Saga - 2020, Side 10
höfðu konur (oft menntaðar í húsmæðra- eða kennaraskólum á
Norðurlöndunum) sinnt húsmæðrafræðslu í sveitum landsins í
formi svokallaðrar umferðarkennslu frá því snemma á öldinni.
Haldin voru námskeið á hverjum stað þar sem húsmæður lærðu
ýmislegt hagnýtt um matseld, garðrækt, næringu og fleira. Þessi
námskeið voru kostuð af Búnaðarfélagi Íslands framan af en síðar
stóðu kvenfélög að verulegu leyti undir kostnaðinum. Náið sam-
band og samvinna var milli Búnaðarfélagsins, talskvenna hús -
mæðra fræðslunnar og húsmæðrahugmyndafræðinnar svokölluðu.4
Það var ýmislegt sem kallaði á stofnun húsmæðrakennaraskóla
þegar leið nær miðri öldinni. Húsmæðraskólum hafði fjölgað veru-
lega og mikil ásókn var í þá enda oft eina námið sem konur áttu kost
á umfram barnafræðslu. Jafnframt má nefna hugmyndir um að
kenna öllum unglingsstúlkum í landinu undirstöðuatriði í mat-
reiðslu, húsmæðrafræðslu í sveitum og kaupstöðum og aukna eftir-
spurn eftir ráðskonum í mötuneyti stofnana. Loks var talið mikil-
vægt að húsmæðrakennarar hlytu menntun innanlands og tækju
þannig mið af innlendum staðháttum og reynslu.5
Húsmæðrakennaraskólinn tók til starfa árið 1942 og fékk að stöðu
í kjallara aðalbyggingar Háskóla Íslands, upphaflega til eins árs. Þar
var komið fyrir nauðsynlegum tækjum og aðstöðu fyrir verklega
kennslu. Fröken Helga Sigurðardóttir, landskunnur höfundur mat-
reiðslubóka og húsmæðrakennari, varð forstöðukona skólans. Hún
sá um kennsluna ásamt menntuðum húsmæðrakennurum en há -
skóla prófessorar sinntu stundakennslu í ýmsum bóklegum fögum.
Í Sögu Húsmæðrakennaraskóla Íslands, eftir Önnu Ólafsdóttur
Björns son sagnfræðing, kemur fram að strangur agi ríkti við skól -
ann. Ætlast var til kurteisi og snyrtimennsku og eins og sést á ljós-
myndinni klæddust nemendurnir búningum. Kjólarnir himinbláir,
svunturnar hvítar og sniðnar „í bogadregnum, kvenlegum línum“,
erla hulda halldórsdóttir8
4 Um kennslu af þessu tagi má t.d. lesa í Álit og tillögur um fræðslu húsmæðra frá
nefnd, er skipuð var af Búnaðarfélagi Íslands, 27. október 1927 (Reykjavík: Búnaðar -
samband Íslands, 1929).
5 Anna Ólafsdóttir Björnsson, Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands (Reykjavík:
Hússtjórnarkennarafélag Íslands, 1998), 36–46; Lbs. – Hbs. (Landsbókasafn Íslands
– Háskólabókasafn). Margrét Helgadóttir, „Gullöld húsmæðra á árunum 1945–
1965.“ MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2009, 26–32; sjá einnig um
hugmyndir millistríðsáranna hvað þetta varðar í Álit og tillögur um fræðslu
húsmæðra.