Saga - 2020, Page 7
F O R M Á L I R I T S T J Ó R A
Á kápu Sögu sitja 12 hvítklæddar konur á tröppum Háskóla Íslands. Þetta
eru nemendur og kennarar í Húsmæðrakennaraskóla Íslands sem var til
húsa í aðalbyggingu Háskólans um miðja síðustu öld. Erla Hulda Halldórs -
dóttir skrifar forsíðumyndargrein Sögu um þessa ljósmynd og þá togstreitu
sem kraumar undir niðri um hlutverk kvenna í samfélagi eftirstríðsáranna.
Erla Hulda er ein af fjórum höfundum bókarinnar Konur sem kjósa: Aldarsaga
sem kemur út hjá Sögufélagi um þessar mundir í tilefni af hundrað ára kosn -
ingaréttarafmæli kvenna.
Álitamál Sögu tekur mið af því uppnámi sem kórónuveirufaraldurinn
hefur valdið um allan heim á árinu. Við spyrjum: Hvað eru sögulegir tímar?
Fyrir svörum sitja þrír fræðimenn, þau Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðing-
ur, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, og
Björn Þorsteinsson heimspekingur.
Í heftinu eru þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar
um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld. Grein hennar kallast á
við grein Margrétar Guðmundsdóttur um landnám kvennasögunnar sem
birtist í Sögu árið 2000 en aldamótaheftið var helgað greinum um stöðu
sagnfræðinnar á Íslandi. Þar leynast ekki aðeins vísbendingar um breytt
viðfangsefni og sjónarhorn, eins og Hafdís Erla fjallar um, heldur einnig
breytta stöðu kvenna innan sagnfræðinnar; af 12 greinarhöfundum alda-
mótaheftisins var Margrét eina konan. Önnur ritrýnd grein Sögu að þessu
sinni er eftir Hjalta Hugason og fjallar um skiptar skoðanir um heima -
grafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld. Loks skrifar Brynja Björns -
dóttir um réttarstöðu kvenna vegna heimilisofbeldis hér á landi frá 1800 til
1940.
Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar um tækifæri og aðferðir í sögu-
kennslu á tölvuöld í flokknum Saga og miðlun í tilefni af nýrri rafrænni
útgáfu kennslubókar í sögu. Við birtum jafnframt stutt viðtal við Sverri
Jakobsson, formann þingstjórnar fimmta íslenska söguþingsins sem haldið
verður í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð dagana
27.–29. maí 2021, en undirbúningur við þingið er hafinn af krafti.
Kristjana Vigdís Ingvadóttir á Þjóðskjalasafni Íslands skrifar grein fyrir
þáttinn Úr skjalaskápnum og fjallar um skjöl sem varða fjársöfnun Íslend -
inga handa Dönum í kjölfar fyrra Slésvíkurstríðsins um miðja nítjándu
öld.
Guðmundur Jónsson skrifar grein til minningar um Gísla Gunnarsson,
prófessor emeritus í sagnfræði, sem lést í apríl. Það er skammt stórra högga
á milli: Grein um Gunnar Karlsson, sem féll frá síðastliðið haust, birtist í vor-