Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 107

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 107
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 107 Leikhúsbakterían Birgir lauk í byrjun desember við að spila á hljómborðið í leiksýn­ ingunni Sem á himni í Þjóðleik­ húsinu. Hann vonar að hans bíði fleiri verkefni á leikhússviðinu. „Leikhúsheimurinn er mjög heill­ andi og mér finnst gaman að sjá hvernig mismunandi listgreinar koma saman til að búa til einhverja heildarmynd. Það eru svo margar listgreinar sem t.d. koma saman að einni söngleikjasýningu. Þú ert með leikara, búningahönnuði, tón­ listina, ljósahönnuði, sviðsmynd og förðun sem saman býr til þessa heildarmynd. Svo er leikhúsið líka svo lifandi og mannlegt. Ég smitaðist örugglega af leik­ húsbakteríunni í Grunnskólanum í Borgarnesi þegar sýningarnar Grease og Litla hryllingsbúðin voru settar upp í félagsmiðstöð­ inni Óðali. Þar kviknaði örugg­ lega á einhverjum perum án þess að maður spáði mikið í því á þeim tíma. Það var svo 2014 að við Iddi Biddi vorum fengnir til að vera tón­ listarstjórar í uppsetningu NFFA á Gauragangi í leikstjórn Hallgríms Ólafssonar. Þarna kviknaði aftur á perunni og eftir þetta hef ég fengið að tónlistarstýra nokkrum sýn­ ingum, svo sem Grease hjá NFFA og Litlu Hryllingsbúðinni með Skagaleikflokknum.“ Eins og dádýr í háu ljósunum Birgir fékk svo tækifæri til að spila í atvinnuleikhúsi í gegnum kennara sinn við FÍH. „Ég var á tímabili að læra jazzpíanóleik í FÍH og talaði um það við kennar­ ann minn að ég hefði mikinn áhuga á því að spila í leikhúsi. Kennar­ inn var þá sjálfur tónlistarstjórn­ andi í Billy Elliot í Borgarleikhús­ inu og hann bauð mér að koma og leysa af í einhverjum sýningum. Ég spilaði einhverjar fjórar sýningar af Billy Elliot og það voru mínar fyrstu sýningar í atvinnuleikhúsi. Í kjölfarið frétti ég að það væri verið að fara að setja upp Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Þá manaði ég mig upp í að senda skilaboð á Jón Ólafsson tónlistarstjóra og sagð­ ist hafa áhuga á að spila þar. Ein­ hverju síðar sendir hann mér svo skilaboð og spyr hvort ég vilji vera í afleysingum á hljómborði. Ég var að sjálfsögðu til í það. Þar kynntist ég fullt af góðu fólki og tók þátt í ofboðslega skemmtilegu ferli. Þegar maður kemur inn sem afleysingamaður fær maður bara nóturnar og upptökur til að æfa sig með. Sumir ná kannski einhverjum æfingum en aðrir koma bara beint á sýningu. Ég náði held ég einni hljómsveitaræfingu í Mamma Mia en undirbjó mig vel heima. En maður mætir samt alltaf hálfvegis eins og dádýr í háu ljósunum á fyrstu sýninguna, segir Birgir hlæjandi. Gefandi ferli Í framhaldinu fékk Birgir boð um að taka þátt í sýningunni Sem á himni sem var sýnd hjá Þjóðleik­ húsinu í haust. „Það var aðeins önnur upplifun því núna fékk ég að vera í byrjunarliðinu. Þá var maður með í æfingaferlinu og sá verkið sett saman. Maður fékk líka að upplifa hvernig sýningin þróað­ ist sem var virkilega skemmtilegt,” segir Birgir. Fjölbreytnin heillandi Birgir hefur nú spilað við allskyns tilefni en hann segist njóta sín vel í fjölbeytninni „Ég er svo hepp­ inn að allt fólkið sem ég vinn með er vandvirkt og hefur metnað fyrir því sem það er að gera. Þá er þetta líka svo gaman. Allir þessir mis­ munandi viðburðir og tilefni hafa líka sinn eigin sjarma. Ég hef spilað á rapptónleikum á Airwaves inni á einhverjum pub, á þorrablóti í Dölunum, ég hef spilað jazztón­ leika á Eskifirði, í leikhúsunum og á kóratónleikum. Þetta er allt gjör­ ólíkt en kemur samt allt einhvern veginn niður á sama staðnum ­ sem er að hafa gaman af því að skemmta fólki og reyna að hreyfa við því á einhvern hátt,“ segir Birgir. Jólatörn tónlistarmannsins Tónlistarfólk hefur nóg að gera á aðventunni þegar jólatón­ leikaflóran hefst. Engar undan­ tekningar eru hjá Birgi en í desem­ ber hefur hann spilað á hinum ýmsu viðburðum. „Stuðlabandið var með smá tilraunaverkefni í nýja mið­ bænum á Selfossi sem hét Jólahjól Stuðlabandsins. Það var svona jóla­ partý þar sem salurinn fékk að taka þátt í lagavali og fleiru en við seldum upp á alla viðburðina. Ég spilaði líka á kórtónleikum á Akra­ nesi og með Söngdætrum Akra­ ness. Ég er líka að fara að spila 21. desember með Rakel Pálsdóttur á Nauthól en hún var að gefa út jóla­ plötuna Jólin í hjarta mér þar sem ég spilaði nokkur lög. Jólin byrja snemma Á heimili Birnu og Birgis byrja jólin snemma. Birgir spilar inn á jóla­ plötur í lok sumars og Birna byrjar að skreyta óþægilega snemma, að sögn Birgis. „Það var alltaf skreytt tiltölulega seint heima þegar ég var að alast upp, bara eftir miðjan desem ber. Á vissum tímapunkti vissi maður samt að það hlyti að fara að styttast í jólin. Þá fór að ber­ ast olíulykt um húsið því mamma og pabbi báru alltaf á píanóið og húsgögnin fyrir jólin. Þetta er nú ekkert sérstaklega góð lykt en fyrir mér er þetta jólalykt. Í dag er ég er orðinn svolítið meira tengdur jólunum og grínast stundum með að við séum í raun farin að halda upp á jólin hálft árið. Ég hef t.d. tekið þátt í Skaginn syngur inn jólin og fengið að vera hljómsveitar­ eða tónlistarstjóri þar síðastliðin þrjú ár. Það er verkefni sem mér þykir óendanlega vænt um en við byrjum yfirleitt að vinna í því með haustinu og upptökur hefjast svo í október. Svo var ég að spila inn á jólaplötur í sumar, bara í júlí eða ágúst. Núna eru svo þau lög að koma út. Birna myndi helst vilja byrja að skreyta í október, en mér hefur tek­ ist að halda aftur af henni fram í miðjan nóvember. En það er þannig að í desember er smá eins og jólin hafi gubbað yfir húsið okkar,“ segir Birgir hlæjandi. „Nei mér finnst það reyndar bara skemmtilegt og ekki bara út af smákökunum.“ Öðruvísi tímar framundan Birgir segir að flest verkefni sem framundan eru séu á snærum Stuðlabandsins en einnig eru ýmis önnur verkefni í kortunum, m.a. að aðlagast nýjum lífsvenjum. „Það er svo aldrei að vita nema maður spili á einhverjum jóla­ eða gamlársböllum fyrir árslok. Í fram­ haldinu langar mig svo að gefa út meira efni en sjálfur hef ég verið að gefa út tónlist á Spotify undir nafninu The Lonely Lighthouse. Ég hef líka verið að taka að mér verkefni við að semja tónlist. Ég og Róbert Rúnarsson áhugaljós­ myndari gerðum t.d. saman mynd­ band um fyrra eldgosið í Fagradal. Hann skaut myndefni og klippti og ég samdi tónlistina við. Það væri gaman að gera meira af einhverju svoleiðis. Ég á svolítið eftir að finna út úr því hvernig nýir tímar verða en fyrst og fremst ætla ég að til­ einka mér nýtt lífstempó, segir Birgir að lokum. sþ Synir Birgis og Birnu, þeir Davíð Þór, Tristan Freyr og Mikael Orri. Birgir sagði nýlega upp vinnu sinni við Tónlistarskóla Akraness þar sem hann hefur starfað sl. tíu ár en hyggst nú breyta til og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ljósm. glh. Birgir er hljómborðsleikari vinsælu hljómsveitarinnar Stuðlabandsins en hljóm- sveitin seldi upp á nokkra jólatónleika sem haldnir voru á Selfossi á liðnum vikum. Ljósm. aðsend. Jól 2022 Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Landmælingar Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.