Úrval - 01.12.1952, Page 89

Úrval - 01.12.1952, Page 89
NÆSTUM FULLORÐINN 8 T ekki heyra eitt einasta orð um neina byssu! Þú ert galinn!“ „Mamma, ég get fengið eina keypta fyrir tvo dollara." „Ekki meðan ég ræð nokkru!“ „En þú lofaðir mér —“ „Það er alveg sama hverju ég lofaði þér! Þú ert ekki nema krakki ennþá!“ „Mamma, ef þú lofar mér að kaupa eina, þá skal ég aldrei biðja þig um neitt framar.“ „Ég sagði þér að fara út héð- an! Þú færð ekki eyri af kaup- inu þínu fyrir skammbyssu! Það var vegna þess að þú hefur ekkert vit á peningum að ég lét hann Hawkins gamla borga mér kaupið þitt.“ „En mamma, við þurfum á byssu að halda. Pabbi á enga skammbyssu. Við þurfum að hafa skammbyssu á heimilinu. Maður veit aldrei hvað fyrir getur komið.“ „Þú skalt ekki reyna að leika á mig, drengur minn. Jafnvel þó að við ættum byssu, skyld- ir þú aldrei fá að snerta á henni.“ Hann lagði verðlistann frá sér og smeygði handleggnum utan um hana. „Elsku mamma, ég hef þræl- að í allt sumar og ekki beðið þig um neitt. Hef ég gert það?“ „En svoleiðis á það líka að vera!“ „En mamma, mig langar í skammbyssu. Geturðu ekki lát- ið mig fá tvo dollara af kaup- inu mínu. Elsku mamma! Pabbi má hafa hana . . . Elsku mamma! Þú sem ert svo góð.“ Þegar hún svaraði var rödd hennar lág og mild. „Hvað átt þú að gera með skammbyssu, Dave? Þú þarft enga skammbyssu. Þú lendir bara í klandri. Og ef pabbi þinn fengi minnsta grun um að ég léti þig fá peninga fyrir byssu, þá mundi hann fá slag.“ „Ég skal fela hana, mamma. Hún kostar ekki nema tvo doll- ara.“ „Almáttugur, hvað gengur að þér, barnið mitt?“ „Það gengur ekkert að mér, mamma. Ég er orðinn næstum fullorðinn. Og ég vil fá skamm- byssu.“ „Af hverjum ætlarðu að kaupa hana?“ „Af Jóa gamla í búðinni.“ „Og hún kostar ekki nema tvo dollara?“ „Nei, ekki meira. Aðeins tvo dollara. Elsku mamma!“ Hún var farin að raða disk- unum; hún hreyfði hendurnar hægt, hugsandi. Dave beið þög- ull og kvíðafullur. Loksins sneri hún sér að honum. „Þú rnátt kaupa skammbyss- una, ef þú lofar mér einu.“ „Hvað er það, mamma?“ „Að þú komir beina leið til mín með hana, heyrirðu það? Pabbi á að fá hana.“ „Já, mamma. Má ég fara strax?“ Hún beygði sig niður, sneri sér undan, lyfti upp pilsfaldin-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.