þessum eftirminnilegustu stundum sem maður á í lífinu. Ég fór svo til Stuttgart í skiptinám á síðasta árinu sem var frábært. Þegar ég kláraði Listaháskólann sagði ég svolítið skilið við þennan klassíska kafla. Ég fór að kenna í tónlistarskólanum í Borgarnesi og hérna á Akranesi líka. Á Akranesi er ég samt mest búinn að vera í meðleik með ryt­ hmísku söngnemendunum en líka að kenna á píanó. Svo eftir tvö til þrjú ár hætti ég í hlutastarfinu í Borgarnesi og færði mig alfarið á Akranes.“ Birgir segir kennsluna skemmtilega og eiga vel við sig en stundum sé erfitt að finna jafn­ vægi milli kennslunnar og spila­ mennsku. Hann hætti þess vegna nýverið í starfi sínu hjá Tónlistar­ skóla Akraness, þar sem hann hafði starfað sem kennari í um tíu ár og aðstoðarskólastjóri síðastliðin tvö ár. Nú ætlar hann þess vegna að einbeita sér alfarið að því að spila og koma fram. Lífskapphlaupið „Ég ákvað að taka þetta stökk núna og bara sjá hvað ég get verið í þessu lengi, ég geri samt ráð fyrir því að fara aftur að kenna á einhverjum tímapunkti. Ég ákvað bara að nýta þennan glugga sem mér fannst ég sjá núna til að breyta til og aðeins að slaka á. Á þessum árum frá því ég byrjaði aftur að læra á píanó hefur maður alltaf verið að vinna að einhverjum áföngum og margt skemmtilegt búið að gerast,“ segir Birgir. „Við Birna giftum okkur sum­ arið 2012 og fluttum inn í fyrstu eignina okkar daginn eftir brúð­ kaup. Eftir útskrift úr LHÍ skellti ég mér í nám í forystu og stjórnun á Bifröst meðfram kennslunni í tónlistar skólanum og spilaferillinn fór að taka af stað. Þannig að það er búið að vera ágætis keyrsla í gangi upp á síðkastið og þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega skemmtilegt þá fann ég núna í haust að mig langaði aðeins að breyta til. Strákarnir okkar þrír, þeir Davíð Þór, Tristan Freyr og Mikael Orri mættu líka á svæðið hver á fætur öðrum á þessum árum og mig langar að ná að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Þannig að núna fann ég að mig langaði að slaka aðeins á í lífskapphlaupinu og sjá hvort ég geti einbeitt mér betur að því sem ég tel mig hafa mestan áhuga á og brenn hvað mest fyrir ­ sem er að spila, skemmta fólki og skapa eitthvað. Það verður mjög spennandi að prófa að vera alfarið í því, segir Birgir. Ballhljómsveitirnar Birgir hefur sinnt ýmsum tónlistar­ verkefnum síðastliðin 13 ár með­ fram starfi sínu við Tónlistarskól­ ann, m.a. spilað í nokkrum hljóm­ sveitum. „Ég er mjög þakklátur fyrir verkefnin sem mér hafa boðist. Ég byrjaði að spila í ballhljómsveitinni Mono árið 2009 með Hlyni Ben í broddi fylkingar. Fljótlega eftir að ég flutti á Skagann fór ég að spila með þeim Orra Sveini Jónssyni söngvara, Arnari Sigurgeirssyni gítarleikara, Sigurþór Þorgilssyni bassaleikara og Idda Bidda (Ingi Björn Róbertsson) trommara. Sú hljómsveit varð að hljómsveitinni Bland sem hefur starfað síðan. Svo gerðist það í byrjun sumars 2021 að Marinó Geir trommari í Stuðla­ bandinu hafði samband við mig. Þá vantaði nýjan hljómborðsleik­ ara, en Sigþór Árnason vildi aðeins hvíla sig á ballmennskunni. Við Sig­ þór erum góðir vinir og ég hafði leyst hann nokkrum sinnum af með Stuðlabandinu svo ég ákvað að slá til. Það hefur verið mikið ævintýri, en við höfum spilað á alls konar við­ burðum og skemmtunum. Ásamt því að spila reglulega á árshátíðum hjá stórfyrirtækjum þá höfum við líka verið á stórviðburðum eins og Lopapeysunni, Kótilettunni og Þjóðhátíð í Eyjum. Síðasta stóra verkefni var svo að spila á Grease tónleikasýningu fyrir fullri Laugar­ dalshöll sem mér fannst eintak­ lega skemmtilegt, enda hef ég haft mikinn áhuga á leikhúsinu,” segir Birgir. „Ég er svo heppinn að allt fólkið sem ég vinn með er vandvirkt og hefur metnað fyrir því sem það er að gera“ Rætt við Birgi Þórisson tónlistarmann Birgir við píanóið í stofunni heima en honum finnst píanó eiga að prýða allar stofur. Ljósm. sþ. Hjónin Birna Björk Sigurgeirsdóttir og Birgir Þórisson en þau kynntust í lúðrasveit á Akranesi á unglingsaldri. Ljósm. aðsend.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.