Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 109

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 109
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 109 yfirleitt dettur framleiðslan niður á meðan. En ég gaf aldrei milli­ metra eftir í að hugsa um kýrnar, þær voru númer eitt,“ segir Steini. Fyrir nokkrum árum var svo hætt að nota mjaltagryfjuna og mjalta­ þjónn var tekinn í notkun. Flottur akur Hvernær byrjarðu svo að rækta korn? „Ég sáði í fyrsta hálfa hektar­ ann þegar ég var bara 16 eða 17 ára,“ segir Steini. Ég hafði farið í kartöfluupptökur í Þykkvabænum og séð þar fyrstu tilraunirnar í korn­ rækt. Ég var þá búinn að tala við ráðunautana hérna og þeir fullyrtu að það yrði aldrei hægt að rækta korn á Mýrunum, það væri kannski möguleiki á Suðurlandi en alls ekki á Suðvesturlandi. En ég prufaði samt að sá í hálfan hektara og sá þá alveg að kornið þroskaðist jafn vel hér og hjá þeim. Svo liðu hins vegar árin og ég hugði ekki á búskap, var bara að fikta. En stuttu eftir að við Didda fórum að búa saman setti ég í 2­3 hektara. Og viti menn, þetta varð svo flottur akur. Þetta var í upphafi níunda áratugarins. Ég fór út til Danmerkur og keypti þreski­ vél; þannig byrjaði þetta,“ segir hann. Uppskeran í ár var eiginlega sérdeilis góð, þrátt fyrir norðan­ rok rétt fyrir þreskingu náðist um 90% hennar í hús og kemur sér vel sem kúafóður í vetur. „Vissulega er áhætta fólgin í því að rækta korn á Íslandi,“ segir Steini. „En hún er líka fyrir hendi erlendis, þeir eiga alveg í sömu vandamálunum þar og svo bætist hitinn við. Stundum kviknar bókstaflega í ökrunum. En svona er búskapurinn, maður getur vonast eftir góðu sumri og ýmsu slíku en getur svo engu ráðið um hvernig fer þegar upp er staðið.“ Ný ævintýri – Kenya Steini og Didda bjuggu saman í meira en tuttugu ár, en ákváðu þá að skilja. Það var ákvörðun sem þau tóku í miklum vinskap. „Þetta var ákveðið í miklu meira en góðu,“ segir Steini. Eftir það var hann einn í allmörg ár þar til fyrir um tveimur árum að hann kynntist Carol, sem er frá Kenya. „Ég kynntist henni gegnum vinkonu og það var eigin­ lega bara óvart,“ segir Steini. „Ég var ekkert að leita mér að konuefni. En eftir 8­9 mánaða kynni gegnum síma og myndsíma varð úr að ég fór til Kenya til að heimsækja hana. Hún er frá þorpi í mið Kenya, norðan við Nairobi. Á þessum tíma var ekki auðvelt um vik að ferðast vegna Covid­19, en ég fór nú út samt. Í ágúst í fyrra fór ég svo út aftur og við giftum okkur í þeirri ferð,“ segir hann brosandi. Í mars á þessu ári kom Carol svo til Íslands og með henni var lítill drengur sem hún átti fyrir. Hann heitir Jay og er núna fjögurra ára flottur nemandi í leik­ skólanum Uglukletti í Borgarnesi. Carol Carol kemur inn í samtalið og segir að Jay sé þegar farinn að tala fína íslensku, en hún eigi hins vegar enn langt í land með það sjálf. Móður­ mál hennar er svahílí, enska er hins vegar töluð jöfnum höndum í Kenya svo Carol er þar á heima­ velli. Hún talar svahílí við son sinn og systurdóttur sem er hjá henni núna og blaðamaður hefur á orði að líklega séu ekki mörg börn á landinu sem tali svahílí og íslensku. Aðspurð um hvernig henni líki að vera á Íslandi segir hún að sér líki það vel, en sé orðin dálítið þreytt á myrkrinu sem nú ríkir, það birti seint og dimmi snemma. Í sumar átti hún hins vegar erfitt með að venjast birtunni en það var hægt að leysa með góðum gardínum. Hún segist alltaf geta átt myndsímtöl við fjölskyldu sína úti sem sé mjög gott og Jay líki mjög vel í leikskólanum og eigi góða vini. Fjölskyldan Carol er sú sjötta í röðinni af sjö systkinum, en frænka hennar sem er núna hjá henni er sú eina af fólkinu hennar sem hefur komið í heimsókn til þessa. Nú nálgast jólin og þá verður gott að hafa einhvern úr nærfjölskyldunni hjá sér. „Við erum mjög trúuð í Kenya, segir Carol. Trúin skiptir okkur miklu máli, mun meira en virðist vera á Íslandi. En svo vonast ég til að sjá snjó bráðum, fólk hér er skiljan­ lega ekki mjög hrifið af því að hann komi, en ég hlakka til að upp­ lifa hann,“ segir hún. Auk þeirra hjóna og Jay býr móðir Steina í húsi í grennd og barnabarn hans og Diddu, Tinna Rut Jónsdóttir býr einnig á jörðinni með unga dóttur sína og sinnir tamningum og hesta­ mennsku. Steini tekur undir þetta með trúariðkun landsmanna hér og segir að það sé engin von til þess að messur á Íslandi verði nokkurn tíma eitthvað í líkingu við það sem tíðkast í Kenya. „Við Íslendingar erum í raun algerir heiðingjar og sækjum aldrei messur,“ segir hann. En úti eru þær skemmtilegar og fólk fer í kirkju til að skemmta sér. Þjóðfélagið er svo allt öðruvísi.“ Að kynnast landi gegnum heimafólk Steini segir að enska sé sjálfsögð í Kenya og mikið sé kennt á ensku í skólum. Hann eigi því auðvelt með að eiga samskipti við tengda­ fólkið. Svo segir hann að það sé tvennt ólíkt að vera ferðamaður eða fá að kynnast landinu gegnum fjöl­ skyldu og vini Carol eins og hann hefur haft tækifæri til. „Það eru for­ réttindi að koma þarna með þessum hætti,“ segir hann. „Carol er frá þorpi sem er ekki mikið stærra en Borgarnes. Það hefur verið gaman að fá að kynnast lífinu þar og lífs­ háttum þarna almennt. Þegar krakkar eru orðnir 10­12 ára gæta þeir t.d. kinda­geita og/eða nauta­ hjarða á beit yfir daginn, en svo eru dýrin girt vandlega af á kvöldin svo rándýr nái ekki til þeirra. Húsa­ skjóls er ekki þörf.“ Ekki langt frá þorpi Carol er stór búgarður þar sem er vökvunarkerfi og stór tún, þar er grasið slegið beint í skepnurnar. Þarna eru risa­ gróðurhús og flestallir túlipanar og rósir koma frá Kenya. „Blómarækt er stóriðnaður þarna,“ segir Steini. Hann nefnir ýmislegt fleira sem athyglisvert hefur verið að gera, svo sem að ferðast með heimafólki um Maasai Mara þjóðgarðinn. Nýtt ævintýri Laxárholt stendur við samnefnt vatn og þar er ákaflega víðsýnt. Það sama gildir innan dyra, þar svífur alþjóðleikinn yfir vötnum. Innan skamms hefst svo nýtt ævintýri því Carol og Steini eiga von á barni. En Unnsteinn Smári er ekki þröng­ sýnn og hefur aldrei verið hræddur við að fara ótroðnar slóðir og taka áskorunum. „Maður lifir bara einu sinni,“ segir hann að lokum. gj/ Ljósm. gj og aðsendar Dýrabær • Stillholti 23 • Sími 511 2022 • www.dyrabaer.is GLEÐILEG JÓL! DÝRABÆR AKRANESI Frá brúðkaupinu á fallegum degi í Kenya árið 2021. Carol við einn traktoranna í Laxárholti. Hér hafa Carol og Steini fundið hamingjuna saman. Carol og Steini fagna fjölbreytileik- anum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.