Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 113

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 113
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 113 Nafn: Grýla Fjölskylduhagir/búseta: Ég er tvífráskilin en er nú gift Leppalúða. Bý í Skessuhorni og ég á 13 syni sem neita að fara að heiman og einn jólakött. Syni mína kannast flestir við úr jólageiranum. Starfsheiti/fyrirtæki: Sjálfstætt starfandi hellismóðir og stjórnar­ formaður eignarhaldsfélagsins Einn og átta. Áhugamál : Rólur, ég er nýfarin að hafa áhuga á þeim aftur eftir að hafa gefist upp á þeim upp úr síð­ ustu aldamótum. Fluguhnýting og þá helst úr nýföllnum veiðihárum. Þá hef ég nýlega komist yfir finnskan lírukassa sem ég dunda mér oft við að spila á. Þá dansa strákarnir mínir Viki vaka, það er ógurlega gaman. Dagurinn: Fimmtudagurinn 15. desember 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég sleppi alfarið svefni í desember en bæti það upp alla aðra daga ársins. Mitt fyrsta verk í morgun var að skipta á legusár­ inu á Leppalúða, hann er óttalega slæmur þessa dagana enda nýstig­ inn úr herðablaðaskiptum. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Alltaf það sama hér, barnaborgari með osti. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fer ekki langt auð­ vitað en fylgist með frá heimaskrif­ stofunni minni í eftirlitsmynda­ vélum. Þar get ég fylgst með hvernig sveinunum gengur og er tilbúin að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Fyrstu verk í vinnunni? Ég byrja flesta daga á að reyna finna ærnar mínar og kýrnar. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að leita af kraftlyft­ ingabeltinu mínu svo ég gæti tekið nokkrar lyftur. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá gekk ég berserksgang með líru­ kassann en ætlunin var að særa illan anda sem tók sér bólfestu nýlega í jólakettinum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá var ég á röltinu til dýralækn­ isins með kattarkvikindið en eftir gott spjall við hann kom í ljós að illi andinn reyndist bara vera sára saklaus miltisbrandur. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég skellti Kjötkróki í læsta hliðarlegu þar sem það hrökk ofan i hann hárkúla úr Jólakettinum og minnstu mun­ aði að hann gleypti í sér tunguna. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir strembinn og snúinn dag gerði ég nokkrar Mullets æfingar og gerði heiðarlega tilraun til að stökkva í orminn. Það fór ekki vel. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Skyrgámur eldaði dýrindis skyrbjúgu og var með ómótstæði­ lega skyrtertu í eftirmat. Hvernig var kvöldið? Tíðinda­ lítið. Tók veðrið eins og öll önnur kvöld, ládauður sjór og skyggni ágætt. Hvenær fórstu að sofa? Svaf ekkert. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Lét renna í fiskikar og skellti mér í ísbað, tók þar nokkrar öflugar öndunaræfingar sem endaði með því að það gekk lægð yfir landið. Gluggaði svo aðeins í bókina Fjár­ málalæsi fyrir byrjendur. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Gleði og hamingja að eiga 13 heilbrigða syni og hann Leppalúða minn sem er svo ágætur inn við viðbeinið. Eitthvað að lokum? Við fjöl­ skyldan óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar. Við viljum nýta tæki­ færið og minna Vestlendinga og landsmenn alla á mikilvægi þess að vera góð hvort við annað og vanda til við flokkun á úrgangi á nýju ári. • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dagur í lífi... Grýlu Framsókn og frjálsir óska íbúum Akraness gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökkum fyrir stuðninginn síðasta vor. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.