Úrval - 01.08.1956, Síða 24
22
ÚRVAL
móður með jarpt hár og dökk
. augu, en fann öðru hvoru
huggun hjá ljóshærðri og blá-
eygðri barnfóstru eða smá-
barnakennara, mun áreiðanlega
síðar verða ástfanginn af ljós-
hærðri og bláeygðri stúlku. Að
áliti þessara sálfræðinga er ást-
in einföld og vinaleg tilfinning,
sem samfélagið hefur gert
margslungna og fulla af mót-
sögnum. Því að ástinnni kynn-
ist maðurinn oft í lífi sínu, segja
þeir, og það er rangt, að sið-
gæðishugmyndir samfélagsins
skuli neyða hann til að sýna
trúmennsku, sem hann er ekki
skapaður til að sýna. Hjóna-
bandserfiðleikar og taugaveikl-
im í sambandi við þá eru, að
áliti þessara sálfræðinga, sök
samfélagsins.
Dr. Bergler og skoðanabræð-
ur hans telja á hinn bóginn, að
maðurinn sé í eðli sínu einkvæn-
ismaður og elski aðeins einu
sinni eða í hæsta lagi tvisvar á
ævinni. Fjöllyndi sé merki um
sjúkt tilfinningalíf.
1 stuttu máli má orða þessi
tvö meginviðhorf sálfræðinga til
ástarinnar þannig:
Ástin er líffræðilegs eðlis;
hún er eðlileg, heilbrigð og sterk
tilfinning, sem færir með sér
hamingju, ef hún fær að þróast
frjáls;
eða:
Ástin er þrautalending, þegar
persónuleikinn þjáist af losta-
fullri sektarvitund.
Þarna höfum við í hnotskurn
álit sálfræðinganna á ástinni.
Hverjum og einum er svo í
sjálfsvald sett, hvorum hópn-
um hann trúir. En til þess að
slá einhvern botn í þessar hug-
leiðingar, skulum við rifja upp
það sem franski rithöfundurinn
André Maurois hefur að segja
um ástina:
„Þau tímabil koma fyrir í lífi
voru þegar oss er beinlínis fyrir-
hugað að kynnastástinni. Fyrsta
tímabilið er snemma í æsku,
annað tímabilið nálægt fimm-
tugu. Á þessum æviskeiðum leit-
ar líkami vor eftir ástmey.
Fyrsta fallega konan, sem þá
verður á vegi vorum, vekur heit-
ustu tilfinningar vorar. Með
öðrum orðum: vér verðum ást-
fangnir af ástinni og veljum
fyrstu konuna, sem oss virðist
heppileg.
. . . En oft á tíðum verður
maðurinn ástfanginn af því að
kona æskir þess. Sé hún gædd
einhverjum votti af yndisþokka,
stenzt hann sjaldan þeaar hún
gefur honum undir fótinn. Og
ef hún þekkir spilareglurnar og
veit hvernig hún á að draga
sig í hlé eftir að hafa vakið
áhuga hans og ástríður, mun
hann leita á.“